Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1969, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1969, Blaðsíða 7
byrjaði að þvo fæturna á Yoss- ele, en tókst ekki að ná nein- um sýnilegrum árangri þar eð Yossele gekk að venju berfætt- nr, og þess vegna varð að Iáta litlu fæturna liggja í bleyti í vatnsbata, og Yossele grét Iíka. Klukkan var orðin tólf áður en bóið var að klæða börnin og gera þau ferðbúin, og þá beindi Sara athygli sinni að eiginmann inum, sléttaði úr buxunum hans, þvoði blettina úr jakkan- um h.ans með kerósíni og saum- aði tölu á vestið hans. Að því búnu klæddist hún sjálf og fór í satínkjólinn sinn, sem hafði verið brúðarkjóllinn hennar, og var löngu genginn úr tízku. Klukkan tvö héldu þau út úr húsi og tóku sér sæti í bílnum. Höfum við gleymt nokkru? spurði Sara manninn sinn. Samúel taldi börnin og far- angurinn. Nei, Sara, engu, sagði hann. Dolotzke sofnaði, hin börnin sátu hljóð í sætum sínum. Sara féll líka í mók, því að hún var dauðþreytt eftir undirbúning skemmtiferðarinnar. Allt gekk eins og í sögu þangað til þau voru komin nokkuð áleiðis npp í borgina, að Sara hrökk upp. Mér líður ekki vel — mig svimar svo mikið, sagði hún við Samúel. Mér líður ekki vel heldur, svaraði Samúel, líklega þolum við ekki frískt Ioft. Liklega ekki, sagði kona hans Ég er uggandi um börnin. Og það var eins og við mann- inn mælt, að Dolotzke vakn- aði í þessu volandi og seldi upp. Yossele, sem horfði á, fór líka að gráta. Móðir hans atyrti hann og við það fóru liin börn- in að skæla líka. Bílstjórinn leit illilega á Samúel, sem varð svo miður sín, að hann missti handtöskuna með nestinu og og þegar honum varð Ijóst, hví- líku róti þetta mundi hafa kom- ið á innihald töskunnar, tap- aði hann sér algerlega og sgt þarna eins og skynlaus maður. Sara var að þagga niður í börn- unum, en augnaráð liennar gerði Samúel fyllilega skiljanlegt hvers hann mátti vænta um leið og þau stigju út úr bílnum. Og ekki höfðu þau fyrr fasta jörð undir fótum en Sara beindi að honum skeytinu: Einmitt það, já, hann gat ekki gert sig ánægðan með minna en skemmtiferð! Verði honum að góðu! Þú ert verkamaður og verkgmenn eiga ekkert með að slæpast. Samúel var þegar orðinn mæddur á þessu öllu saman, og svaraði engu, en lijartað var þungt. Hann tók Yossele upp á ann- an handlegginn og Resele á hinn og bar þar að auki tösk- un.a með nestinu, sem var trú- Iega orðið einn hrærigrautur. Uss, elskurnar mínar! Uss, börnin mín! sagði hann. 'Eftir svolitla stund gefur mamma ykkur brauð og sykur. Uss, ver- ið nú góð! — Svona hélt hann áfram að gráta. Sara bgr Dolotzke í fanginu og vaggaði henni á göngunni, en Berele og Hannahle trítl- uðu við hlið hennar. Haim hefur stytt mér ævidag- ana, sagði Sara, megi hiö sama koma yfir hann! Að vörmu spori voru þau komin að skemmtigarðinum. Við skulum finna okkur tré og setjast í forsæluna, sagði Samúel, komdu Sara. Ég hef ekki krafta til að dragast einu skrefi lengra, sagði Sara og lét sig falla eins og hrúgald niður á jörðina rétt innan við hliðið. Samúel ætlaði að fara að segja eitthvað, en sá sig um hönd þegar honum varð litið framan í konu sína. Hún var vissulega aðframkom- in og hann settist niður við hlið hennar án þess að segja orð. Sara gaf Dolotzke brjóst. Hin börnin veltust um í gras- inu, hlógu og léku sér og Samú- el dró andann léttara. Sparibúnar stúlkur gengu um í garðinum og undir trjánum sat fólk í smáhópum. Þarn.a var fall-eg stúlka í hópi aðdáenda sinna og á öðrum stað gat að líta myndarlegan ungan mann umkringdan f jölda stúlkna. Úr laufgaðri fjarlægð garðs- ins barst tregablandinn söngur verkamanns: nærindis stóð mað ur og lék á fiðlu. Sara virti allt þetta fyrir sér og lagði við eyru og smám saman rénaði angur hennar. Að vísu var hún enn sár í huga, en það voru ekki þau sárindi, sem reiðin veldur. Hún var að brjóta líf sitt til mergjar og þegar hún velti fyrir sér lilut-skipti sinu, fannst henni það erfitt og beiskjublandið, og hún var gráti næst þegar hún leit á manninn sinn og liugsaði um þá ævi sem hann átti, og liún lagði hönd sína á hné honum. Samúel sat Iíka hugsi. Hann var að hugsa um trén og rósirnar og grasið og hann var að hlusta á fiðlu- tónana. Og einnig honum var harmur í huga. Ó, Sara, andvarpaði hann, og hefði sagt meira, liefðu ekki regndropar tekiö að falla á sömu stundu, og áður en þeim gafst tími til að hreyfa sig úr stað, var komið sfceypiregn. Fólk tvístraðist í allar áttir: Samúel einn stóð kyrr eins og mynda- stytta. Samúel, gættu að börnunum! skipaði Sara. Samúel þreif upp tvö þeirra, Sara önnur tvö eða þrjú, og þau hlupu í skjól. Aft ur byrjaði Doletzke að gráta. Mamma, svangur! byrjaði Ber ele. Svangur, svangur! vældi Yoss ele. Ég vil fá að borða! Samúel flýtti sér að opna handtöskuna, og sá þá fyrst með eigin augum, hvað hafði í raun- inni gerzt: flaskan var brotin og mjólkin flæddi um alla tösku: brauðsnúðarnir og ban- anarnir voru gegnblautír, og ananasávextinum (sem var skaddaður fyrir) er vart hægt að lýsa með orðum. Sara kom auga á töskuna, og varð svo reið, að hún fann enga leið til að koma fram réttum hefndum við eiginmann sinn. Blygðunar- kennd varnaði henni að æpa og skammast í áheyrn ókunnugs fólks, en hún gekk að honum með hljóðum ofsa hvislaði hún í eyrað á honum: Megi hið sama koma yfir þig, minn góði mað- ur! Bömin héldu áfram að heimta mat. Ég fer yfir að veitingasöl- unni og kaupi mjólkurgias og nokkra brauðsnúða, sagði Sam- úel við konu sína. Áttu virkilega ennþá pen- inga? spurði Sara, ég hélt þeir hefðu allir farið í þetta ferða- lag. Það eru bara fimm sent eftir. Nú, f,arðu þá og vertu fljót- ur. Veslingarnir eru glorsoltn ir. Samúel fór á veitingasöluna og spurði um v-erð á einu glasi á mjólk og nokkrum brauðsnúð- um. Tuttugu sent, svaraði þjónn- inn. Samúel hrökk við eins og hann hefði brennt sig og sneri aftur til konu sinnar, enn beygðari en áður. Jæja, minn góði Samúel, hvar er mjólkin? spurði Sara. Hann vildi fá tuttugu sent. Tuttugu sent fyrir mjólkur- glas og brauðsnúð! Ertu kann- ski gullbarón? — Sara réði sér ekki lengnr. — Þeir rýja okk- ur inn að skinni. Við neyðumst til að selja rúmfötin, ef þig langar í aðra skemmtiferð. Bömin linntu ekki iátum að biðja um eittlivað að borða. En hvað eigum við að gera, spurði S.amúel ringlaður. Gera? æpti Sara. Við förum heim, og það á stundinni! Samúel beið ekki boðanna en tíndi upp eitthvað af bömum og þau héldu út úr skemmti- garðínum. Sara mælti fátt á lieimlcið. Hún lét sér nægja að Iýsa því yfir við mann sinn, að hún mundi jafna við hann m«t- in siðar. Þú skalt fá að blæða, sagði hún, fyrir satínkjólinn minn, fyrir handtöskuna, fyrir anan- asinn, fyrir bananana, fyrir mjólkina, fyrir þessa blessaða skemmtiferð og fyrir alla mína ömurlegu tilveru. Skammaðu mig bara! svaraði Samúel. Þú hafðir rétt fyrir þér. Ég veit ekki hvað kom yfir mig. Skemmtiferð! Það var þá! Það er ekki nema von þú spyrjir hvpð komi næst Fátækur au- virðilegur húfusali eins og ég hefur ekki leyfi til að hugsa út fyrir búð sína. Sara efndi heit sitt þegar þau voru komin heim. Samúel hefði tekið feginshendi við kvöld- verði, eins og hann hafði allt af tekið lionum, jafnvel á krepputímum, en fyrir liann var enginn kvöldverður settur. Hann fór svangur í rúmið, og all.a nóttina endurtók hann í síbylju þessa setningu upp úr svefninum: Skemmtiferð, hu, skemmti- ferð! Svava Jakobsdóttir þýddi. 25. maá 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.