Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1989, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989. 41 Merming Rut Ingólfsdóttir - tónlist: í forystu Kammersveitar Reykjavíkur frá upphafi „Úthlutunarnefndin var einróma um aö verölaunin þetta árið ættu að fara til Rutar Ingólfsdóttur fiðluleik- ara með sérstöku tilliti til starfs hennar við Kammersveit Reykjavík- ur þar sem hún hefur verið í forystu frá upphafl,“ sagði Douglas A. Brotc- hie, formaður dómnefndar um tón- hst, þegar hann afhenti Rut Ingólfs- dóttur Menningarverðlaun DV í gær. „í gegnum árin hafa efnisskrár Kammersveitarinnar einkennst af hugmyndaauðgi og tónleikamir af sérstökum gæðum. Ég held að þeir sem heyrðu muni seint gleyma ýms- um tónleikum undanfarinna ára. Þar má nefna Villa-Lobos á Kjarvalsstöð- um og Britten Canticle í Bústaða- kirkju. Kammersveit Reykjavíkur á nú fimmtán ára starfsafmæli og er sér- staklega viö hæfi að sveitin skuli í kvöld standa fyrir meiriháttar tón- listarviðburði þar sem er flutningur Des Canyons aux Etoiles eftir fransk- atónskáldið Ohvier Messiaen. Flutn- ingur þessa verks telst til stórtíðinda hvarvetna i heiminum og er dæmi- gerður fyrir hstrænan stórhug Rut- ar. Auk starfsins með Kammersveit- inni hefur Rut leikið með Sinfóníu- hljómsveitinni og komið fram sem einleikari með henni. Hún hefur og komið fram á fjölmörgum öðrum tónleikum. Rut er ekki aðeins frábær listamaður heldur verðugur fuhtrúi Kammersveitar Reykjavíkur." Hafði dómnefnd um tónhst úr miklu að moða í tónhstarlífi ársins 1988 og bar nöfn Kristins Sigmunds- sonar, Karóhnu Eiríksdóttur og Garðars Cortes þar hátt. Með Douglas A. Brotchie í dóm- nefndinni voru Sigursveinn K. Magnússon og Árni Tómas Ragnars- son. -hlh Douglas A. Brotchie afhenti Rut Ingólfsdóttur Menningarverðlaun DV 1988 fyrir tónlist. Rut hefur verið í forystu Kammersveitar Reykjavíkur frá upp- hafi eða í 15 ár. Leifur Blumenstein og Þorsteinn Gunnarsson - byggingarlist: Fagleg vinnubrögð þeirra verði öðrum til eftirbreytni Viðar Víkingsson fékk Menningarverðlaun DV fyrir kvikmyndagerð, sjón- varpskvikmyndirnar Tilbury og Guðmund Kamban. Hilmar Karlsson sést hér afhenda honum verðlaunin. Viðar Vikingsson - kvíkmyndagerð: Fagmennska og listrænn metnaður „Snemma á starfstíma nefndarinn- ar kom sú hugmynd upp á yfirborðið að skoða sjónvarpskvikmyndir gerð- ar af kvikmyndagerðarmönnum. Þeir eru í raun að fást við sömu hlut- ina og aðrir kvikmyndagerðarmenn þótt sýningarmátinn sé frábrugðinn. Eftir því sem þessi hugmynd þróaðist og farið var að skoða kvikmyndir í þessum flokki var eitt nafn sem að okkar mati stóð upp úr - Viðar Vík- ingsson,“ sagði Hhmar Karlsson, for- maður dómnefndar um kvikmynda- gerð, þegar hann afhenti Viðari Vík- ingssyni menningarverðlaunin í gær. „Tvær sjónvarpskvikmyndir eftir Viðar, Thbury og Guðmundur Kamban, eru verk sem mikla athygli vöktu. Myndirnar eru ólíkar að efni og efnistökum en bera báðar vott um mikla fagmennsku og hstrænan metnað. Tibury er gerð eftir smásögu Þór- arins Eldjárn. Viðari tókst vel að koma sérstakri og skemmtilegri sögu í kvikmyndaform og vakti þessi mynd hans verðskuldaða athygh. Heimhdarkvikmyndin um Guð- mund Kamban var gerð í tilefni ald- arafmæhs skáldsins. Vakti myndin einnig mikla athygh og hrós allra sem sáu. Hefur hún nokkra sérstöðu í íslenskri heimildarmyndagerð." Hhmar sagði annars að 1988 hefði að vissu leyti verið gjöfult ár í ís- lenskri kvikmyndagerð. Voru tvær leiknar kvikmyndir í fullri gerð, Foxtrot og í skugga hrafnsins, frum- sýndar á árinu. Þar hafi verið tvær kostnaðarsamar kvikmyndir sem gefi hugmynd um hversu óhemju dýrt er að búa til kvikmynd. Þá hafi einnig verið frumsýndar þrjár stutt- myndir eftir handritum sem Listahá- tíð verðlaunaði. Með Hilmari í dómnefndinni um kvikmyndagerð voru Ingibjörg Har- aldsdóttir og Baldur Hjaltason. -hlh Róbert Arnfinnsson fékk Menningarverðlaun DV fyrir leiklist. Var það Auð- ur Eydaft.h., leiklistargagnrýnandi DV, sem afhenti honum verðlaunin. Hér sjást þau ásamt Sigríði Þorvaldsdóttur. „Val okkar var ekki erfitt. Við í dómnefnd um byggingarhst urðum fljótt sammála um að fyrir eitt fram- úrskarandi vel unnið verk og ánægjulegt í aha staði bæri að veita Menningarverðlaun DV að þessu sinni. Það er endurbygging Viðeyjar- stofu og Viðeyjarkirkju. Höfundar verksins eru þeir Þorsteinn Gunn- arsson arkitekt og Leifur Blumen- stein byggingafræðingur," sagði Hróbjartur Hróbjartsson, formaður nefndar um byggingarhst, við af- hendingu menningarverðlaunanna í gær. „Eftir því sem við fáum séð hafa þeir Þorsteinn og Leifur unrnð verk sitt af stakri kostgæfni. Hafa þeir af vísindalegri nákvæmni grafist fyrir um og tekið tihit til upprunalegrar hönnunar. Hafa þeir fyllt í eyður og aðlagað nýrri notkun af þekkingu og næmu hstfengi. Þeir Þorsteinn og Leifur voru jafnframt svo lánsamir að njóta skhnings og stuðnings borg- aryfirvalda Reykjavíkur, sem að miklum myndarskap stóðu að endur- reisn Viðeyjarstofu og Viðeyjar- kirkju. Endurbygging gamaha húsa er sér- stök grein innan byggingarlistarinn- ar sem við íslendingar höfum þó ekki Valgerður Torfadóttir - listhönnun: íslensk hönnun á framtíð fyrir „Dómnefnd um hsthönnun hefur ákveðið að Valgerður Torfadóttir fatahönnuður fái Menningarverð- laun DV fyrir árið 1988. í fatahönnun sinni hefur Valgerður haft það sjón- armið að leiðarljósi að hefta ekki lík- amann. Hún vill undirstrika kraft hans, frelsi og mýkt. Á árinu 1988 hefur Valgerður Torfadóttir ekki aðeins sýnt okkur hversu kraftmikil og skapandi hún hefur verið, heldur jafnframt sannað að hönnun er hlekkur í keðju skap- andi afla og frambærhegs hand- verks. íslensk hönnun á framtíð fyrir sér,“ sagði Torfi Jónsson, formaður dómnefndar um listhönnun, í gær. „Verk Valgerðar sýna að höfundur hefur næma tilfinningu fyrir formi og lit. Fatnaðurinn gefur formið, lík- aminn er véhn sem knýr formið áfram frá morgni th kvölds. Litir og stemning eru í takt við tímann og vottur af nrorænu yfirbragði leynir sér ekki. Fötin eru þægheg í notkun og auðvelt að víxla þeim á ýmsan hátt.“ Torfi sagði síðan í stuttu máh frá ferh Valgerðar þar sem hún lærði í Texthdehd Myndhsta- og handíða- skóla íslands og lærði sníðagerð í Noregi. Eftir nám tók hún þátt í ýmsum samsýningum á vegum Text- ílfélagsins og Gaherí Langbrókar og vann að hönnun smærri og stærri hluta. í samstarfi við Björgu Inga- dóttur hannar Valgerður nú fatnað sem seldur er í sérverslun fýrir ís- sér lenskan fatnað i bænum og mun tatn- aður þeirra hafa vakið verulega at- hygli og vinsældir. Með Torfa í dómnefnd um list- hönnun voru Eyjólfur Pálsson og Kristín ísleifsdóttir. -hlh Torli Jónsson afhendir hér Valgerði Torfadóttur fatahönnuði Menningarverð- laun DV fyrir listhönnun. Listhönnun var hér verðlaunuð í annað skipti. kynnst neitt að ráði fyrr en síðustu 20-25 árin. Almennur skhningur á nauðsyn þess að varðveita og við- halda byggingararfi okkar frá fyrri tímum fer vaxandi og sem betur fer hefur átt sér stað stökkbreyting á þessu sviði. Það er von okkar nefndarmanna að fagleg vinnubrögð þeirra Þor- steins og Leifs verði öðrum th eftir- breytini.“ Auk Hróbjarts voru Reynir Ad- amsson arkitekt og dr. Guðmundur Hafsteinsson tónskáld í dómnefnd um byggingarlist. -hlh Þorsteinn Gunnarsson og Leifur Blumenstein taka við Menningarverðlaun- um DV fyrir endurbyggingu Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju. Hróbjartur Hró- bjartsson arkitekt færði þeim verðiaúnin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.