Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1989, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989. Utlönd hafnað Varnarmálanefnd öldungadeildar Bandarikjaþings hefur nú mælt gegn því að John Tower verði staðfestur í embætti varnarmálaráðherra í rikisstjórn Bush. Símamynd Reuter Tower Vamannálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings neitaöi í gær aö leggja til viö öldungadeildina aö John Tower yrði staðfestur í embætti varnarmálaráðherra. Atkvæði fóru svo að ellefu voru gegn Tower og niu með honum. Þessi úrsht eru geysilegt áfall fyrir Bush forseta, sem nú er í Tokýo við útfor Japanskeisara. Talsmaður Bush sagði að forsetinn myndi halda áfram baráttunni fyrir Tower í öld- ungadeildinni. „Forsetinn hefur ekki misst trúna á Tower eða getu hans til að gegna embætti vamarmálaráðherra," sagði Marlin Fitzwater, talsmaður Hvíta hússins, í Tokýo. Háttsettur aðstoðarmaður í Hvíta húsinu sagði við Reuter í gær að menn þar væm enn á þeirri skoðun að hægt væri að vinna sigur í öld- ungadeildinni. Demókratar hafa 55-45 meirihluta í deildinni. Atkvæðagreiðslan í vamarmála- nefndinni var algerlega eftir flokks- línu. Það er áfall fyrir Bush sem hef- ur lagt á það mikla áherslu að menn úr báðum flokkum vinni saman. Öldungadeildin hefur ekki hafnað mörgum ráðherraefnum í gegnum tíðina. Síðast gerðist það árið 1959. Úrslit atkvæðagreiðslunnar í gær komu einnig á óvart vegna þess að Tower, sem var öldungadeildarþing- maður í tuttugu og fjögur ár, var for- maður varnarmálanefndarinnar á fyrra kjörtímabili Reagans forseta. Demókratar settu helst fyrir sig skýrslur um drykkjuvenjur Towers. Sögðu þeir að þær, ásamt sambönd- Gorbatsjov Sovétleiðtogi og Raisa kona hans í heimsókn í Tsjernobylkjarn- orkuverinu í gær. Simamynd Reuter Bilun í Tsjer nobyl-kjarn- orkuverinu Kjarnorkuverið í Tsjemobyl er ekki alveg í lagi. Þetta tjáðu sovéskir embættismenn Gorbatsjov Sovét- leiðtoga í gær þegar hann heimsótti staðinn þar sem mesta kjamorkuslys sögunnar varð árið 1986. Gorbatsjov og Raisa kona hans klæddust hvítum sloppum þegar þau gengu um kjarnorkuverið í fyrsta sinn. Yfirmaður kjamorkuversins sagði þeim frá því að slökkt hefði verið á einum hinna þriggja kjama- kijúfa sem eftir , væru vegna raf- magnsbilunar. Áætlað var að setja hann í gang í morgun eftir tveggja sólarhringa hlé. Nýjar reglur segja til að um hlé verði að vera í tvo sólar- hringa ef slökkt hefur verið. Áður en Sovétleiðtoginn lagði upp í fór sína til Úkraínu greindi dag- blaðið Selskaya Zhizn frá því að núna, þegar nær þrjú ár væra hðin frá slysinu, væri kjöt og mjólk enn mengað á þessu svæði. í blaðinu sagði einnig að aðgerðir yfirvalda eftir slysið hefðu verið ónógar. Greint hefur verið frá því í dagblöð- um að komið hafi fyrir að afkvæmi húsdýra í Úkraínu hafi komið í heim- inn höfuðlaus eða augnalaus eftir Tsjemobylslysiö. Fyrr í þessum mánuði voru íbúar fluttir úr tuttugu þorpum vegna geislunarhættu. Reuter Ný stjórnar- skrá í Alsír Meirihluti þeirra Alsírbúa sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu um breyting- ar á stjómarskránni í gær sögðu já eða 73,4 prósent. Þátttakan í þjóðar- atkvæðagreiðslunni var 79 prósent en hótanir rétttrúaðra múhameðs- trúarmanna skyggðu svohtið á. Þó svo að þátttakan hafi verið aðeins minni en í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni í nóvember var ekki litið á þaö sem merki um mótmæh. Samkvæmt nýju stjómarskránni verður meðal annars myndun óháöra póhtískra stjórnmálasam- taka leyfð, öhum tilvitnunum í sós- íahsma verður sleppt og verkfalls- réttur verður tryggður. Drög að hinni nýju stjómarskrá vora gerð eftir að Chadli Benjedid forseti lofaði umtalsverðum umbótum í kjölfar mikilla mótmælaaðgerða gegn spamaðaráætlunum stjómarinnar í Ný stjórnarskrá hefur verið sam- þykkt í Alsír. október síðasthðnum. Að minnsta kosti hundrað sextíu og tveir biðu þá bana í óeirðum. Reuter George Bush, forseti Bandaríkj- anna, er staddur í Japan vegna út- farar Japanskeisara og sést hér meö Takeshita, forsætisráðherra Japans. Bush styður Tower áfram og ætlar að fá hann samþykktan í öldungadeildinni. Símamynd Reuter um hans við konur, myndu gefa rangt fordæmi fyrir herafla Banda- ríkjanna. Sam Nunn, formaöur nefndarinn- ar, demókrati frá Georgíu, sagði að nefndin heföi fengið sannanir frá al- ríkislögreglunni og öðrum heimild- um um að Tower hefði misnotað áfengi á áttunda áratugnum og að hann ætti enn við alvarlegt áfengis- vandamál að stríða. „Ég get ekki með góðri samvisku greitt atkvæði með því að setja ein- stakling í jafnhátt embætti þegar drykkjusiðir hans hafa verið slíkir að hann yrði ekki vahnn til að gegna lægra stjómunarstarfi í heraflan- um,“ sagði Nunn. Nunn hefur undanfama daga verið gagnrýndur harðlega fyrir að hafa klúðrað yfirheyrslunum yfir Tower. Hann hefur verið sakaður um aö hafa ætlað nefndinni að rannsaka hluti ofan í kjöhnn. Slíkt sé ófram- kvæmanlegt vegna þess að nefndin ráði ekki yfir þeirri sérfræðiþekk- ingu sem til þarf. Sagt er aö Nunn hafi misst alla stjórn á nefndarstörf- unum. í nýjasta Newsweek er látið að því hggja að Nunn, sem er mjög virtur þingmaður, hafi beðið per- sónulegan hnekki með stjórn sinni á yfirheyrslunum yfir Tower og rann- sóknnefndarinnar. Reuter innan EB um í Eystrasalti. Þeim tókst að fá hina tíu sjávarút- vegsráðherrana til að samþykkja að bjóða Sovétmönnum aðgang að sín- um miðum gegn því aö Danir og Þjóð- verjar fengju aö veiða síld. Reuter Sovétmenn mega veiða Sjávarútvegsráðherrar Evrópu- bandalagsins samþykktu í morgun aö bjóða sovéskum fiskiskipum að- gang að landhelgi ríkja bandalagsins gegn því að bandalagið fengi rétt til að veiða síld í Eystrasalti, við strend- ur Sovétríkjanna. „Þeir samþykktu að gera þeim þetta tilboö en hvort Sovétmenn samþykkja þetta er allt annar hand- leggur," sagði embættismaður innan Evrópubandalagsins. Það era Danmörk og Þýskaland sem vilja fá aðgang að síldarmiðun- FERMINGARGJAFA- HANDBÓK DV Auglýsendur! Hin margfræga fermingargjafahandbók DV kemur út miövikudaginn 15. mars. Auglýsingum þarf að skila inn í síðasta lagi fyrir 6. mars. Hringið og fáið nánari upplýsingar Þverholti 11 Sími 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.