Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1969, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1969, Blaðsíða 4
íslenzk nútímaíjóðlist — Ellefta grein óhann Hjálmarsson Stillt og hljótt Fyrri hluti greinar um Jón úr Vör stúlku Steins, er að hún ,,er eins og boðskapur uir. betri og ríkari framtíð mannanna.“ í Stund milli stríða, annarri ljóðabók Jóns úr Vör, sem kom út 1942, biður hann í Sálmi: Sem blómum tveim í túni oss tími og eilífð sé Skáldið yrkir smáljóð, svo fjarri öllu vopnaglamri: Sem félli snoer, sem félli snœr — þín fegurð var svo hrein sem mjöll — sem félli sr.ær voru orð þín öll. (Snær) Um miðjan vetur, minnir á austurlenskan kveðskap: Mér fannst sem snjóaði rauðum og hvítum rósum, mild angan í lofti um miðjan vetur. Hún, sem ég elskaði, kom á móti mér. Blómið við veginn, líkist þess um ljóðum, en Vísan um þig, bendir aftur á móti á þau ljóð, sem Jón átti óort: í grafhýsi fornu þeir fundu rúnastein fyrir sex hundruð árum. 1 langar aldir hafa lœrðir spekingar leitað að ráðningu þess, sem er ritað í steininn. Og nú loks er lausnin fundin. Og sjá: Það er vísan um þig, sem ég orti í gœr. JÓN ÚR VÖR barði fyrst að dyrum með ljóðakveri árið 1937. Hann var bá kunnur af kvseðinu Sumardagur í þorp- inu, sem birst hafð: í Rauðum pennum, 1935. Þarpskveðskap- ur Jóns hófst því snemma og hvað var eðlilegra en þessi ungi Vestfirðingur liti aftur til upp- runa síns. Hann lýsir þorpinu sínu með hlýjum orðum: Morgunninn er svo mildur og hljóðw, máttvana stali biæs af hafi. Við unnarsteina er aldan á skrafi, — allir bátarnir farnir í róður. Það er ekki ónýtt að eiga sér slikt athvarf á awinnuleysis- tímum. Auðfundið er við lestur Ijóða eins og Karlinn í Kafiavík vestra, Fjörukot, Kata gamia í kofanum og Kúa-Rósi, að skáld ið hefur ýmislegt lært af pláss- kveðskap Arnar Arnarsonar. Sú skólaganga varð Jóni úr Vör til heilla. En Jón úr Vör hafði kynnst hættulegri skálduir. en Erni Amarsyni. Fyrsta ljóð bókar- innar, sem er órímað ,minnir á Stein Steinar. Enda þótt Steinn hefði aldrei leyft sér að birta jafn veikt ljóð í hinum nýja stíl þessara ára, er yfir því viss ferskleiki. í ljóðinu er sagt frá rukkara, sem gengur frá húsi til hú.. óvelkominn gestur. Ung stúlka, sem kemux til dyra í „einu glæsilegasta húsinu í bænum' vekur von rukkarans. Hún tekur honum vel þrátt fyr- ir erindi hans: þessi fallega vinnukona sem fann skyldleika okkar í umkomuleysinu, undirgefninni, hún brosir í hug mínum, hlœr í þögninni Ljóðinu lýkur á þessum eft- irvæntingarfullu orðum: Á morgun? Hver veit hvað gerist á morgun? Kannski eitthvað slcrítið, eitthvað fállegt. Hver veit. Ekki þarf að leita lengi í ljóðabókum Steins til að finna hliðstæðu ljóðs Jóns úr Vör, Nægir að minna á f vor, úr Rauður loginn brann, þar sem Steinn yrkir uim stúlkuna, sem hann sér ganga „niður malbik- að strætið", líkir henni við geisla sumarsólar, „sem ekki hverfur þó haustið komi.“ En það, sem mestu máli skiptir við Þau óvæntu hugmyndatengsl, sem hér koma fram, sýna, að Jón úr Vör er farinn að velta fyrir sér nýjum tjáningarmáta; honum nægir ekki einfaldur frjálslegur stíll eða hefðbund- in kveðandi. Kvæði eins og Sorg systur minnar, Vor, Sálmur, Stund milli striða og Blóm eru 511 til vitnis um að Jón úr Vör getur ort laglega í hefðbundnum stíl. Meðal annars vegna þeirra er Stund milli stríða ánægjuleg bók vaxandi skálds. Þá eru ó- talin Ijóðin í seinasta kaflanum sem skáldið kallar Heljarslóð. Jón hafði eftir að Ég ber að dyrum, kom út, ferðast til út- landa, meðal annars um víg- stöðvarnar í fyrri heimsstyrj- öldinni, og að vonum varð þetta ferðalag skáldskap hans til þroska. Við sigurmerkið, er með þekktari ljóðum Jóns. í því seg- ir frá hækjumanni, sem barð- ist í her franska lýðveldisins, féll en hjarði þó. Nú heíur hann ofan af fyrir sér með því að bursta skó ferðamanna. Hann er stoltur af sigurmei’k- inu mikla; orð hans eru í ijóð- inu látin spegla sögu fyrri heim- styrjaldarinnar og reyndar allra styrjalda, tilgangsleysi þeirra. Vopnaður friður, sem er síð- asta ljóðið í Stund milli stríða lýsir sömu reynslu og önnur stríðsljóð bókarinnar. Það er ekki auðvelt að gleyma því ljóði: BÖKMENNTIR OG LISTIR Gömul fallbyssa í grónu virki horfir til himins hljóðu auga, — og fugl hefur gert sitt fyrsta hreiður og valið því stað í víðu hlaupinu. Árið 1951 sendi Jón úr Vör frá sér Með hljóðstaf, sama ár og Með örvalausum boga. Fimm árum áður hafði þekktasta bök skáldsins, Þorpið, komið út. Um ljóðin í Með hljóðstaf, segir skáldið: „Þegar ég bjó Þorp- ið til prentunar, veturinn 1945 og sumarið 1946, voru til í hand riti allmöng kvæði, sem þar áttu ekki heima. Þau, og nokk ur til viðbótar, urðu nú enn fyrir mér, er ég hóf s.l. vetur, að efna til nýrrar bókar, og virtust aftur ætla að verða hornrekur. Það varð að ráði, að ég valdi úr þeim og tveim fyrstu ljóðakverum mínum og setti saman í þá bók, sem hér liggur.“ Lokakaflinn í Með hljóðstaf, heitir Stillt og hljótt. f þessum kafla ec ljóðið Sofandi barn. Nú er barnhð sofnað og brosir í draumi, kreppir litla fingur um leikfangið sitt. Fullorðinn vaki hjá vöggu um óttu, hljóður og spurull hugsa ég mitt. Það glepur ekki svefninn, er gull sitt barnið missir úr hendinni smáu og heyrir það ei. Þannig verður hinzta þögnin einhverntíma. Ég losa kreppta fingur um lífið mitt og dey. Þetta ljóð er án efa með bestu hefðbundnu ljóðium Jóns úr Vör og reyndar hefur hann sjaldan jafn vel ort. Og ekki finnst mér minna vert um litla ljóðið samnefnt kaflanum: Stillt vákir Ijósið í stjakans hvítu hönd, milt og hljótt fer sól yfir myrkvuð lönd. Ei með orðaflaumi mun eyðast heimsins nauð. Kyrrt og rótt í jörðu vex korn í brauð. Boðskapur skáldsins er hér kominn, sá dýrmæti eiginleiki að fara varlega með orð, öskra ekki þrátt fyrir hávaðann, sem alls staðar þrengir að, vera eins og korn í brauð. í Sumardegi í þorpinu, er sagt um morgun- inn, að hann sé mildur og hljóð- ur. í Stillt og hljótt fer sólin milt og hljótt yfir myrkvuð lönd. Verður skáldskap Jóns úr Vör betur lýst en með orðum eins og stillt, milt og hljótt? Sé inngangsljóð Þorpsins ekki talið með, hefst það á ljóði, sem nefnist Hafið og fjallið, hug- leiðingu um lífið í íslensku sjávarþorpi: Yfir okkur gnœfir fjallið bert og grátt og hafið syy gur ögrandi Ijóð. Hvert skal þá halda? í endanlegri gerð Þorpsins, sem prentuð var 1956, er þetta fyrsta erindi Ijóðsins þannig: Þungt gnœfii fjallið yfir okkur bert og grátt, til fangbragða ögra risaarmar hafsins, hvert má pá hálda? Hér verður farið eftir seinni útgáfunni og er þá þess að gæta, að allstórum hluta bók- arinnar Með örvalausum boga, hefur verið bætt við hana og nokkur ljóð úr upprunalegri gerð felld burt. Jón úr Vör seg- ir í eftirmála annarrar útgáfu: „Bók þessi fjallar um uppvaxt arár min og æsku, lifið og lífs- baráttuna í þorpinu, vegavinnu sumuir fjarri átthögum, um venzlafólk mitt og aðra, sem voru mér á eimhvern hátt ná- komnir“. Og Jón bætir við eft- irfarandi orðum, sem sennilega eru einstæð í sögu íslenskrar nútímaljóðlistar: „Allsstaðar er farið frjálslega með staðreynd- ir, enda þótt hvergi sé í aðal- atriðum hvikað frá hinu rétta“ Svona geta fá skáld talað um ljóð sín. Ég kallaði Hafið og fjallið, hugleiðingu. En það, sem er mest einkennandi fyrir Þorpið, er ekki vangaveltur um lífið og tilveruna heldur myndræn frásögn, sagan bak við ljóðin og í þeim. Þetta eru frásagnar- ljóð, náskyld venjulegu óbundnu máli, enda áttu lesendur bók- arinnar erfitt með að kalla hana ljóðabók. Fáir gátu þó neitað því, að hún var sikáld- skapur, fagur í einfaldleik sín- um og raunsæi. Við skulum athuga annað og þriðja ljóð bókarinnar: Vetrar- dag og Útmánuði. Vetrardagur hefst á þessu erindi: Eftir svellaðri vegbrún gengur lágvaxinn maður 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. maí 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.