Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1969, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1969, Blaðsíða 15
PAUL-HENRI SPAAK Þegar saga tuttugustu aldar verður skráð, verður Paul-Henri Spaaks minnzt sem eins þeirra forvígismanna, sem urðu í farar- broddi hinna vestrænu þjóða að heimsófriðnum mikla loknum, 1945. Hann hefur unnið sér sess með mönnum eins og Tryggve Lie og Dag Hammarskjöld, sem reyndust ótrauðir baráttumenn fyrir lýðræði og frelsi og áttu það allir sameiginlegt, að vera fulltrúar smáþjóða. Það varð gæfa hinna vestrænu þjóða að eiga siikum mönnum á að skipa á þeim örlagariku tímamótum, þegar kalda stríðið hófst fyrir alvöru og Ijóst var, að Stalín ætlaði of- beldisstefnu sinni mikinn hlut í Evrópu. Paul-Henri Spaak er án efa kunnastur allra Belgíumanna í samtímanum. Hann hefur hafizt af sjálfum sér og orðið forustu- maður sökum framúrskarandi for- ystuhæfileika og er ennþá í fullu fjöri, sjötugur að aldri. Spaak fæddist i janúarmánuði 1899 og lagði ungur stund á lögfræði með prýðilegum árangri, því snemma kom í Ijós, að maðurinn var góð- um andlegum gjörfileik búinn. Þrátt fyrir borgaralegan uppruna, snerist Spaak á sveif með sósíal- istum á skólaárum sinum og var þá um tima mjög vinstrisinnaður. Hann varð stuðningsmaður Henri Deman, belgísks sósialista, sem vildi endurbæta þessi samtök á húmanistiskan hátt. Síðan hefur Spaak margt séð úr þeirri átt og margt laert. Að háskólanámi afloknu sneri Spaak sér óskiptur að kalla að stjórnmálum og þau hafa raunar verið hans ástríða og atvinna siðan. Hann varð ráðherra sam- gangna, pósts og síma 35 ára gamall og þykir það óvenjulega ungur ráðherraaldur i Belgiu og þætti það raunar einnig hér, þótt við höfum dæmi um yngri ráð- herra. Síðan hefur leið Spaaks légið úr einu embættinu i annað og væri langt mál að telja þau öll upp. Það má segja, að Spaak hafi leitt belgísk utanríkismál ó- slitið í þrjá áratugi, frá 1936 til 1966. Alþjóðlega frægð og frama hlaut Spaak fyrst eftir heims- styrjöldina. Þá birtu heimsblöðin myndir af þessum sællega og kringluleita Belgiumanni, sem eftir útliti að dæma hefði eins getað verið næturklúbbaeigandi eða skipakóngur eins og stjórn- málajöfur. Ástæðan til þess að Spaak komst á dagskrá var sú, að hann var kjörinn forseti fyrsta Allsherjarþings Sameinuðu þjóð- anna í New York. Þar með var brautin rudd til ennþá stærri og þýðingarmeiri verkefna, sem á eftir hlutu að koma. Paul-Henri Spaak varð framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins um árabil og það á erfiðum og örlagarlkum tíma, þegar Rússum var gert Ijóst í fullri alvöru, að hvers konar yfir- gangi vestan Járntjaldsins, yrði mætt með hörku. A liðlega þrjátíu ára tímabili hefur Spaak nokkrum sinnum verið forsætisráðherra lands síns og nokkrum sinnum utanríkisráð- herra. Sízt af öllu má láta hjá líða að minnast á starf Spaaks I þágu O.E.E.C., Efnahagsstofnunar Evr- ópu og Evrópuráðsins. Hann hef- ur verið ótrauður talsmaður ein- ingar Evrópu um langt árabil. Nú eru liðin þrjú ár síðan Spaak dró sig í hlé frá stjórnmál- um vegna innbyrðist átaka í flokki sínum. Þá hugðist hann ganga í þjónustu alþjóðasamtaka ritslma og talsíma; einnig ætlaði hann að gefa sér tlma til að rita ævisögu sína. Övíst ástand I belgískum stjórn málum hefur orðið til þess, að Paul-Henri Spaak er ef til vill ekki búinn að segja sitt síðasta orð þar. Hann er talinn einn mesti ræðusnillingur vorra tíma, þeirra er mæla á franska tungu og oft hefur þeim verið jafnað saman að þessu leyti, Charles de Gaulle og Spaak. Sá samanburður fellur Spaak að visu ekki sem bezt I geð, því hann hefur jafnan verið heldur lítill aðdáandi hins fyrr- verandi forseta Frakklands. í tutt- ugu ár hefur mælska Paul-Henris vakið óskipta athygli og dregið að áheyrendur, Um þetta segir Spaak' „Mælskan er nauðsynleg til að fólkið hugsi: „Sá er gáfað- ur, fyrst hann hefur sömu skoð- anir og ég, og tjáir þær svona miklu betur". Vitrir menn hafa oft bent á, að fólksfjöldi einn ræður ekki úr- slitum um áhrif og virðingu þjóð- ar, enda mætti segja, að lágt yrði risið á okkur islendingum, ef sú væri reglan. Smáþjóð verður dæmd eftir sínu framlagi á alþjóð- legum vettvangi og það framlag getur verið máttugt og merki- legt eins og dæmin sanna. Paul- Henri Spaak er talandi dæmi um þetta. Vegna hans hefur rödd Belgíu orðið aðsópsmeiri en sem svarar stærð landsins og völdum í heiminum. Að sjálfsögðu hefur stjómmála- ferill Spaaks ekki einungis verið dans á rósum. Hann hefur fengið að kenna á öfund og illgirni; verið kallaður leikari á sviði stjórnmál- anna, vindhani, aftaníossi Amerí- kana, falskur sósíalisti og annað þvíumlíkt. Einkum hefur Spaak verið gagnrýndur harðlega fyrir a? taka um of mið af sjónarmiðum frá Washington í utanríkismála- stjórn sinni. Hann fer ekki dult með dálæti sitt á Bandaríkjunum og telur þau það stórveldið, sem smáríki eins og Belgía, sé bezt komið í bandalagi með. Hann hefur sagt: „Á ferli mínum sem utanríkisráðherra, hefur mér aldrei fundizt ég vera fulltrúi smáríkis, þegar Bandaríkjamenn voru ann- arsvegar; fremur hef ég fundið, að við áttum samleið'. Og hann hef- ur bætt við: „Hugsjón mín hefur alltaf verið sú að vinna fyrir frið og velfarnað mannkynsins; það er enn hugsjón mín og verður allt- af". Það er ekki fráleitt, að sumar andlitsmyndir af Spaak minni dálítið á teikningar af karl- inum ! tunglinu. Samkvæmt því sem almennt er talið hollt, er Spaak alltof feitur. Hann segist sjálfur vera latur að eðlisfari og hafa minnimáttarkennd af því að hann kann ekki að dansa. Sjálf- sagt er það sagt í mátulegri al- vöru og trúlega er Spaak ná- kvæmlega sama um dans. Spaak er tvíkvæntur og þriggja barna faðir. Hann kann vel við sig í félagsskap fagurra og gáf- aðra kvenna, enda er gnótt af þeim í fjölskyldunni: Katarine Spaak, heimsfræg kvikmyndaleik- kona af yngri kynslóðinni, er bróðurdóttir Paul-Henris. Spaak kann vel að meta þessa heims lystisemdir og tekur rösk- lega til matar síns eins og út- litið raunar gefur til kynna. Hann er áhugamaður um kvikmyndir og slappar af yfir spilum. Ekki er hann beinlínis þannig vaxinn, að manni detti íþróttaafrek í hug, en það ótrúlega hefur samt átt sér stað, að Paul-Henri var frábær tennisleikari og keppti raunar í landsliði Belgíu í tennis. En ræðumennskan er samt sú íþrótt, sem Spaak hefur náð markverðustum árangri í. Líkt og margir helztu ræðumenn fyrr og síðar, skrifar hann ekki ræður sínar. Hann hefur samt takmark- aða trú á þýðingu ræðuflutnings almennt: „Skiljið þið, hversu . mjög út i bláinn og þýðingarlaus- ar flestar ræður eru?" hefur hann spurt. „Hvaða áhrif hafa þær eig- inlega? Stundum hittir maður naglann á höfuðið, en hversu lengi endast slík áhrif. Ég legg miklu meiri áherzlu á diplómatísk samskipti, sem vissulega eru bæði erfið og tímafrek, en engu að síður miða að því að ná hent- ugri lausn, sem er margfalt þýð- ingarmeira". Spaak er rnaður skapmikill og lætur þá hressilega í sér heyra eins og til dæmis, þegar Kongó- málið fræga var á suðupunkti. Þegar Þjóðverjar réðust inn í Belgíu 10. maí, 1940, kom þýzki ambassadorinn á skrifstofu Spaaks til þess að afhenda hon- um orðsendingu frá nazistum í Berlín. Um leið og ambassador- inn opnaði munninn, greip Spaak hranalega frami fyrir hon- um og sagði: „Ég tala fyrst”, og las yfir honum eigin mótmæli vegna innrásarinnar. Ambassador- inn fór orðalaust. Það mundi hvarvetna teljast til -nerkra tiðinda í heiminum, ef Paul-Henri Spaak kæri þeirra er- inda að láta i sér heyra. Hug- sjónir hans eru að vísu ekki alls- staðar hátt skrifaðar, en þeir sem trúa því, að vestrænum þjóðum farnist svo bezt að þær standi saman, hlusta með athygli á þenn- an slynga og margreynda Belgíu- mann. Þessvegna vekur koma hans til Islands athygli. Því mið- ur hafa málin þróast þann veg uppá síðkastið, að Atlantshafs- bandalagið er jafnmikil nauðsyn og það var i þá daga, er það var stofnað. Það hefur verið styrkur þessara samtaka að hafa á að skipa mönnum eins og Paul- Henri Spaak. Þessvegna fögnum við komu hans. **• H. SPAAK 25. maí 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.