Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1969, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1969, Blaðsíða 6
Til Ameríku jóru ungir menn jyrir áratugum til að vinna sér fyrir duggum og kútterum, kvöddu ættmenn sína og unnustur og lögðu á hin miklu höf. Aðeins einn þeirra hefur komið aftur lieim með líkkistu handa móður sinni, en of seint, því Henríetta gamla dó um haust, en hann kom ekki fyrr en um vorið. Svo lengi sem munað varð, hafði hún búið í Hlíðarkotinu sínu, oc, þaö hrörnaði eins og hún sjálf, enda hætt að geta stungið kál- garðinn sinn. Það er alltaf mikill viðburður í litlu þorpi, þegar strand- ferðaskipið kemur, prúðbúið fólk gengur um og spyr, hvar sé hœgt að kaupa mjólk og harðfisk, og litlir strákar gerast leiösögumenn. Ætli maður muni ekki daginn, þegar Ameríku-Jói kom, gamalmenni með svarta líkkistu og ók henni heim að Hlíðarkoti á handvagni, sem hann fékk að láni hjá Verzluninni. Við fylgdum í humátt, eins og hógvœrir syrgjendur. Og þessi einkennilegi maður, sem talaði við alla, eins og hann hefði aldrei farið burt, spurði engan að œtt né heiti, gekk í fjöru og fékk hausa og kútmaga í soöið, nefndi aldrei Ameríku á nafn. Oft kom hann á skóaraverkstæðið til föður míns og las fyrir hann úr Njálu, snjáðri bók, sem hann hafði farið með að heiman, og móður mína bað hann að sauma fyrir sig kú- skinnskó, hvar sem hann nú hefur fengið skæðin. Nei, hann hafði aldrei farið að heiman. Hann svaf í líkkist- unni, sem hann kom með, og í henni dó hann nókkrum árum síðar í gamla kotinu, þar sem móöir hans hafði búið. Á stein þeirra í kirkjugarðinum hafði hann látið höggva: FÖGUR ER HLÍÐIN S. Libin, sem hét réttu nafni Israel Hurwitz, var rússneskur Gyðingur að uppruna, en dvaldist mestan hluta ævi sinnar í Bandaríkjunum. Þar lézt hann árið 1955. Hann var þekktur fyrir smásögur sínar, þar sem hann lýsir kjörum fátækra Gyðinga stórborganna. Sögur sínar skrifaði hann á jiddísku. Steinn Steinarr sagði í við- tali, sem Jón Óskar átti við hann fyrir tímaritið Birting ár- ið 1955, að Jón úr Vör væri „a'llgott skáld og býsna ný- tízkulegur." Steinn bætti við: „Það er nauimaist á nokkurs ann ars manns færi að þræða það einstigi milli skáldskapar og leirburðar sem hann fer“. Þetta eru hörð orð, fljótt á litið, en rétt er að taka þau frekar sem hrós en kalla þau níð. Steinn gerði sér að sjálfsögðu grein fyrir því hve ljóð Jóns stóðu nálægt venjulegum prósa, og af þeim sökum talar hann um leir burð. I augum Steins átti skáld skapurinn að vera „upphafinn", eitthvað í líkingu við það, sem hann sjá'lfur leitaðist við í Tím- anum og vatninu. Hitt er hverju orði sannara, að Jón úr Vör siglir oft á milli skerja, til dæm is í Fögur er hlíðin. En þeir, sem lesa þetta ljóð, munu kom- ast að raun um að búningurinn hæfir fyllilega efninu. Það er ekki auðvelt að hugsa sér ljóð- ið öðruvísi. Stundum er talað um form- byltingu í íslenskri ljóðagerð. Ég hef vantrú á þessu orði, en ef til vi'll á það vel við um skáldskap Jóns úr Vör. Það er ekki hugsunin heldur formið, sem veldur því hve sérstæður Framhald á bls. 18. Spurðu Samúel húfusala, bara svona til gamans, hvort hann vilji koma með þér í skemmtiferð! Iiann rýkur á þig eins og þú hefðir boðið honum rólutúr í hengingarólinni. Sann leikurinn er sá, að hann fór einu sinni með Söru sinni í skemmtiferö, og aumingja mað- urinn gleymir því ekki svo lengi sem hann lifir. Það var á hvíldardegi á á- liðnum ágústmánuði. Samúel kom heim úr vinnunni og sagði við konu sína: Sara mín! Nú, bóndi minn! svaraði hún. Mig langar til að gera mér dagamun, s,agði Samúel og var engu Iíkara en liann óttaðist dirfsku þessarar hugdettu sinn- ar. Hvers konar dagamun? Ætl- arðu í sundhöllina á morgun? Hu! Hvaða skemmtun er nú í því? Nú, hvað hefurðu þá hugsað þér til tilbreytingar? Glas af ísvatni með kvöldmatnum? Ekki það heldur. Heila sogpípu? Samúel neitaði þessu með því að hrista höfuðið. Hvað í ósköpunum getur þetta verið, sagði Sara undrandi. Ætl arðu að ná þér í hálflíter af bjór? Hvað ætti ég að gera við bjór? Ætlarðu að sofa uppi á þaki? Vitlaust enn! Kaupa meiri karbósýru til að útrýma pöddunum? I>að væri ekki svo vitlaust, sagði Samúel, en ekki hafði ég það í huga heldur. Jæja, þá, hvað er það í ham- ingju bænum! Tunglið? spurði Sara og var nú farin að missa þolinmæðina. Hvað hefur þér svo sem dottið í hug? Komdu því út úr þér í eitt skipti fyrir öll! Og Samúel sagði: Sara, þú veizt að við erum meðlimir í verkalýðsfélagi. Skyldi ég vita það! — Svip- ur Söru lýsti í senn undrun og skelfingu. — Það er ckki einu sinni vika liðin síðan þú borg- aðir þangað heilan dollar og ég gleymi því ekki svo glatt, hvað það kostaði þig að bæta okkur það upp. Hvað er að núna? Vilja þeir annan? Gettu betur! Út með þ.að! Ég vil, að við, Sara. . stam- aði Samúel — förum í skemmti- ferð. Skemmtiferð! æpti Sara, er það nú orðin einasta óskin þín í Iifinu? Sjáðu nú til. Sara, við vinnum og stritum árið um kring. Þetta er ekkert nema erfiði og áhyggj ur, áhyggjur og erfiði. Kallarðu það að lifa! Höfum við nokk- urn tima unnt okkur minnstu skemmtunar? Nú, hvað á að gera? sagði kona hans og hafði nú lækkað róminn. Sumarið er bráum búið og við höfum ekki augum litið svo mikið sem eitt grænt gras- strá. Dag og nótt sitjum við og sveitumst í skugganum. Það er svo sem satt, sagði kona lians og andvarpaði, og Samúel óx að raddstyrk: Við skuíum fara í skemmti- ferð, Sara. Við skulum nú einu sinni veita okkur ánægju og leyfa börnunum að and,a að sér fersku lofti, tilbreytingar skul- um við unna okkur, þó ekki sé nema í fimm mínútur! Og livað mun það kosta? spyr Sara snögglega og Samúel er fljótur að reikna út nauð- synjaliði. Fjölskyldufargjald kostar bara þrjátíu sent, það gildir fyrir Yossele, Rivele, Hannahle og Berele: fyrir Resele og Dol- etzke þarf ég alls ekkert að borga í fargjald. Fyrir þig og mig kostar það tíu sent þang- að og tíu sent heim — þetta verða fimmtíu sent. Svo reikna ég með þrjátíu sentum í nesti handa okkur: einn ananas (skaddaður kostar ekki meira en fimm scnt), nokkrir banan- ar, biti af melónu, mjólkur- flaska handa börnunum og nokkrir brauðsnúðar — allt í allt ætti þetta ekki að kosta okkur meira en áttatiu sent. Attatíu sent! í öngum sínum skellti Sara saman lófum — Á því gætum við lifað í tvo daga og þetta er nærri heils dags- laun. Það er hægt að kaupa notaðan ísskáp fyrir áttatíu sent. Það er hægt að kaupa þér buxur — áttatíu sent. Talaðu ekki þvílíkt bull, sagði Samúel og var nú kom- inn í uppnám. Áttatíu sent gera engan mann auöugan. Það mun ar okkur engu hvort við höfum þau eða höfum þau ekki. Einn einasta dag ævinnar verðum við að fá að lifa eins og fólk. Svona nú, Sara, við skulum fara. Við munum sjá heilmargt fólk og við skulum virða það fyrir okk ur og horfa á hvernig það skemmtir sér. Þú hefur gott af að sjá þig um að koma á stað þar sem eitthvað er um að vera. Segðu mér, Sara, hvað hefurðu séð af því sem vert er að sjá síðan við komum til Ameríku? Hefurðu séð Brokklyn-brúna? eða Central Park? eða Baron Hirsch-sundlaugina? Þú veizt sjálfur að það lief ég ekki, greip Sara fram í, ég hef engan tíma til að skoða mig um. Ég rata ekkert nema héðan og út á sölutorgið. Og við hverju býstu þá? hróp aði Samúel, ég væri jafnmikill græningi og þú, ef ég hefði ekki verið nauðbeygður til að leita mér alls staðar að vinnu. En ég veit, að Ameríka er gríð arlega stór. Svo er kreppunni fyrir að þakka, að ég veit, að til er gata sem heitir Áttunda gata, og önnur sem heitir Hundrað- og Þrítugasta gata þar sem tinverksmiðjan er, og Áttugasta-og fjórða gata með eldspýtnaverksmiðju. Ég þekki hvert öngstræti í nánd við Heimsbygginguna. Ég veit hvar endastöð sporvagnanna er. En þú veizt ekkert, Sara, þú ert engu nær nú en daginn sem við stigum á land. Við skulum fara, Sara, ég er viss um að þú sérð ekki eftir því. Jæja, þú hefur bezt vit á þessu, sagði kona hans og i þetta skipti brosti hún. Við skul um fara. Og þannig atvikaðist það, að Samúel og kona hans ákváðu að fara í skemmtiferðina með verkalýðsfélaginu daginn eftir. Morguninn eftir fóru þau öll miklu fyrr á fætur en þau voru vön á sunnudagsmorgni, og það ríkti mikill hávaði, því að börnin voru tekin og hvít- þvegin miskunnarlaust. Sara bjó bað handa Doletzke og Dolet- zke öskraði svo að þakið ætl- aði að rifna af húsinu. S.amúel 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. maí 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.