Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1989, Blaðsíða 32
1 ÞRÚSTUR 68-50-60 VANIR MENN LOKI Vill hún ekki opin-Bera? Loönu landað í Krossanesi við Akureyri í gærmorgun. DV-mynd gk Sigla í tæpa tvo sólar- hringa með aflann Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Þrátt fyrir að loðnuveiðisvæðið þessa dagana sé nærri Vestmanna- eyjum hefur loðna verið að berast til Krossanesverksmiðjunnar við Akur- eyri til bræðslu. í gær komu þangað tveir bátar, Örn KE og Súlan EA, og voru bátarnir með samtals um 1500 tonn. Sigling af miðunum við Vestmannaeyjar til Krossaness við Akureyri tekur hátt í tvo sólarhringa. Steingrímur J. Sigfusson: Gæti dregið til tíð> inda í Arnarflugs- málinu í dag Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra segir að til tíöinda geti dregið í Amarflugsmálinu í dag. Greinileg alvara var komin í viðræð- ur Flugleiöa og samninganefndar samgönguráðherra í gærkvöldi. Fundað var megnið af deginum í gær og um miðnættið kom ráðherra skyndilega á fund nefndarinnar og fundaði með henni í nótt. Samninganefndin heldur fund með Flugleiðamönnum í hádeginu í dag. Líklegast heldur hún líka fund með Arnarflugsmönnum. Um það hvort ágreiningur sé í rík- isstjóminni um Arnarflugsmálið segir Steingrímur J. Sigfússon að svo sé ekki. Jón Baldvin Hannibalsson sagði hins vegar í blaðaviðtali í gær að meirihluti stjórnarinnar væri ó- sættur í málinu. „Það er enginn ágreiningur á milli mín og Jóns Baldvins eða annarra ráðherra í þessu máli. Það er ein- róma niðurstaða í ríkisstjóminni að reyna þessa leið sem nú er reynd og ræða við Flugleiðir." -JGH Veðrið á morgun: Kvöss norðan- Á morgun verður norðanátt á landinu, sumstaðar nokkuð hvöss, og talsvert frost um allt land. Éljagangur verður um norðanvert landið en bjart syðra. Frostið verður 5-11 stig. K Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrifft - Dreifing: Sími 27022 Frjalst,ohaö dagblaö FOSTUDAGUR 24. FEBRUAR 1989. Skákmótið í Linares: Jóhann með ,w betri stöðu gegn Sokolov Jóhann Hjartarson er með betri stöðu í biðskák gegn sovéska stór- meistaranum Andre Sokolov úr 4. umferð skákmótsins í Linares á Spáni sem tefld var í gær. Þeir tefldu enska leikinn og skákin fór í bið eftir 40 leiki. Vinni Jóhann þessa skák er hann einn efstur á þessu firna sterka móti sem er í 16. styrkleikaflokki. Önnur úrslit í gær urðu þau Karpov sigraði Yúsúpov í 42 leikjum eftir enska leikinn í byrjun. Þeir Ivantsjúk og Gulko, Timman og Short og Portisch og Beljavskí gerðu jafntefli. Staðan eftir fjórar umferðir á mót- inu er sú að Ivantsjúk er efstur með 2,5 vinninga og hefur setið yfir, Karpov er með 2,5 vinninga, Jóhann er í 3. sæti með 2,0 vinninga og bið- skákina gegn Sokolov. í 4. sæti er Ljubojevic með 2,0 vinninga en hefur setið yfir. -S.dór kaupir málverk eftir Svavar Guðnason: Neitar að g hvert kaupverðið Listasaí'n íslands hefur fest kaup á málverkinu Gullfjöll sem er ab- straktverk eftir Svavar Guðnason sem hann málaði árin 1948-1949 og er 66x96 sentímetrar að stærð. Samkvæmt heimildum DV var kaupverðið yfir 3 milljómr króna, en Listasafn íslands hefur 7 millj- ónir króna til málverkakaupa f ár. Bera Nordal, forstöðumaður Lista- safns íslands, var spurð hvort rétt væri að verðið hefði verið 3,5 millj- ónir? „Það er ekki rétt, þetta er of há tala.“ - En 3 milljónir, er það nærri lagi? „Ég vil ekki að svo komnu máli greina frá því hvert kaupverðið er en það var stór biti af þeirri upp- hæð sem við höfum til málverka- segir Bera Nordal kaupa,“ svaraði Bera Nordal. Hún sagðist hafa kallað til fróða menn að meta verkið og væri mjög ánægð með að hafa fengið það. Málverkið Gullfjöll væri eitt af merkustu málverkum Svavars Guðnasonar. Björn Th. Björnsson listfræðing- ur sagði að hér væri um að ræða eitt af öndvegisverkum Svavars Guðnasonar og fengur fyrir Lista- safn íslands að hafa náð í það. Miklar sögur ganga um mismun- andi mat á þessu málverki. List- fræðingar hafa nefnt tölurnar 1 milljón króna og upp í 10 milljónir. Björn Th. vildi alls ekki leggja verðmat á verkið, sagði það ekki í sínum verkalming. -S.dór Loðnuveiðin: Fjarkamótið: Helgi heldur í við Balasov í gær var 9. umferð tefld á Fjarka- mótinu í skák. Úrslit urðu þau að Balasov sigraöi Björgvin Jónsson og er einn efstur með 7 vinninga. Helgi Ólafsson heldur í við Balasov og er í 2. sæti með 6 vinninga eftir að hafa sigrað Hodgson í gær. Watson sigraði Sævar Bjamason, Margeir Péturs- son sigraöi Sigurð Daða og Eingorn sigraði Karl Þorsteins. Jafntefli gerðu Jón L. og Þröstur Þórhallsson og Tisdal og Hannes Hlífar. Tíunda umferð mótsins verður tefldídag. -S.dór Frjóvguð egg flutt inn? - Innflutning- urdýra rýmkaður Fyrir Búnaðarþing, sem hefst á mánudag, verða lögð drög að frum- varpi sem fela í sér miklar breytingar á innflútningi dýra. Ef frumvarpið verður samþykkt verður leyft að flytja inn fósturvísa eða frjóvguö egg sem myndi flýta mjög fyrir kynbótum hér á landi. Yrði þá fósturvísunum komið fyrir í skepnum hér á landi og yrði á skömmum tíma hægt að koma upp —■•Oiýjum stofnum búíjár hér. Búist er við að frumvarpsdrög þessi fái mikla umræðu enda menn ekki á eitt sáttir um hversu örugg aðferð þetta er gagnvart sjúkdómum. Nefndin, sem samdi þessi drög, skilaði þeim frá sér seint á síðasta ári. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.