Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1969, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1969, Blaðsíða 11
■þann hluta Englands gegnum sjónvarpshlutverk sín. Fyrsta, stóra hlutverk hennar í sjón- varpsmyndum var í „Jacks and Knavers“, myndar, sem leiddi beint til vinsælustu lögreglu- myndar fyrix sjónvairp, sem birzít 'hefur hjiá BBC, þ.e. „Ze- ars“. Báðar þessar myndaserí- ur gerast í Liverpool og um- hverfi. Hún hefuir líka leikið í tveim U'r leikriitium eftir Liverpool- höfundinn Alun Owen, sem skrif aði kvikmyndahandritið að Bítla myndinni (Þeir eru frá Liver- pool) „Hard Days Niig!ht“. Ár- ið 1964 lék hún í „Progren“, næsta ár í „No Trams to Lime Street“ eftir sama höifund. Árið eftir var hún kjörin leikkona ársins af sambandi Sjónvarpsframleiðenda og — leikstjóra. Árið 1966 lék hún aðalhlut- verkið í kvikmyndaseríu eftir Francis Durbridge, sem hét „A Game oí Murder“. Martin Jarvis sem Jolyon sjötti Það eru ekki færri en sex mismunandi persónur í Forsyte- aögu Galsworthys, sem bera nafnið Jolyon Forsyte. Sá sjötti og siðasti í röðinni er hinn áhrifagjarni og við- kvæmi „Jon, sem verður ást- fanginn af Fleur, án þess að vita að móðir hans, Irene, var fráskilin eiginkona föður Fleur, þ.e. Soames. í hlwtverki Jons sjáum við Martin Jarvis, leikara sem fyrst kvaddi sér hljóðs fyrir fimm áriuim og þ'á með mestu viðurkenningu — Vanbrugh verðlaunin — sem nokkrum manni veitist í The Royal Aca- demy, upp á vasann. Eftir eitt leiktímabil í Man- chester kom Martin til London til að leika í „Galileo Brechts í Mermaid leikhúsinu og seinna sama árið lék hann í „Cockade í Arts leikhúsinu. ' Hann endaði fyrsta ár sitt sem atvinnuleikari í London í því sem reyndist vera leikrit árHns að því sinni „Poor Bit- os“ sem var fært upp fyrst hjá Arts og síðan í Duke theatre. Jarvis hefur ekki orðið skota Martin Jarvis í hlutverki Jon. skuld úr því að fylgja þessum skjótunnu sigrum eftir. Hann hefur leikið meiri háttar hlut- verk í endursýningum á „Pre- sent Lauig'hter" og „The Heir- ess“ í West End: stóðsit frum- raun sína í BBC-sjónvarpskvik- mynd árið 1964 í „Kipling ser íunni, sem náði miklum vin- sældum og hefur siðan enn auk- ið vinsældir sínar á þessu sviði með myndunum „Dr. Who og „Cesar Birrteau“, sem báðar niutu mikillar hylli áhorfenda. Mair.tin Jairvis er ‘kvæntur og gefur sér samt tima til að vera leikritahöfundur, auk þess sem hann leikur. Eftirlætistómstunda gaman hans er að flétta körfur (úr basti) og spila cricket og poker. Susan Hampshire: Fleur. Susan Hampshire skynjar hinn félagslega óróa sögunnar Eftir fyrstu þætti Forsyte- sögunnar virtust sjónvarpsá horfendur algerlega á öndverð um meiði í skoðunum sínum á fyrri konu Soames, Irene. Sum- ir (einkum konur) héldu því fram, að hún væri kaldrifjuð yfirborðsmanneskja, aðrir (einkum karlmenn og þar með talinn höfundurinn sjálfur, Galsworthy) litu á hana sem ómynd þeirrar fegurðar og ynd isþokka, sem oft er hundelt og ofsótt af illgirni og öfund. En um dóttur Soames, Fle- ur, voru engar skiptar skoðan- ir, að henni beindist öll ást hans og metnaður (skyldi nokk ur maður hafa verið jafn sein- heppinn með sitt kvenfólk?) Fleur er frek, spillt og sjálfs- elsk flenna — skoðun sem eng inn er eins innilega sammála og túlkandi hennar, Susan Hampshire. „Mér er sagt að allir hati hana — og það hatur á eftir að magnast áður en yfir lýk- ur — segir hún, og ljómar af ánægju. Það kann að sýnast kynlegt að njóta þess að vera hataður — þótt gegnum aðra persónu sé, en það voru einmitt hinir fráhrindandi eiginleikar Fleur, sem gerðu hlutverkið aðlaðandi í augum Susan. „Þegar ég las bækumar hugs aði ég með mér: Loksins, tæki- færi til að móta eitthvað, til að sleppa frá þessum tilþrifalausu hlutverkum, sem er svo erfitt að leika, en enga viðurkenin- ingu veita. Dansari Hvað ætlli framleiðandinn, Donald Wilson, hafi haft í huga þegar hann valdi Susan ... „Min eigin kenning er sú, að hann hafi ósjálfrátt látið það hafa áhrif á sig, að þegar hann kom til okkar fyrsta fundar á veitingastað í West End, stóð hann mig að því að tala frönsku við þjónana. Eg er jafnvíg á ensku og frönsku og enda þótt Fleur þurfi ekki að segja orð á frönsku er móðir hennar frönsk. Þessi skýring hefur a.m.k. þann kost, að skv. henni þarf ekki að vera að við Fleur höfum augljóslega þótt svo andlega skildar — segir Susan, og brosir spotzk. Fljótt á litið minnir hún meira á Irene en Fleur — tá- grönn, næstum loftkennd, stór tinnudökk augu og ljóst hár sem þyrlast í allar áttir (á svið- inu er hún bæði með svarta hárkollu og „stoppuð upp — þar sem Fleur er sögð bústin í sögunni). Flest í fari hennar er mildi- legt, næstum hikandi — en undir þessu yfirborði blossar eldheit einstaklingshyggja. Hún er áreiðanlega eina brezka leikkonan, sem þríveg- is hefur þegið boð til Holly- wood, til M.G.M., 20tih Century Fox og Walt Disney, til þess að undirskrifa samning — en jafn oft snúið heim aftur án þess að undirskrifa. (Samt hefur hún gert 2 myndir með Disney, „Hin níu líf Thoma inu“ og ,„Ridd- arinn baráttuglaði frá Done- gal) Vinir mínir sögðu þá og hafa oft sagt það síðan, að mér hafi orðið á mistök. En mér fannst ég ætti enn svo mikið ólært, og ef ég yrði innilokuð í ein- hverjum upptökusal í Holly- wood, kæmist ég aldrei þaðan út aftur — segir hún. Hún hóf feril sinn sem dans- ari — en það var víst aðal- lega til að þóknast móður henn ar, sem einnig hafði verið dans- ari. Tækifæri „Ég var fegin, á laun, þegar ég tók út fullan vöxt og reynd- ist of hávaxin til að dansa, vegna þess að mig hafði alltaf langað til að verða leikkona segir Susan. Hún greip fyrsta tækifærið sem henni bauðst á leiksviði, sem var dvergsmátt hlutverk í söngleiknum „Expresso Bon- gó“ fyrir sex árum, hún sagði tólf setningar — „og margur hefur nú byrjað með minna“, segir hún og kímir. Síðan hefur hún leikið á sviði í „FoHlow tihat girl“ og tveim- ur fremur umdeildum leikrit- um, „Fairy Tales of New York“ og „Ginger Man eftir Donle- avy“. Fyrir skömmu giftist hún franska kvikmyndastjóranum Pierre Granier Deferre, sem hún kynntist í París þegar hún vann undir hans stjórn að myndinni „Paris in August". „Við ætlum að akipta árinu till helminga miiili London og Parísar segir Susan. En líf Susan Hampshire hef- ur ekki allt verið dans á rós- um, hún er kannski ekki al- veg eins upptendruð og ætla mætti um verðandi brúði rétt fyrir brúðkaupið, en það er þá vegna þess, að hún hefur orð- ið fyrir þungum áföllum í einka lífi s.l. misseri. Fyrir tveimur árum dó faðir hennar — en Su- san hafði einmitt verið auga- steinninn hans — eftir langvar- andi sjúkdómslegu, skömmu síð ar veiktist móðir hennar og Susan hjúkraði hernni sjálf til hinztu stundar. „Ég var að vona að ég lifði að sjá hana í brúðkaupinu mínu segir Su- san hljóðlega. Hveitibrauðsdögunum var slegið á frest þar til filmun Forsytesögunnar yrði lokið en, eins og Susan orðar það: „Sag- an sú er orðin samgróin manns eigin lífi. Órói Líkt og hinir leikararnir, sem vinna að kvikmyndun Forsyte- sögunnar, hefur Susan legið yf ir The Illustraded London News, til þess að drekka í sig tíðarandann, þegar hér er kom- ið sögu á það við tímabilið eft- ir lok fjTri heimsstyrjaldar: „Maður fær fyllri mynd af klæðaburði og tízku, lífsvenj- um og hugsunarhætti kvenna á þessum löngu horfnu dögum segir hún. Þegar lengur er talað kem- ur á daginn, að hún hef- ur skynjað hina djúpu félags- legu óró sem gerjaðist undir niðri, undir sléttu yfirborði yf- irstéttarlífsins ... „Allt var að breytast hröð- um skrefum, stéttaþjóðfélagið var að hrynja — hinir ríku voru orðnir smeykir um for- réttindastöðu sína og hinir snauðu ætluðu ekki að halda áfram að vera snauðir. „Fleur var í engri snertingu við veruleik umhverfisins, hún lifði innilokuð í eigin veröld. Og það setur sitt mark á við- horf hennar til lífsins, hjóna- bandsins ... og ef ég get gert það skiljanlegt, þá breytir sú vitneskja allri minni meðferð á hlutverkinu, enda þótt það ger ist e.t.v. án sérstakrar yfirveg- unar, þar er erfitt, og kannski tilgangslaust, að skilgreina ná- kvæmlega hvemig inaður skynj ar framandi hlutverk — það bara gerist, segir Susan Hampshire að lokum. iinn á báti Framhald af bls. 3. á Suður-Ky-rrahafseyjunum. Hjá Fijiönum muldi ung stúlka rótina með stálstauk í morteli, sem holað hafði verið í stór- an trjáboh Þennan mulning fór hún síð- an með í ,,bure“. eða strákofa, þar sem hún helti honum í tré- skál eina mikla, sem stóð á fjór um fótum. Ég settist ásamt Fijimönnunum flötum beinum á gólfið umhverfis þessa stóru 9kál og höfðum við undir okk- ur strámottur. Einn mannanna hrærði stöð- ugt saman í skálinni vatni og hinini muldu rót, þar til þetta var orðið eins og þyfck leðja. Hann veiddi nú upp þræði og óhreinindi og jós síðan uppúr Skálinni með ausu og bauð mér að drekka úr fyrstu ausunni. Ég klappaði saman lófunuim þris- var sinnum og tók síðan við ausunni af honum og drakk úr henni og sagði: — maca — en það þýðir að ég hafi drukkið til botns og ausan sé tóm. Þetta sama endurtók sig við hvem mann í hringnum. GENGIB Á FJÖRUR í I.EIT AÐ HÖRPCDISKUM Ég vaknaði snemma morguns við það, að það rakst eittihvað hartcalega í skipssíðuna. Ég þaut upp á dek'k til að athuga, hvað þetta væri, og það reynd- ist vera kunmingi minn, Dick Johnston, bandarískur jaktar- karl, sem var eins og ég að ferðast á seglum um Kyrrahaf- ið. Hann hafði synt úr landi og út að Dove til að rabba við mig nokkra tíma, en hann var viku um borð. Þannig er lífið á Fiji. í Lautoka eignaðist ég nýj- an ferðafélaga. Joliette hafði orðið fyrir bíl á Suvak og ég saknaði hennar og fékk mér nú annan kettling, mánaðar gaml- an. Það má kallast óvenjuleg framsýni að ég skyldi gefa honum nafnið Avanga, sem er Tonganmál og þýðir — sá sem haldinn er illum öndum. Av- anga breytti aldrei þeirri skoð- un sinni, að ég væri afleitur húsbóndi og lét þessa skoðun iðuí'ega í 'Jljós með 'kjafti og klóm. Við héldum frá Fiji í all- hvössum suðvestan vindi, sem var aftan til við þvert og Dove lagði þessar 550 sjómílur frá Fiji til Vila á Nýju-Hebreds- eyjum að baki á fjórum og hálf um sólarhring og er það mjög hröð sigling. Faðir minin flaug til Nýju Hebridseyjanna til að hitta mig þar og hafði ég þá ekki séð hanm í rúmt ár Við ákváðum að dvelja sam*n fáeinar vik- ur. (Niðurlag í næsta blaði) Útgeíandi: Hjf. Amkar, Reykjavák. Frárnkv.stjHaraldur Sveinsson. Rltstjórar: SigurSur Bjamason frá Vigur. Alatthias Johannessen. Eyjólfur Konráö JónsiOn. Ritstj.fltr.: Cisli Siguií.r-on. Auglýsírtgar: Árni GarSar Kristinsson. Ritstjórn: ASalstrœU 8. Simi HilCJ. 25. maí 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.