Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1969, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1969, Blaðsíða 20
-Oókmenntakönnun er víst feikn mikil vísindagrein og ekki auðveld. fslendingasögurnar hafa orð- ið ekki einiungis innlendum Iheldur og furðu mörgum er- lendum bókmenntafræðingum allkært rannsóknarefni, ef marka má öll þau býsn rit- gerða og bóka, sem komið hafa út til skýringar á þessum formu ritum. Væri fróðlegt að vita tvennt: hvað umbúðirnar eru orðnar stórt margfeldi af kjam- anum, sem kannaður er, og Ihversu mörg dagsverk eru kom- in í umbúðirnar. Vissulega er stundum gaman að fylgjast með rölkvísi þessara sikarpgáfuðú vísindamanna, jafnvel þó að niðurstöður verði litlar eða eng- ar, fullar sannanir fáist aldrei, bvo sem um höfund Njálu. Nema að beint samband næðist við Ihann. Hefur það aldrei verið reynt? Nú eru það ekki aðeims forn- bókmenntirnar, sem fá smjör- þefinn af þessari könmunarár- áttu, og það eru heldur ekki eingöngu sprenglærðir visinda- menn, er láta til sín heyra á þessum vettvangi. Kemur sér vel fyrir okkur leikmenn, ef við skerumst í leikinn, að okk- ur er vorkunn þó að við skripl- um á vísindabrautinni. U ndanfarið hefur verið deilt um Dalvísu Jónasar, sem Ihann mun hafa ort í Sórey ár- ið 1844, hvort hún eigi við Gljúfrabúa í Öxnadal eða foss- inn í Gljúfrá hjá Hamragörð- um undir Eyjafjöllum. Ætla mætti, að menn ættu erfitt með að skilja, þegar Jón- as segir: — „yður hjá eg alla stund uni bezt í sæld og þraut- um“, — og — „verið hefur vel með oss, verða rnun það enn þá lönguim", — þá sé hann að hjala við unaðssemdir náttúr- unnar á stað, sem hann sá að- eins í tvö skipti og aldrei dval- ið við til lengdar. Sumarið 1837 fór Jónas rann- eóknarferðir um Rangárvalla- sýslu og dvaldist við það um 3 vikur með aðalaðsetur hjá Tóm- asi vini sínum á Breiðabólstað. Því miður eru dagbækur Jón- asar frá þessum ferðum glatað- ar, og getur því hver sem er ætlað honum 3tundirnar, hvað hann hafi klipið langan tíma af þessum 3 vikum, sem hanin hafði til rannsókna á allri sýslunni, til dvalar við fossinn í Gljúfurá og síðan ort um hann einan allra fossa í Rangárvallasýslu!! Ásgeir L. Jónsson Þvælan um Gliúfrabúa Hitt skiptið, sem Jónas var þarna á ferð, var 14. júlí 1842, þá á leið til Austurlands. Flestum mun þykja trúlegra, að í útlegðinni hafi huigur skáldsins frekar hvarflað til vinarins, Gljúfrabúa æskustöðv anna, en þessa foss í Gljúfrá. Þetta væri eðlilegt almennt sjónarmið, en að sjálfsögðu eng- in sönnun, frekar en „rökin“ fyrir höfundinum að Njálu. Sumarið 1929 fór ég í fyrsta sinn um allt svæðið milli Eyja- fjalla og Fljótshlíðar, og mældi þá stóran hluta þess til korta- gerðar. Síðan hef ég mörgum sinnum verið þarna á ferð, og þykist því allkunnugur á þess- um slóðum. Þrátt fyrir þetta, hef ég aldrei rekist á „fífu- sund“, enda ekki þess að vænta. Á þessu svæði er ekki til jarð- vegur og hefur ekki verið til í aldaraðir, ef til vill aldrei ver- ið til, er hentar vel fífu. Hún er aðeins til sem slæðingur. Þá vantar og algerlega „sunda“- landslag. Það mun víðsfjarri, að skáldið Jónas hafi getað feng- ið náttúrufræðinginn Jónas til að viðurkenua fífusund á þess- um slóðum, og vissulega hefur skáldið ekki þurft á hortitt að halda. lr ar sem Jónas var Norð- lendingur og einnig náttúru- fræðingur þarf ekki að leika vafi á, hvaða merkingu hann leggur í orðið fífusiund, sem sé blautt mýrarsund á milli ása eða ‘hæða, hvítt yfir að líta um blómgunartímann. Fífusund er t.d. að finna í Borgarfirði, á Snæfellsnesi, á Norðurlandi, á Héraði og sums staðar á heið- um uppi. Fífusiæðing er hins vegar að finna víðast hvar um landið. Þá er næst „grösug hlíð með berjalautuim.“ Undir Eyjafjöll- um er hvergi berjaland, nema á stöku stað hátt til heiða, fynr en kemur inn í Langanes um 14 til 15 km innan við Gljúfrá. í Fljótsihlíðinni er mér ©kki kunnugt um berjaland fynr en inn í Þórólfsfelli. Berjaslæðing- ur er til á Hólmabæjum og nokkuð upp eftir hólmunum, en það er allt flatlendi og fellur því ekki undir lýsinigu Jónasar. Að síðustu er það „dalurinn", sem menn greinir á um, hvort eittihver't nafn hafi borið eða ekki. Hér verður ekki rætt um nafnið, en lítið eitt vikið að daln um. Hvar er endi hans að utan (neðan)? Að sjálfsögðu tak- markast dalurinn af Fljótslhlíð og Eyjafjöllum. Hlíðarmegin er bærinn Hlíðarendi. Gegnt hon- um að sunnanverðu (Eyja- fjallamegin) beygja Fjöllin all- mikið (um 50 gráður) til suð- urr3, og mynda um leið h.b. 85 gráðu horn við stefnu Fljóts- hlíðar. Almennt séð er naumast hægt að tala um að dalurinm nái lengra. Sé hann hinis vegar lát- inn ná alla leið að Seljalands- múla, þá er hinn umdeildi foss annað tveggja um 6 km utan (neðan) við dalinn eða yzt í honum, og um leið væri þá ná- granninn, Seljalandsfoss, sem flestum mun þykja tilkomu- meiri, einnig í dalnum. Þegar hér er komið, er ekki hægt annað en spyrja: Ef Jón- as hefur verið að yrkja um þennan dal, hvernig í ósköp- unum gat hann þá látið vera að minnast Seljalandsfoss og þó sérstaklega hins fríðasta og sér- stæðasta náttúrufyrirbæri dals- ins, Þórsmerkur? c UJ umurn virðist að orðin „Hnjúkafjöllin himiniblá, hamra- garðar, hvítir tindar,“ bendi til Eyjafjalla og Tindfjalla. Vissiu- lega er þetta því nær eina stað- háttalýsingin, er gæti átt við umrætt landsvæði. En hversu mörg vetrardægur hefur ekki skáldið verið bergnumið við að horfa á nákvæmlega þessi sömu fyrirbæri á æskustöðvum sínum? Hraundranigar og aðrir fjallatindar í Öxnadal, vetrar- skrýddir, gnæfandi upp í him- inblámann, hafa orðið fleirum en Jónasi Hallgrímssyni miinn- isstæðir. Það sem þegar hefur verið bent hér á er aðeins það, sem flesitum athugulum mönnum miun liggja í augum uppi, en vegna þeirra, er ef til viil vilja hvorki sjá né skilja, skal að lokum bent á nokkrar heimildir, til að glíma við: 1. Árið 1951 andaðist merk- ur maður, Sæmundur Einars- son í Stóru-Mörk undir Eyja- fjöllum (f. 1872) Sæmundurvar greindur, fróður og athugull. Hann kvað nafnið Gljúfrabúi hjá Hamragörðum vera tilorðið fyrir áhrif frá Dalvísu Jónasar. 2. Á uppdrætti herforingja- ráðsins danska, sem gerður er eftir mælingum frá árinu 1907 s-tendur nafnið „Gljúfrafoss" við Gljúfrána. Vissulega eru marg- ar nafnaskekkjur á uppdrátt- um herforinigjaráðsins, einkum á örnefnum fjarri mannabyggð- um, en slíkt kemur naumast til greina á þessum stað, sem var og er á fjölfarinmi leið skammt frá bæjarvegg. 3. Carl Kúohler ferðaðist mik ið um ísland og skrifaði að minnsta kosti 3 bæteur um þau ferðalög. í einni þeirra, „Unter der Mitternachtssonni durch die Vulkah und Gletscherwelt Islands", sem kom út í Leip- zig 1906, er mynd af umræddum fossi, og undir henni stendur (sjá 'bls. 56) „Der Gljúfráfoss". Hið saima er í lesimáli. Kúchler var þarna á ferð suimarið 1905. Leiðsögumaður hans varBjarni Jónsson frá Vogi. Hann var fædd-ur í Miðmörk (skammt frá fossinum), og þótt hann færi þaðan aðeins 4 ára gamall, er engin fjarstæða að ætla, að hann haifi haft noklkurn áihuga á að kynnast þessum fyrstu æskustöðvum sínum. Er alls ekki ósennilegt, að hann hafi meðal annars heyrt foreldra sína segja frá fossunum undir Eyjafjöllum. 4. Paul Herrmann ferðaðist einnig mikið um ísland og rit- aði 2 bækur um ferðir sínar, söguþætti íslendinga og lifnað- arhætti. Önnur bókin er í 3 bindum, alls rúmar 1000 síður. Er hún talin ein hin gagnmerk- asta ferðabók, sem útlendingur hefur ritað um Tsland. Leiðsögu maður hans var Ögmundur Sig- urðsson, er verið hafði í mörg ár í ferðum með Þorvaldi Thor oddsen, einn af þrautkunnug- ustu mönnum um landið á sín- um tíma, og vandur að heim- ildum. 1 bók P. H.: Island II. bindi sem kom út í Leipzig 1907, seg- ir svo á bls. 63: „5. júlí 1904“ — „Leiðin lá“ — „fram hjá hinum litla yndislega Gljúfrár- fossi, og litlu síðar fram hjá Seljalandsfossi, sem er stærri“. 5. I bókinni Bidrag til en historisk — topografisk Be- skrivelse af Island eftir Krist- ian Kalund, eir út kom 1877, segir m.a. svo: „Först kommer den nydelige lille Gljuvrafoss (Gljúfrafoss)“. Sjá bls. 268. Ká- lund gerir eftirfarandi grein fyrir þessu ritverki sínu: Verk- ið styðst aðallega við það efni, sem höf. safnaði við tveggja ára (1872—74) dvöl á fslandi. Þetta þannig fengna efni“ — „er síð- an með ýmsu móti aukið og end- urbætt, fyrst og fremst við stuðning sóknalýsinga, er geymdar eru í skjalasafni Hins íslenzka bókmenntafélags“ —-og — „ýmis óprentuð verk eftir Jón Ólafsson frá Grunnavík, Skúla Magnússon landfógeta, Svein Pálsson lækni, svo og skáldið og náttúrufræðinginn Jónas Hallgrímsson.,, (Undir- strikað af mér, Á.L.J.). Sýnilega hafa allir þessir er- lendu fræðimenn aflað sér góðra heimilda. Kálund gerir grein fyrir sínum heimildum ,og ná- kvæmar en að ofan getur. Leið- sögumenn hinna tveggja voru það kunnir fræðimenn, að flest ir miunu leggja meiri trúnað á þær upplýsingar, sem þeir gátu veitt eða aflað, en ágizkanir eða óskhyggja nútíma manna. Allir hafa þessir erlendu menn fengið upplýsingar um að foss- inn í Gljúfrá heiti Gljúfra- eða Gljúfrárfoss. 6. í lögfestu fyrir jörðinni Hamragörðum frá 30. maí 1866 segir: — „sjónhending, þar til sést opinn Gljúfurárfoss". 7. Árið 1968 gaf Rangæinga- félagið í Reykjavík út bók: Rangárvallasýsla Sýslu- og sóknalýsing Hins íslenzka bók- menntafélags. í lýsingu Stóra- dalssóknar, sem rituð er af sóknarprestinium, séra Jóni Jóns syni, árið 1840 (þ.e. 4 árum áð- ur en Jónas kveður Dalvísu) stendur á bls. 57, þar sem er skrá yfir ár og fossa í sókn- inni: „Gljúfursá hefur sín upp- tök á takmörkum Neðradals- og Hamragarðaheiðar og renn- ur til V. ÚS. í Markarfljót“. — „Gljúfurárfoss rennur ofan af hárri fjallsbrún hér um 30 faðma“ Á bls. 59 stendur: „Hamragarðar“ — „stendur und ir háu fjalli milli Gljúfunsár og Seljalandsár": — F J-^g kaus að safna sem flest um heiimilidiuim þó að færri mæ'btu duga, til að kveða niður þetta fáránlega nafn- brenigl á Gljúfránfossi með sérstöfeu tilliti tifl. Dailiví&u Jónasar. En þetta er aðeins sýni af þeim faraldri, sem virð- ist færaat í aulkana, að ka&ta fram himum og öðrum tilefnis- lausum getgiátuim ag reyna með timanum að gera úr þeim „sannindi" eftir nóigu mairigar endurtdkningar. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. maí 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.