Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1969, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1969, Blaðsíða 2
 svo þrír ásamt gítarnum mínum vestur til Honolúlú, 2200 sjó- imílna vegalengd, og tók sigl- inigin 22 % dag. Þeigar ég hafði siglt þennan fyrsta spöl, fannst mér ekkert sjálfsagðara en halda áfram einn míns liðs. f>að voru komnar vomur í mömmu og hún sagði: — Það hefur enginn á þínum aldri, Robin minn, siglt báti ásamt öðrum umhverfis jörðina, Ihvað þá einn. — Ég hafði nú ekki hugleitt þetta sérstaklega og pabbi ekki heldur og við sameinuð- umst uim að eyða þessari rök- semd og rnarnma lét sig. Þar sem ég hafði gert ráð fyrir að leggja upp frá Hawaii, finnst mér rétt að telja að ferð- iin hafi verið hafin að morgni þriðjudagsims 14. september 1965. Kl. 11.00 sigldi ég útúr Ala Wai höfninr.i í Honolúlu og veifaði éthyggjufullri fjöl- síkyldu minni og nokkrum við- stöddum, sem höfðu safnazt sam an til að óska mér góðrar ferð- ar. Ferð mín var hafin. Þegar Oahu var horfið sjón- um bak við hafflötinn, fram- reiddi ég kvöldverð handa döm unum, sem héldu mér félags- Skap og höfðu gert það frá byrjun, kettlingunum mínum Joliette og Susette. Hnýttur hafði verið blóm- krans á kettlingana og Joliette var með sinn allan dagirrn. Þeir hreiðruðu um sig í káetunni og létu fara vel um sig og höfðu litla hugmynd um það órahaf sem þeir voru nú komnir út á. Vindur var svo hægur í byrj- un, að hann hreyfði ekki stýr- isseglið, og þá ekki heldur stýr ið, sem því var tengt. Þetta stýrissegl eða spjald, sem sýnt er hér á meðfylgjandi mynd, átti að annast stjórnina, og við pabbi höfðum teiknað það og útbúið eftir okkar höfði. Það urðu mér vonbrigði, að það skyldi ekki vinna strax í byrj- un, eins og við höfðum gert ráð fyrir. Auk þessarar sjálfstýr- ingar var bátur minn búinn tveimur litlum vélum, og var önnur utanborðsmótor, en báð- ar vélarnar voru svo afllitl- ar, að þær komu ekki að notum, ef gegn vindi og sjó var að sækja. Ég hafði ekkert sendi eða móttökutæki til fjarskipta, heldur aðeins litið tæki með rafhlöðu, sem ég gat heyrt í fréttir og veðurfregnir, ef ég var nálægt landi. Loks er að nefna, að ég hafði með mér svo- nefnda „gibsonstúlku, en það var neyðarsendir, sem notaður var mikið í síðari heiimssityrj- öldinni. Þetta tæki er í lögun einls og stundaglas, og sendir sjálfkrafa SOS, ef það er brot- ið. Iskistu var ég með um borð, en var jafnan íslaus, nema þeg ar ég var í höfnum. Handfæri hafði ég með mér og línu sem ég gat dregið á eftir mér, og síðan hafði ég litla skamm- byssu. FYRSTI ÁFANGI: FANNINGEYJAR, 1.050 SJÓMÍLUR FRÁ HONOLl'LÍJ Sú varð fljótlega reynsla mín, að það tæki, sem mér varð til mestrar ánægju væri segul- bandið. Ég las inná það frá- sögn af ferðinni jafnharðan, á- samt sikilaboðum til fjölskyldu minnar, skýrslu um hugará- stand mitt og þau áhrif, sem ég varð fyrir. Stundum, þegar ein manaikenndin sótti fastast á mig og ég spilaði það, þá fannst mér líkt og ég hefði mann til að tala við. Hvenær sem ég kom í höfn þar sem póststofa var firmanleg, notaði ég tæki- færið til að póstleggja spólu heim. í fyrsta áfangastaðinn Fann ing eyjuna, voru 1050 sjómílur, og hún var að heita mátti beint í suður frá Hawaii, eins og sést á korti og ekki nema 12 fermílur að stærð og kóralrif- in báru ekki hátt yfir sjávar- flötinn, svo að þetta var ekki auðhittur staður. Norðaustan staðvindurinn bar mig áleiðis. Fyrstu vikuna, fannst mér ég vera mjög ein- mana og ég var dapur í bragði, það hefur sennilega sótt að mér heimþrá. Fyrstu dagamir til sjós eru alltaf þrúgandi, þar til ég hef sjóast og samlagast aðstæðunum um borð. Að sigla einn rænir mann samfelldum eðlilegum svefntíma. Jafnvel í svefni verð ég þess var, ef vindstaða eða sjólag breytist. Verði yfirleitt einhver breyting á hreyfingum Doves vakna ég upp. Enda þótt ég liti aldrei á sjálfan mig, sem pílagrím á ferð, hafði ég yndi af að sigla í kjölfar hinna miklu sæfara, eins og Ferdinands Magellan, James Cook, Willjam Bligh, en mest varð mér þó hugsað til Nýsjálendingsins Joshua Sloc- um, sem varð fyrstur manna til að sigla einn í kringum hnött- EINN UMHVERFIS HNÖTTINN OC AÐEINS 16 ÁRA inn. Það var á árunum 1895— 98. Ég þurfti á sjóferð minni að glíma við þesskonar örðugleika sem Slocum einn þessara manna hcifði þurft að berjast við. Al- gengasta hættan, sem sá býr við, sem er einn á ferð á sjó, er hættan á að falla fyrir borð. Ég hef alltaf líflínu um mig, þegar ég er einn á sjó. Undir venjulegium kringumstæðum er annar endi hennar fastur í bómunni en hinn í nælonbelti, sem ég tek helzt aldrei af mér, jafnvel ekki, þegar ég er und- ir þiljum. Einmanakenndin sótti á mig, eins og Slocum. Það voru ekki liðnir margir dagar frá því að ég fór úr höfn í Honolulu og þar til ég talaði inná segul- bandið: „ ... Það er mjög ein- manalegt hér úti á hafinu á stundum ... ég tala geysilega mikið, en auðvitað er eniginn til að tala til, nema þetta segul- band ... Ýmfcilegt Hmávegis getur þó orðið til að auka manni tilbreyt ingu til sjós, og næsta dag tal- aði ég eftirfarandi inn á segul- bandið: „ ... Það er mergð af hnísum umhverfis bátinn. Ég heyri greinilega í þeim kvak- ið. Það er furðulegt hvað þær geta talað hátt. Ég hugsa að ég heyri svona greinilega í þeim, af því að súð bátsins er svo þumn ... skyldu þær vera að reyna að tala til mín? Kannski hefur ein hnísan rekizt á kjöl- inn því að ég heyrði dumbungs- högg og hún hafði sémlega hátt. Þetta var taugaslítandi félags- skapur en rnjög æsandi. Það er svo langt síðan að ég hef heyrt nokkra rödd . .. Þetta var næst- um eins og einihver væri að svara mér ... Eftir 14 daga siglingu tók ég land undir pálmatrjám brezku eyjarinnar Fanning, sem fyrr- um var skiptistöð í Línueyja- klasanum. Það kom bátur fram til að fylgja mér inn á lónið og við hafnarbakkann hitti ég hafn sögumainininn, Philip Palmer. Hann er eini Evrópumaðurinn á eyjunni og stjórnar 300 mönnum, sem starfa þarna að því að vinna kopar fyrir Burns Philip félagið. Hver af fjölskyldum verkamannanna skrifar undir samning um að vera þarna í þrjú ár, en þá er hún flutt til heimaeyjar sinn- ar. Þegar við ókum í rökkrinu á fólksvagni um eyjuna, mörð- um við undir hjólunum hina stóru landkrabba, sem skríða þúsundum saman yfir eyjuna. Ég sá innfæddu íbúana veiða fisk í net í tjörnunum, en þessi fiskur var þeim nauðsynlegur, vegna eggjahvítunnar, sem vantar í aðra fæðu eyjar- skeggja. Ég stökk þarna yfir skurði, sem bandarískir her- menn höfðu igrafið í síðari heimsstyrjöldinni til að hindra japanskar flugvélar í að lenda þarna. Þegar við snerum við úr ökuferð okkar birtist okkur í bílljósunum heldur óhugnanleg sjón. Stórar krabbahjarðir voru að éta krabbana, sem við höfðum marið undir bílhjólun- um fyrr í ökuferðinni. Palmer fullvissaði mig um að krabbamir væru ætir, en ég hafði þá misst alla löngun í krabbakjöt. Ráðskona Palmers, Mary- belle, átti fyrir að sjá litlum strák og honum gaf ég peysu, sem var eitt fatið af þeim 500 notaðra flíka, sem ég hafði tek- ið með mér til að gefa á við- komustöðunum og verzla með, ef nauðsyn krefði. Þar sem skotsilfur mitt var af skornum skammti svo að ekki sé of djúpt tekið í árirmi, vonaðist ég eftir að geta drýgt það með verzlun. Palmer gaf mór að skilnaði veiðistöng, mat og líkan af kano. Hann treysti mér einnig fyrir póstpoka af pósti henn- ar hátignar, sem ég átti að flytja til Pago Pago (framber Pango Pango) á eyjunni Tutu- ila í ameríska Samoaeyjaklas- anium. JÁRNMÁLTÍÐ HÁKARLSINS Þegar ég hélt af stað frá Fanning var ég aðeins 20 cent- um fátækari en þegar ég kom þangað. Ég hafði ekki eytt þess um 20 centum heldur týnt þeim, þegar ég var að dansa eftir trumbuslætti eyjaskeggja. Einn lognkyrran morgun á leið minni til Samoaeyja, gleypti hákarl Ioggið mitt, sem hékk aftur af skipinu í 25 feta langri línu. Síðan synti skepnan fast á eftir mér. Ég kastaði í sjó- inn niðursoðnum túnfiski og há karlinn át hann umsvifalaust, en ég tók fram skambyssu mína og skaut hann í hausinn. Hann barðist andartak um í dauðateygjum en sökk síðan hægt í djúpt og blátt hafið. Ég hef óbeit á hákörlum, en þessi var mór sérlega ógeðfelld- ur og vann mér mikinn skaða. Logglaus yrði ég að gizka á siglda vegalengd hvern sólar- hring. Ég kvartaði yfir því við seg- ulbandið mitt að .. . vindurinn blési af öllum áttum í einu ... hann hefur aldrei blásið eins og harm á að gera ... hann er alveg úti að aka ... það er ekki ráð fyrir því gert í bók- unum að hann hagi sér svona . .. Næsta dag hafði angur mitt horfið og ég talaði inn á band- ið: ... Þetta er fimmtándi dag- ur minn frá því ég hélt úr höfn í Fanning ... ég sé, ég sé það er eins og hilling en það er þarna samt í mistrinu ... Ég hafði haft landsýn af Tutuila megineyjunni í Samaoeyjaklas- anum. LANDSÝN F>FTIR LANGA FERÐ A HAFI Ég fer aldrei dult með það ið mest hrífandi augnablikin á siglingu yfir úthöfin er þegat land sést fyrir stafni. Dagleg siglingafræði er einföld fræði- grein, fyrst mæli ég hæð sól arinnar yfir sjónbaug með sext> antinum, gæti nákvæmlega að tímanum þannig að ekki muni sekúndu, fer með athugun mína í töflur sjómannaalmanaksins og reikna síðan út athugunar- staðinn. Þó að þetta virðist til- tölulega einfalt, þá verður sú raunin á, að það getur margt gengið úrskeiðis í framkvæmd- inni. Stirður sextant getur gef- ið ranga sólarhæð og ónákvæm ur krónómeter rangan tíma, simásikekikja í útrieikninigiuim get ur og haft í för með sér ranga niðurstöðu svo að muni mörg- um sjómílum frá því sem rétt er. Þannig gat smáskekkja ein- hversstaðar í athuguninni haft það í för með sér, að ég sigldi framhjá lítilli eyju, sem ég var 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. maí 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.