Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1989, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning. umbrot, myrrda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 800 kr. Verð I lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Menningarverðlaun í gær vora Menningarverðlaun DV afhent með hefð- bundnum og virðulegum hætti. Þetta era einu menning- arverðlaunin sem úthlutað er hér á landi og hefur verið svo um nokkurt skeið. Að þessu sinni vora verðlaunin haglega gerður skulptúr eftir Örn Þorsteinsson, hver og einn gripur sjálfstætt hstaverk. Ritstjóm DV er montin af þessari athöfn, enda er ljóst að listamenn kunna vel að meta hana og telja sér virð- ingu sýnda. Ekki aðeins þeim sem úthlutunarinnar njóta heldur allra hinna, sem stunda hstsköpun og skhja þýð- ingu þess að afrek á því sviði veki athygli. Því er öragglega svo farið að hstamenn njóta mestrar fullnægingar við hstsköpunina sjálfa. Þeir þurfa ekki á sigurlaunum að halda og sá er stærstur í hst sinni, sem laðar hana fram af hógværð og látleysi. Mestu hsta- mennimir láta verkin tala. List verður heldur aldrei sett á mæhstokk eins og hægt er að gera um íþróttir eða arðsemi. Listin er háð smekk og skoðun, afstæð í sjálfu sér og æpir aldrei á mann, ef hún er einhvers virði. Þess vegna er það vandaverk að velja og gera upp á mihi, þegar viðurkenningar era veittar. Reynslan hefur einnig sýnt, að flestir hafa gefist upp á verðlauna- veitingum í hstgreinum, nema þá úthlutunamefnd hsta- mannalauna, sem er bæði th athlægis og minnkunar fyrir þá sem að henni standa. Einmitt í ljósi þess hversu vandasamt er að úthluta menningarverðlaunum, er ánægjulegt th þess að vita, að um Menningarverðlaun DV hefur skapast virðing og velvhd og gott samkomulag um úthlutun hverju sinni. Auðvitað koma jafnan margir th greina enda er hstsköpun á öhum sviðum mikh og frjó. Nýtt fólk og ný afrek era sífeht að bætast við. En einn verður að velja úr hópnum og það rýrir ekki hlut hinna. DV er ekki að setja sig í dómarasæti, né heldur að ætlast th að allir séu sammála niðurstöðum dómnefnda. En menningarverðlaunin eiga að vera hvatning fyrir hsta- menn og 1 heimi auglýsinga og markaða, hávaða og hismis, veitir áreiðanlega ekki af að góðri hst og sönnum listamönnum sé sýnd athygli og viðurkenning. Skemmthegt er að veita því eftirtekt, að meðal þeirra sem hafa hlotið menningarverðlaun DV era ýmist ný- græðingar sem boða ferska stefnur og era að hasla sér vöh ehegar reyndir einstaklingar í hstgreinum sínum sem hafa haldið merkinu á lofti um árabh en era þó enn að vinna ný og ný hstaafrek. Að þessu sinni vora marg- ir í síðamefnda hópnum sem fengu viðurkenningu. Róbert Arnfinnsson, Bjöm Th Bjömsson, Þorsteinn Gunnarsson, Leifur Blumenstein og Rut Ingólfsdóttir hafa fýrir löngu sannað ágæti sitt, svo þekkt sem þetta fólk er, hvert á sínu sviði. En meðal verðlaunahafa vora einnig ný andht eins og Sigurður Örlygsson, Viðar Vík- ingsson og Valgerður Torfadóttir, sem hafa af metnaði og sjálfsögun sýnt hvað í þeim býr. Aht kemur þetta fólk úr sitt hvorri áttinni, er skemmtheg blanda af full- trúum eldri og yngri kynslóða. Víst er það rétt að þjóðin lifir ekki lengi á menning- unni einni saman. En þjóðin lifir heldur ekki lengi án menningarinnar. Sem betur fer er menningarlífið blóm- legt í landinu og stöðugt kemur nýtt fólk fram á sjónar- sviðið og hefur metnað og löngun th að leggja sitt af mörkum. Jafnvel þótt á brattann sé að sækja.' DV vhl fyrir sitt leyti sýna þessum menningaráhuga ht og verð- launin í gær sem og endranær, era hður í þeirri viðleitni. Ellert B. Schram Ayatolla Khómeni. - „Sá nornagaldur sem hann hefur magnað upp á hendur rithöfundinum Salman Rush- die hefur vakið óhug um víða veröld." Satan og Khómeini Þegar Persaflóastríðinu lauk í fyrrasumar gerðu menn því skóna mn víða veröld að veldi Ruhollah Khómeinis ajatolla í íran væri aö líða undir lok og heimurinn yrði óhultari fyrir honum framvegis. En það áfcdi sem stríðslokin urðu írönum hefur hvergi dregið úr getu Khómeinis til að skelfa og hneyksla umheiminn. Sá nomagaldur, sem hann hefur magnað upp á hendur rithöfundinum Salman Rushdie, hefur vakið óhug um viða veröld og hrist upp í þeim sem vom fam- h- að gleyma eðh byltingarinnar í iran árið 1401 samkvæmt íslömsku tímatali sem er árið 1979. Þetta ár- tal er táknrænt. Það fer vel á því að fimmtánda öldin sé nýbyrjuð í íran. Það sýnir enn hve áhrif Khó- meinis em gífurlega mikil að enda þótt andstaðan gegn bók Rushdies hafi byrjað í Indlandi og Pakistan er það Khómeini sem umheimur- inn lítur á sem upphafsmann of- sóknanna og það er gegn íran sem andstyggð manna á Vesfiirlöndum beinist. Khómeini er hvergi nærri dauður úr öllum æðum þótt hálfní- ræður sé, þessi síðasta upþákoma hefur eflt enn stöðu hans sem trú- arleiðtoga og aukið hróður hans meðal strangtrúarmanna. Múllar íslam er í sókn tun allan heim og múslímar em nú um einn milljarð- ur, eða fjórðungur mannkyns. Khómeini er engan veginn leiðtogi allra múslíma, þjóðfélagið í íran er sérstakt. Aðalgreinar íslams era tvær, sunni og shía, og súnnítar em yfirgnæfandi meirihluti múslíma, shítar em taldir innan við 15 pró- sent allra þeirra sem játa íslam. Samt era shítar í meirihluta í nokkrum ríkjum. í íran era þeir yfir níutíu prósent íbúa, í írak rúmlega helmingur og shítar era einnig taldir í meirihluta í Lábanon og Sameinuðu fursta- dæmunum. Fjölmennustu ríki mú- slíma era aftur á móti Indónesía og Bangladesh þar sem súnnítar era yfirgnæfandi. Súnni íslam er fremur jarðbundin trúarbrögð en shía er þrungin dulspeki. Sam- kvæmt kenningum shíta era 12 imamar, eða alvitrir kennimenn í Paradís, sem stjóma gerðum trá- aðra þaðan og sumir jarðneskir kennimenn era persónugervingar þeirra og því heilagir menn. Einn þeiira er Khómeini. í íran er ajatolla ekki nægur heið- urstitill fyrir Khómeini, þar er hann ævinlega kallaður Imam. Ajatolla er æðsta stig múslímskra kennimanna, sem kallast einu nafni múllar, næstæðsta stig er hojatolislam sem er titill sem marg- ir núverandi sljórnmálamenn í ír- an bera. Súnnítar trúa ekki á ima- mana 12, þeir láta sér nægja Allah og Múhameð spámann. KjaHarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður Samt era meginþættir trúgrein- anna hinir sömu. Eitt af því sem stuðlar að útbreiðslu íslams er hversu einfaldar og skýrar lífsregl- ur íslam leggur hinum tráuðu. Þær era í aðalatriðum fimm: Aö játa trú sína á Allah og Múhameö, biðjast fyrir fimm sinnum á dag, gefa hluta tekna sinna til fátækra, fasta í föstumánuðinum Ramadan og fara að minnsta kosti einu sinni á ævinni í pílagrímsferð til Mekku. íslam er í eðh sínu einstaklings- tráarbrögð, að minnsta kosti meðal súnníta þar sem ekki er þörf á kennimönnum til að menn iðki trú sína, en meðal shita era áhrif múh- anna meiri því að þeir túlka leið- beiningar imamanna 12 frá Para- dís. Að auki hafa múshmar lögmál sitt, sharía, þar sem er að finna reglur um daglega hegðun í smáat- riðum. Það er einmitt í þeim regl- um sem Khómeini er sérfræðingur og fyrir lærdóm sinn fékk hann heiöursnafnbótina ajatoha. Imam og Satan Þar sem Khómeini hefur verið tekinn í tölu imama er ekki að undfa að shítar taki mark á orðum hans. Þau koma beint frá Paradís og túlkun Khómeinis á Kóraninum er hin eina rétta. Kóraninn er skrif- aður í stuttum málsgreinum sem kahast vers. Eitt af því sem hleypir Ulu blóði í músUma vegna bókar Salmans Rushdies er nafnið sjálft, vers Sat- ans. í Kóraninum era mörg vers um Satan sem er andi alls hins Ula og sumum múslímum þykir sem Rushdie sé að þykjast vera að end- urskrifa Kóraninn, vegna nafnsins eins, enda er þar að finna kafla sem látið er að Uggja að Múhameð hafi sleppt úr Kórainum. Það eitt er nóg til að æsa upp dagfarspráðustu menn. Þeir sem til þekkja þræta fyrir að nokkurt raunverulegt guð- last sé í bókinni en aðeins hluti af þeim hundruðum miUjóna mú- slíma, sem hafa heyrt hennar getið, er læs og þeir trúa því sem múU- amir segja. Khómeini segir að bókin sé guð- last og Rushdie réttdræpur og orð hans eru lög. Það er iUmögulegt fyrir þá sem ekki þekkja th mú- shma að skfija þau tök sem Khó- meini hefur á fylgismönnum sín- um. Sjálfur hef ég ekki kynnst öðr- um en súnnítum og þeir menn hafa verið lausir við allt tráarofstæki. Khómeini hefur komið óverðskuld- uðu óorði á íslam á Vesturlöndum, það ástand, sem ríkir í íran, er ekki ■ dæmigert fyrir íslömsk ríki. Sharia í íran era múUarnir allsráðandi og sharialögmáUð gUdir í öUum atriðum daglegs lífs. Afleiðingin er að íran er á leiðinni aftur í aldir. Þau fáu framfaraskref, sem stigin vora meðan tráarlegt og pólitískt vald var aðskihð, hafa verið stigin aftur á bak og íran hnignar. Eftir því sem veraldlegri velferð almennings hrakar eykst trúarleg- ur eldmóður og aUs kyns spírit- ismi. Ekkert annað íslamskt ríki hefur tekið sér íran til fyrirmynd- ar, andstætt því sem óttast var eft- ir byltinguna 1979. SharialögmáUð er þó í gUdi í nokkrum ríkjum, til dæmis í Pakistan og Saudi-Arabíu, en þar ráða súnnítar og múUamir eru ekki valdastétt. En meðal minnihluta shíta um víöa veröld er Khómeini ekki að- eins aíatoUa heldur Imam og það sem hann segir kemur beint frá AUah. Refsiaðgerðir gegn íran á Vesturlöndum eru í augum sann- tráaðra aðeins sönnun þess að Khómeini hafi rétt fyrir sér þegar hann leggur aUt vestrænt að jöfnu við Satan. Ekkert sem vestræn ríki gera gegn íran mun hafa minnstu áhrif á meðan Khómeini lifir en það verður varla mjög lengi úr þessu. Enginn hugsaiUegur efthmaður Khómeinis mun hafa nein álíka áhrif, Imamar era ekki á hverju strái, sem betur fer. „Islam er í sókn um allan heim og múslímar eru nú um einn milljarður eða fjórðungur mannkyns.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.