Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1989, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989. 3 dv Viðtalið Sauðburdurinn mitk uppáhald Nafn: Auður Eiríksdóttlr Aldur: 50 ára Staða: Bóndi og oddvitl Saurbæjarhrepps „Sauðburöurinn er mitt uppá- hald. Ég tek alltaf frí á vorin til að geta verið sem mest við sauö- burðinn. Þaö er dásamlegur tími. Ég er heppin þar sem áhugi minn er mikill á gróðri og dýrum. Hvort tveggja hef ég daglega í kringum mig. Ég fer í fjósiö á morgnana og kvöldin og krafla í moldinni á sumrin,“ segir Auður Eiríksdóttir, bóndi aö Hleiðar- gerði, Saurbæjarhreppi í Eyja- firöi. Hún situr þessa dagana á þingi fyrir Samtök ura jafnrétti og félagshyggju, í forfölium Stef- áns Valgeirssonar. „Ég kynntist Stefáni Valgeirs- syni þegar ég fór að starfa aö sveitarstjórnarmáium. Hann er mjög ötull maður. Annars datt ég inn í póhtík í sveitarstjómakosn- ingunum 1982, þegar ég varð odd- viti Saurbæjarhrepps. Það hef ég verið síðan en reikna ekki með að gefa kost á mér á ný. Þetta er mikiöstarfmeðmikilliyflrferð. “ Hjúkrun og kennsla Auður er fædd og uppalin að Kristnesi í Eyjafirði. Hún fór í skóla og varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1958. Þá fór hún í Hjúkrunarskóla íslands og lauk námi þaöan 1961. Eftir nám- ið starfaði Auður á Kristnesspít- ala, á Akureyri og loks kemidi hún stuttan tíma við Hjúkrun- arskólann í Reykjavík. Hún fór fljótt norður og fór að búa að Hleiöargerði. Þar bjó hún í eitt ár áður en hún fór að starfa sem hjúkrunarfræðingur við Krist- nesspítala. Þar starfaði hún næstu tiu árin. Hún vann sem kennari við barnaskólann í Saur- bæjarhreppi frá 1975-1982. Þá hætti hún kennslunni þar sem hún var einnig orðin oddviti og hætta á að fjölskyldan gleymdist. í sveitina „Maðurinn minn starfaði sem bflstióri fyrir spítalann þessi tíu ár þar. 1974 hættum við við spítal- ann og hófum búskap að Hleiðar- gerði. Við höfðum eignast fjögur börn og þótti ráðlegast að fara í sveitina tii að geta alið þau al- mennilega upp og annast þau. Búum við enn í sveitinn, en fugl- arnir eru flognir.“ Maður Auðar er Jóhann Þór Halldórsson bóndi sem er fæddur og uppalinn á bænum. Bömin fjögur em: Rósa 25 ára, Brynjólf- ur 24 ára, Kamilla Rún 19 ára og Dóra Björk 18 ára. Faðir Auðar, Eiríkur Gísli Brynjólfsson, er lát- inn. Hann var forstöðumaður á Kristnesspítala til margra ára. Móðir hennar, Kamilla Þor- steinsdóttir, er á lífi og heldur heimili fyrir tvær yngstu dætum- ar sem eru við nám í M.A. Auður er næstelst fjögurra systkina. Þau em Edda kennari, Þorsteinn smiður og Guðríður húsmóðir, gifi: Gunnari Ragnars. Auður á einn fósturbróður, Hafstein Andrésson sjómann. -hlh Fréttir Rækjukvótinn búinn og starfsfólkinu sagt upp Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauöárkrciki: „Við og annar bátur til erum að verða búnir með kvótann. Klárum hann á næstu 2-3 dögum og hinir tveir heimabátarnir eru langt komn- ir með sína,“ sagði Ómar Karlsson, skipstjóri á rækjubátnum Hafemi á Hvammstanga, í samtali við DV. Starfsfólki rækjuvinnslunnar á Meleyri hefur verið sagt upp og ekk- ert annað fyrirsjáanlegt en atvinnu- leysi hjá þvi um mánaðamótin. At- vinnuástand á Hvammstanga hefur ekki verið jafnslæmt um árabil. Ómar skipstjóri kvað veiðina góða undanfarið þegar gefið hefur en gæft- ir verið með eindæmum slæmar. Bátamir hafi því aldrei náð þeim átta tonnum sem þeim var úthlutað á viku. Veiðin yfir daginn yfirleitt verið eitt og hálft til tvö tonn á dag en gott þótti að komast á sjó þrjá daga í viku. „Þegar rækjuveiðinni lýkur verður rólegt fyrst í stað en trúlega farið á net í aþrílbyrjun og fram í júní. En þetta er alveg ferlegt ástand í rækj- unni núna, sérstaklega vegna þess að djúprækjubátarnir þrír hafa ekk- ert fengið undanfarið. Lítið komist á sjó vegna veðurs,“ sagði Ómar á Haferninum. r, >v+> »•»<♦> .»». <» Gamla I f fullu gildi BOKAMARKAÐUR BÓKAÚTGEFENDA Þúsundir bóka á frábæru Ódýrir bókapakkar. Nr. 1 íslenskt mannlíf, fjórar bækur...............Samtals kr. 4.480,- Nr. 2 Heimurinn okkar, fimm bækur..................Samtals kr. 998,- Nr. 3 Ritsafn, Göngur og réttir....................Samtals kr. 999,- Nr. 4 Bækur Thorkild Hansen um þrælahald...........Samtals kr. 1.999,- Nr. 5 Saga Reykjavíkur,fjórarbækur.................Samtals kr. 3.000,- Nr. 6 Þrjór bækur í pakka eftir Régine Deforges...Samtals kr. 4.100,- Nr. 7 Fimm bækur eftir Snjólaugu Bragadóttur.......Samtals kr. 1.990,- Nr. 8 Norræn ævintýri, fjórar bækur................Samtals kr. 4.950,- Nr. 9 Tvær matreiðslubækur.........................Samtals kr. 1.450,- Nr. 10 Heimsbókmenntir í vasabroti, tíu bækur.......Samtals kr. 1.980,- Pöntunarþjónusta fyrir alla landsmenn til sjós og lands í síma 91-678011 allan sólarhringinn Veitingahúsin opin alla helgina Helgarstemmning í Kringlunni Greiðslukortaþjónusta Nr. 11 Bornabækur, fimm í pakka...................Samtals kr. 790,- Nr. 12 Barnabækur, sjöípakka......................Samtals kr, 1.980,- Nr. 13 Barnabækur, sex í | Nr. 14 Menn og minjar, jjfjór ba Nr. 15 Laxveiðibókapakki, þrjór bækur.............Samtols kr. 999,- Nr. 16 Með reistan makka, sex bækur um hesta......Samtals kr. 2.499,- Nr. 18 Spennusögupokkí, fimmS^fe ki Nr. 19 Nr. 20 Árbækur íslen' vrSA SA G/KMU GÓÐI — EIIMI SANNI Bókamarkaðurinn er ó 3. hæð Opnunartími: Föstudaginn Laugardaginn Sunnudaginn Mónudaginn Þriðjudaginn Miðvikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn Laugardaginn Sunnudaginn í Kringlunni 24. febrúar fró kl. 25. febrúar frá kl. 26. febrúar frá kl. 27. febiúar frá kl. 28. febiúar frá kl. 1. marsfrá kl. 2. mars frá kl. 3. mars frá kl. 4. mars frá kl. 5. mars fró kl. lOtil 20 lOtil 18 12 til 18 10 til 19 lOtil 19 lOtil 19 lOtil 19 lOtil 20 lOtil 18 12 til 18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.