Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1969, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1969, Blaðsíða 19
Árablööin kyssa Vygnan fjörð eins og hvllir vænglr. Þftð virðist ekki fráleitt í án þess að upplag hans gefi til þessu sambandi að rifja upp efni til, að fylgja þeirri sann- ljóðlínur Tómasar: færingu ungra rithöfunda á Mánaljós og silfur um safírbláa vogal Og senn er komin nótt. — (Haustnótt) En skáldin eru hvert öðru lík. í Sjóbúð, segir frá dreng, aem hefur setið klofvega á eld- húsbekik kreppuárunum og síðar, að penn inn þurfi helst að vera rauður til að verða að gagni í bar- áttunni fyrir betri heimi. í samræ-mi við niðurstöðu og ort vísur um fugla, sem spókuðu sig í fjörunni, og horft á kvöldroðann. Þorpinu verður ekki breytt þótt byltingin komi „í rauðum pésa að sunnan.“ „Það verður aldrei bylting í þorpi“. Kapi- tóla, Hinn óttalegi leyndardóm- ur og Oveðursbörnin, er eðli- legra lestrarefni í þorpi en Kommúnistaávarpið. Sósíalismi Jóns úr Vör virðist oftast veik- burða, eins og hann kappkosti Insekten. Alexander B. Klots u. Elsie B. Klots. Duetsche Bearbeit- ung Wolfgang Dierl. Knaurs Tier- reich in Farben. Droemer Knaur 1969. „Brehm tuttugustu aldar” hefur þessi dýrafræði Knaurs útgáfunn- ar verið kölluð. Brehm var ein vin- sælasta dýrafræði 19. aldar og langt fram á tuttugustu öld. Þetta bindi er eitt sjö binda. sem ætlað er að lýsa dýraríkinu. Útgáfan er vönduð og vel myndskreytt, pappír góður og band ágætt. í þessu bindi er lýst flugum, skordýrum og ýmiskonar pöddu- tegundum, þeirra eðli og útliti, lífhájtum og þýðingu fyrir önnur dýr. Meðal þessara dýrateg- unda finnast skepnur, sem lifa í þrælskipulögðum samfélögum, t.d. býflugur og ýmsar maurategundir, þar má finna fullkomnun vinnu- hagræðingar, öryggi fyrir hvern starfandi einstakling Neyzla og framleiðsla haldast í hendur og allt sem nefna má vitljun finnst ekki í samfélaginu. Það eru þjóð- félög hinnar fullkomnu nýtni og verkhæfni, hver hefur sitt ákveðna starf að vinna og lifir vegna starf- ans. verkfallsljóðsins, sem fjallar um ,,byltinguna“, er lokaljóð Þorpsins Ég er svona stór. „Þú færð aldrei sigrað þinn fæðing- arhrepp“, stendur þar. Ham- ingja Jóns úr Vör sem skálds er einmitt fólgin í því, að sá sigur hefur ekki enn verið unn inn. (Niðurlag í næsta bla'ði) myrða og grafa komumenn. I búð- unum unnu auk Þjóðverja og Úkraínumanna og eitt þúsund Gyðingar og það voru þeir, sem gerðu uppreisn, drápu þýzku mann dráparana og hjálparkokka þeirra, kveiktu í búðunum og flúðu. Sex hundruð komust undan og af þeim lifðu aðeins fjörutíu. þegar styrj- öldinni lauk. Þessi hryllings og hetjusaga er sögð hér, eftir frá- sögn þeirra, sem lifðu. Þessi bók er ein eirra, sem lýsir þvi hve tuttugasta öldin sker sig úr liðn- um tímabilum fyrir sakir forblind- aðs satanisma og íllsku og er jafnfram.t göfugur minnisvarði um þá, sem risu upp þrátt fyrir yfir- þyrmandi kúgun, vinnuhagræðingu og stjórnun. Besthoven: Letters. Journals and Coriversations. Edited, translated and introduced by Michael Ham- burger. Jonthan Cape. Útgefandinn hefur safnað sam- an, raðað upp í timaröð bréfum, dagbókarbrotum og köflum úr samalsbókum eftir, um eða varð- andi Reethoven. Þar er úr mörgu að velja og hefur útgefanda tekist valið með ágætum. Hann hefur þýtt meginhluta efnisins sjálfur og ritað inngang. í bókinni er ævi- saga Beethovens, umsagnir hans um tilorðingu verka sinna og at- hugasemdir hans um eigin verk og annarra. Hér eru kaflar úr dag- bókum hans, kaflar úr bréfum til vina oq vandamanna og kaflar úr skammabréfum til hirðulausra prófarkalesara og ennþá hirðu- lausari útgefanda. Þarna er að finna umsagnir Goethes, Liszts og fleiri um Beethoven. Bókin er smekklega gefin út, nafnaskrá fylgir. Treblinka. Jean-Francois Steiner. Steiner.Preface by Simone de Beauvoir. Translated from the French by Helen Weaver. Gorgi Books 1969. Frá miðju ári 1942 til miðs árs 1943 voru áttahundruð þúsund Gyðingar fluttir til útrýmingarbúð- anna Treblinka og eftir þrjá stund- arfjórðunga. frá því að lestirnar komu til Treblinka, var búið að St. Helena Durinq Napoleon's Exile. Gorrequer’s Diary. Introdu- ced by James Kamble. Heinemann 1969. Á þessu ári eru tvöhundruð ár frá fæðingu Naóleóns, þessi bók kemur út á afmælinu og er hún dagbók einkaritara og aðstoðar- manns Sir Hudsons Lowe, sem var fanqavörður keisarans í út- legðinni Correquer var enskur her maður af Húgenotta ættum fædd- ur 1781 og gerðist hermaður sextán ára að aldri. Hann kynntist Sir Huson á Sikitey og hélt með honum til St. Helena, þegar Sir Hudson var skipaður landstjóri þar á eynni og vagtari Napóleóns. Correquer var einkar iðinn að halda dagbók og var auk þess siskrifandi um hin margvíslegustu efni, sem snerti starf hans sem hermanns. I dag- bókinni virðist hann fá útrás fyrir niðurbælda gremju og andstyggð á málum og mönnum, sem hann gat ekki sýnt annars staðar. Hann notar dulnefni um það fólk, sem hann ræðir um i dagbókinni. Napóleón er nefndur Nágranninn o.s. frv. I opinberum skýrslum sinum og viðræðum var Correquer alltaf hollur yfirboðara sínum Sir Hudson, en hér kveður við annan tón. Sambúð manna á St. Helenu var enganveginn neitt sældar- brauð, þeir sem áttu að gæta út- lagans, fannst þeir vera útlagar sjáifir og ekki skorti spennu og tcgstreitu innan þessa iitla sam- félags. Sú mynd af Sir Hudson Lowe, sem smámunasömum og hégómalegum labbakút breytist ekki við lestur þessara dagbóka. Útgefandi dagbókarinnar James Kemble er skurðlæknir, sem hefur meðal annars sett saman sjúkrasögu Napóleóns „Napoleon Immortal". I þeirri bók bírtist sú skoðun hans að sjúkdómar ýmissa landstjórnarmanna hafi valdið viðbrögðum þeirra við ýmsum atburðum og eigi þannig ólítinn þátt i gangi sögunnar. Social Psychiatry in Practice. The Idea of Tharapeutic Community. Maxwell Jones Penguin Books 1968. Bók þessi kemur út í frumút- gáfu hjá Penguin forlaginu og er eftir einn fremsta geðlækni Breta. Hann hefur einkum unnið sér frægð fyrir nýtt fyrirkomulag þeirra stofnana, þar sem unnið er að geðlækningum. Hann leggur aðaláherzlu á samvinnu lækna og hjúkrunarliðs og sjúklinga. Að- ferðir hans hafa orðið öðrum fyrir- mynd og hvöt til endurskoðana á því fyrirkomulagi, sem hingað til hefur tíðkazt innan slíkra stofn- ana. Cosmicomics. Italo Calvino. Translated from the Italian by William Weaver. Jonathan Cape 1969. Höfundur er ættaður frá Kúbu. Hann stundaði nám á Ítalíu og hefur starfað þar, hann var skæruliði á striðsárunum og fyrsta skáldsaga hans kom út 1947. Sögumaður og sögusvið eru utan þeirrar jarðar, sem við byggjum, höfundur ferðast um galaxíurnar og timi bókarinnar er geimtíminn, enginn tími eða alir tímar. Sagan er skemmtileg aflestrar og mjöt, svo fiábrugðin þessum venjulegu geimrevfurum, vegna þess að höf- undur er haldinn mjög frumlegu ímyndunarafli og er einkar hug- kværaur auk þess, sem hann er ágætur rithöfundur . Tod und Unsterblichkeit. Josef Pieper. Kösler-Verlag 1968. DM 11.80. Dauðinn og ódauðleikinn er öllum hugstæður. Höfundur ræðir hugmyndirnar um þessar lykis- spurningar og í bókarlok varar hann með orðum Sörens Kirke- gaards: „að spurningin um ódauð- ieikann verði ekki svarað af lær- dómi, svarið að koma innan frá . . ." Þetta kver verður þeim. sem leita svars, hugvekja, lykill er víðari yfirsýn og skilningsauki. Höfundur er ákaflega fjarlægur patent lausn eða svörum og hér er ekki að finna vúlgarisma, sem einkennir oft umræður og ksrif um þessi efni. Höfundur reisir skoðanir sínar á Thomisma og viðtækari þekkingu á kenningum varðandi efnið eftir dag hl. Thom- asar. Bókin hefst á mottó, eftir Sartre „Það er jafn fráleitt að fæðast og að deyja". Og það gætu verið lokaorð kversins. Best Mystery Stories edited with an Iritroduction by Maurice Ric- hardson. Faber and Faber 1968. 21/— Samkvæmt Oxíord orðabókinni er mystery, „hulið eða ekki skýr- legt efni". Dularsögur eru alltaf vinsælar, þeim lýkur oft með því að sögumaður gefur í skyn eða lausnina eða segir hana berum orðum. Safnandinn hefur valið dularsögur mestan part í þessa bók, þótt telja megi tvær þeirra glæpasögur. Hér eru sögur Doyle, Collins, Cyril Connolly og fleiri, auk þess sem teknar eru sögur þessa efnis úr Hindúa og Búdda- trúar ritum. Siðasta saga bókar- innar er eftir safnandann sjálfan og er heldur fáfengileg, hinar eru allar meira og minna góðar. Rommel as Military Commander. Ronald Lewin. B. T. Batsford 1968. 63/— Herra Lewin er herfræðingur, hann tók þátt í herferðinni í Af- ríku pg kynntist þar hernaðar- tækni Rommels af eigin raun. Um tíma virtist Rommel ætla að tak- ast, að skera á lífæð Breta, með því að ná tangarhaldi á Egypta- landi og Suezskurði og það var á þeim misserum, að Churchill sagði á Kairóráðstefnunni: „Það er aðeins eitt sem gildir, og það er að sigra Rommel." Miklar sögur gengu af hernaðarsnilli Rommels, en revndar fékk hann aldrei tæki- færi til þess að sina fullkomlega það sem i honum bjó. Herferðin til Afriku minnir helzt á ævintýri og hann var kallaður þaðan áður en hersveitir Þjóðverja og Itala biðu þar úrslitaósigur. Höfundur- inn teiknar hér upp mynd af Rommel sem herforingja og manni. Hann rekur sögu hans lauslega fram til þess tima, að hann getur sér nafn í herferðinni inn í Frakkland 1940, og verður víðfrægur í Afrikuherferðinni. Höf- undur leggur megináherzlu á þá hernaðarsögu. Lokakaflar bókar- innar fjalla um vaxandi andúð Rommels á Hitler, sem lauk með því að Rommel var skipað að taka inn eitur eftir tilraunir ýmissa þýzkra herforingja að ráða Hitler af döqum 20. júlí 1944. Bókinni fylgja myndir og uppdrættir af bardaaasvæðum og gangi orusta. í lokin er bókaskrá og efnisyfir- lit. Owen Stanley R. N. 1811—1850. Captain of the „Rattlesnake" Adelaide Lubbock. Heinemann 1968. 63s. Þessi bók er um litt þekktan ferðamann, sem lifði á fyrri helm- ing 19. aldar og bókin er rituð af afkomenda hans, og birt sem góð samtiðarlýsing og hafandi nokkuð sögulsgt gildi fyrir fjarlægan heimshluta, sem sé Ástralíu. Stanley þessi skyldi eftir sig mikið magn bréfa og skrifa, sem fundust ekki fyrr en góðum hundrað árum eftir dauða hans og úr þeim er þessi bók unnin. Bókin er bæði fróðleg og skemmtileg, sem ferða- minningar og ævisaga. I henni -er fjöldi mynda, sem Stanley gerði sjálfur, því hann var ágætlega drátthagur. Fyrir þá sem hafa gaman af frásögnum af frumstæð- um þjóðum. og ævintýrum er bókin hentug lesning. Conrad Aiken: Collected Criticism. Oxford University Press Paper- back, 1968. Bók þessi kom fyrst út árið 1958 og hét þá A Reviewer's ABC. Hér er um að ræða safn ritdóma og blaðagreina ameríska skáldsins Conrad Aikens, en hann hefur jafnan verið mjög athafna- samur gagnrýnandi fyrir blöð og timarit og þótt sérstæður og per- sónlegur. Um hann hefur verið sagt, að hann hafi gert blaðagagn- rýni að list. Fyrri hluti bókarinnar eru greinar og ritgerðir um fagur- fræðilegar forsendur listsköpunar og vanda listgagnrýni, síðari hluti bókarinnar fjallar um einstök skáld og verk þeirra. Eru þessar greinar tæpar hundrað að tölu og fjalla um mörg helztu skáld þessarar aldar, en greinaflokkur þessi nær yfir rúmlega fjögurra áratuga starf Aikens sem ritdómari. Hugh Dalziel Duncan: Communica- tion and Social Order. Oxford Uriiverity Press Paperback, 1968. Viðfangefni' þessa fræðirits er grein af þeim meiði félagsfræðinn- ar sem rannsakar hvern þátt tákn eiga í því að ákvarða samskipti milli manna og stöðu þeirra í þjóð- félaginu, og hvernig hin margvís- lega notkun þessara tákna skipar mönnum í stéttir og hópa og þjóð- félaginu i kerfi, en til tákna í þessu sambandi telur höfundur t. d. tungumál, fastmótaða hegðun, pen inga Höfundurinn, sem er próf- essor í félagsfræði og ensku við Southern lllinois háskólann í Bandaríkiunum, byggir rannsóknir sinar á kenningum Freuds, Simm- els, Malinowkis, James, Deweys, Meads og Burkes og fjallar allt að he'minqur bókarinnar um þess- ar heimíldir. Siðan fjallar höfundur um eigin rannóknir og athuganir oq drequr upp mynd af þjóðfélagi bar sem menn með notkun tákna bvgqia upp og viðhalda strangri skintinnu milli manna og hópa í innbyrðis samskiptum. Suez: De Lesseps Canal. John Pudney. London. J. M. Dent & Sona Ltd. 1968. 45/— í ár 1969 eru hundrað ár siðan Suez skurðurinn var opnaður skipum. 1380 fyrir Krist var gerð tilraun til þess að gera skurð urn Suez eyðið og Nauóleón ætlaði sér þetta einnig, en hvarf frá því, þegar náttúruskoðarar hans tjáðu honum, að yfirborð sjávar á Rauða hafinu væri um tíu metrum hærra heldur en á Miðjarðarhafi. De Lesseps fékk hugmyndina að skurðgerðinni þegar hann var franskur konsúll í Kairó um 1850 og hann var slíkur athafnamaður að hann hófst bráðlega handa um framkvæmdir og trú hans á fyrir- tækið, gáfur hans og vilji var slik- ur, að honum tókst að fram- kvæma það, sem allur fjöldinn áleit óframkvæmanlegt. Höfundur bókarinnar lýsir þessum manni, gerir sér far um að sýna hann frá öllum hliðum og finna hvatir, sem voru kveikja verka hans. Hér er rakin mikil baráttusaga, sem lyktaði með sigri Saga skurðs- ins er rakin lauslega á hundrað ára afmælinu, sigla þar engin skip lengur. Ágætar myndir eru prentaðar með textanum. 25. maí 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.