Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1969, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1969, Blaðsíða 14
É. lg átti nú að vera einn þarna frammi á eyjunni allan daginn, gæta að ánum sem ó- bornar voru, þeim sem borið höfðu nóttina áður og eins þeim sem kynnu að bera yfir daginn, en um kvöldið ætlaði Sigurður að koma og vera hjá mér næstu nótt. Ég sótti hestinn fyrir Sigurð og hann lagði af stað heimleiðis, en ég varð einn eftir. Ein af ánum sem borið hafði um nóttina var tvílembd. Var hún orðin nokkuð fullorðin en mikil kostaær og mjólkaði vel lömbum sínum. Svo var einnig í þetta skipti, en sá hængur var á að lömbin voru mjög lítil, en ærin hafði sérstaklega stóra spena, átti ég þessvegna að gefa henni nákvæmar gætur og hjálpa lömbunum. Ég fékk mér eitthvað að borða, fór síðan til ærinnar, rak hana inn í hús, náði henmi í einu horninu og batt hana við stoð. Fór ég síð- an að reyna að koma lömbun- um á spena, það ætlaði ekki að ganga vel, því að þau voru svo ósköp lítil, en mikið var gaman að fást við þessa litlu hrokk- inhærðu hnoðra. Mikið voru þau svöng og dilluðu dindlin- um ótt og títt, en ósköp voru þau klaufaleg. Þau náðu alls ekki utan um spenann með litla munninum, en við skulum reyna aftur, og við reyndum og ég var að þessu bjástri þar til mér fannst þau vera búin að fá fylli sína, þá lét ég þau út, en ær- in fór ekkert frá húsunum og þrisvar þurfti ég að láta lömb- in sjúga, en eftir þenman fyrsta dag virtust þau vera búin að ná tökum á spenunum. milli þess sem ég hjálp- aði lömbunuim gekk ég um fremri hluta eyjunnar og yfir í Grundamesið og hugaði að án um, sem þar voru. Þar virtist allt vera í bezta lagi. Ég labb- aði aftur heim að húsunum og fékk mér að borða. Ósköp var þetta allt undarlegt og eyðilegt að sjá enga manneskju. Mér fanmst ég ekki geta farið heim að bænum, sem ég hafði átt heima í mörg undanfarin ár. En þá var mamma þar alltaf og Valli bróðir. Já, mamma mín, hvað skyldi hún vera að gera núna? Skyldi hún vita að ég er hér aleinn frammi á Borg- areyju, svona lítill eins og ég er. Einhver einmanakennd greip mig. Ég horfði til fjall- anna í austri og vestri. Jú, þau voru þarna öll, þar sem þau höfðu alltaf verið, og bóndabýl in kúrðu sig ýmist stór og reisuleg eða lítil og lágreist, þar sem þau höfðu verið frá fyrstu tíð. En var hér allt ó- breytt? Nei, hér var enginn í bænum okkar, sem pabbi hafði byggt. Hann stóð þama auður og yfirgefinn og bar þess merki að mannshöndin hlynnti ekki lengur að honum, því að þar var farið að hrynja úr veggja- hleðslum, og hurðir höfðu geng ið af stöfum, fénaður hafst þar við á haustin og útigangshross leitað þar sikjóls á vetrum. Þetta vakti allt sárar og ömuæ- legar tilfinningar í huga mín- um. mt egar við vöknuðum þennan morgun og létum féð út hafði verið hið fegursta vor- veður, en þegar lieið að há- degi þyngdi í iofti með all- sterkri suðaustangolu og vatns- lykt úr loftinu, og laust eftir hádegi sleit rigningahhragl- anda öðru hverju fram undir miðaftan, þá fór að rigna án þess að upp stytti eða væru skúraskil. Á meðan var þurrt veður fór ég til ánna, gekk í kringum þær og leit eftir hvort allt væri tíðindalítið. Ég gekk nú heim undir bæinn og suður fyrir hann og að baðstofuglugg anum Ég gægðist inn um gluggann og veit nú ekki vel hve lengi ég lá þarna. Minn- ingar liðinna ára sóttu á hug- ann, ljúfar og hlýjar, og minntu mig á að þá hafði ég verið frjáls og undir öruggri vernd mömmu og pabba. Ein- hver kökkur sótti upp í háls- inm á mér. Ég reyndi að kingja honum og hraðsði mér vestur fyrir bæinn, og fram með bæj- arveggnum að vestanverðu og út að fjárhúsunum. Þá verður mér á að líta út yfir sveitina til Hegraness, Staðarfjalla og Tindastóls. Tindastóls! Þar fyr- ir neðan var Sauðárkrókur, — og þar var mamma. É, iH/.'////i " - Jg leit í allar áttir. Það þyngdi sífellt í lofti og rigning- arþokan færðist niður eftir fjallahlíðunum. Enn leit ég í áttina til Tindastóls og á með- an ég stóð þarna færðist kökk urinn aftur upp í hálsinn og bra-uat ú-t með ofsaigráti. Ég hljóp inn í fjárhúsgarðann og henti mér á grúfu ofan á kodd ann, sem ég hafði undir höfð- inru nóttina áður. Rigningin og auðauíitanáttin höfðu aukizt, þegar leið á daginn. Ég kúrði mig þarna í garðanuim, og ef til vill hefir mér runnið blund- ur á brá. En hvað var þetta? Var ekki einhver hreyfin'g þarna frammi við dyrnar? Ég leit út undan mér án þess að hreyfa mig, undarlega hlýju lagði um huga minn, og ég fann að einhver var þarna hjá mér. Ég þurfti ekki að opna augun til þess að vita það, ég hafði fundið þessi áhrif áður og þekkti þau vel. En af •hverju leyfði hann mér ekki að sjá sig? Á meðan þessi hugs- un fór gegnum huga minn, fann ég að einhver var kom- inn að garðanum til mín, studdi sig vfir garðabandið og horfði á mig. Ég leit upp. Ósköp hafði hann iítið breytzt. Það var sama hýran í auigunum, Skeggið var eins og áður og sama hógværa framkoman, Þarna stóð hann, gamli maður- inn úr Grundarnesinu, um- hyggjusamur og elskulegur eir.s og áður, en þó um leið afskiptalaus um það sem hon- um fannst ekk’ koma sér við. Við það að sjá hann og finna umhyiggju hans gagnvart mér, 13 ára snáða, breyttist andlegt ástand mitt. Ég fann að ég var ekki einn, helduir var fylgzit með mér af góðum vinum, og þegar hann hvarf út um dym- ar, jafn hljóðlega og hanin hafði komið, og ég varð einn eftir, var ég alveg rólegur og öldur geð.áhræringanna voru horfn- Sérðu það sem ég sé? Minningar Hafsteins Björnssonar, miðils VORANNIR í SKAGAFIRÐI an, sem borið hafði um nótt- ina, Hún r.neri sér við fyrir innan dyrnar og kumraði um- hyggjusamlega. og þá röltu inm á eftir henni litlu, hrokk- inhærðu börnin hennar. Ósköp voru þau lítil og rennblaut! Ær- in nam staðar fyrir innán dyrn ar og þau gengu til hennar og jönmuðu auimkunnarlega, en hún laut niður að þeim, rak snoppuna í þau. færði sig yfir þau og dindUlinn á þeim gaf til kynna, að nú væri allt full- komnað og þau væru alsæl. Ég fylgdist með þessari at- höfn og sá að þarna var lífið í öllum sínum einfaldleik, og það lá við að ég öfundaði lömb- in, en af ’hverju? Jú, það var af því að þau voru hjá mömmu sinni. Ég rauk á fætur, það hafði hætt að rigna og þegar ég kom út fann ég að það hafði 'hlýn- að í veðri, loftið hafði hreink- ast og hvar sem litið var lagði að vitum mínum ilm af gró- andi jörð. Ég varð léttur í lund og hugsanir þær, sem höfðu sótt á mig fyri um daginn hurfu sem dögg fyrir sólu. Ég gekk vestur að vötnunum og sá þá að þau höfðu vaxið frá því um morguninn, ég fór síð- an sem leið lá suður eyjuna og kom þar að rofabakka, sem myndast hafði á mörgum ár- um við uppblástur af suðaust- an stórviðrum. u„ E n hvaða skuggi_ kom nú þarna inn í dyrnar? Ég settist upp og um leið þokast hægt og rólega inn í húsið tvílemb- g/ndir einu rofinu var ær og fór ég til hennar, en mér til mikillar undrunar hreyfði hún sig ekki þó að hún yrði mín vör. Ég fór að athuga á- stand hennar og kom þá í ljós að hún var að bera. Ég reyndi að hagræða henni eftir því sem ég hafði vit á, athugaði hvort væri farið að sjást á lambið, í því harðnaði sóttin og klauf- irnar og snoppan komu í ljós. Ég tór nú að toga í fæturna, undurvarlega, því að ég ótt- aðist að annars myndi ég meiða bæði ána og lambið. En ham- ingjan var mér nliðholl í þetta •Skipti. því að um leið og ég tók í fæturna á lambinu kom önnur hríð hjá ánni, og þegar hausinn var kominn var létt verk að hjálpa því inn í ver- öldina. Þegar ég hafði Skilið á milli fór ég fram fyrir ána, tók um höfuð hennar og vék því þannig til að hún gat séð það sem skeð hafði. Það var eins og hún vaknaði af svefni, því að hún rak upp lágan jarm, brölti síðan á fætur og fór að „kara“ lambið Ég settist upp á rofabarðið og horfði á hana meðan hún gekk frá lambinu, en þegar það var staðið upp og farið að sjúga, hélt ég sem leið lá norður og yfir í Grund- arnesið. Þegar ég kom á bakk- ann sem skilur aðaleyjuna og nesið, varð mér litið yfir að Réttarholti, og sá ég þá bæ vinar míns, gamla mannsirns, og stóð_ reykurinn heint upp í loft ið. Ég hélt nú yfir í nesið, fór fyrst syðst á nesoddann og stuggaði við þeim ám sem þanig- að höfðu farið fynr um dag- inn, lét þær renna yfir á bakk- ann bæjarmegin, fór síðan aust ur á bakkann og labbaði út allt nesið þeim megin. egar ég kern á móts við bæ fomvinar okkar frá fynri árum, kemur hann til mín og með honuim var gamli rakk- in.i hans. Fljótt á litið famnst mér honum hafa farið aftur, 'hann var lotnari í herðum en áður og mér virtist hann ekki vera einis fljótur í ferðum, en sami góðleikinn var í svip hans og iasi mér til handa. Þeir löbbuðu við hlið mér út eftir bökkunum, hann og hundurinn, hann virtist líka vera að gá að einhverju, þó að það væri ékki sjáanlegt. Skyndilega nemur hann staðar og bendir mér á eyri sem kom upp úr miðjum vötnunum. Ég sé að það liggur einhver þúst syðst á eyrarodd- anum og tek jafnframt eftir, að ofurlítil hreyfing er á þessu. Eg varð nú allur að augum og fór að glápa á þetta, hélt fyirst að þetta væri maður og kall- aði út í loftið, hvort nokkur væri þarna, en fé'kk ekkert svar nema rámt öakur, og in leið mjakar þústin sér all snöggt áfram og út í vatnið. Sá ég þá hverskyns var, að þetta var selur, urta með tvo kópa. En það kom alloft fyTÍr, sérstaklega á fyrri ánum að sel- ir sóttu fram í Héraðsvötn til þess að kæpa. Einnig munu þeir hafa elt lax sem gekk og gengur enn í Vötnin til þess að komast á hrygninigamstöðvar É, /g fylgdist með ferðum urtunnar nokkra stund, þar sem hún lék sér við kópana. Hún statok sér, en kom síðan upp alllan/gt frá þeim og gang- aði, þeir voru nokkra stund að átta sig á hvaðan hljóðið kæmi, en tóku síðan viðbragð og hent ust til mörnmu sinnar, en um leið og þeir komu að henni var hún komin í hvarf og skaut Framhald á bls. 16. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. maí 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.