Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1989, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989. Fréttir Húsbréfafrumvarpið hefur verið tilbúið í ivo mánuði: Ber ekki ábyrgð á núverandi húsnæðiskerfi öllu lengur - segir félagsmálaráðherra og leggur ráðherradóminn undir „Þingflokkar Alþýöubandalags og Framsóknar eru enn með málið til meðferðar en ég vona að þeirri meðferð fari að ljúka þvi það eru nú bráðum tveir mánuðir síðan frumvarpið var tilbúið,“ sagði Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra en hún bíður nú tilbúin með frumvarp um húsbréfakerfið til framlagningar á Alþingi. Það eru rúmir tveir mánuðir síðan nefnd á vegum ráðherra skilaði frá sér frumvarpinu og mælti meiri- hluti hennar með húsbréfakerflnu. Þá þegar mátti þó sjá vissa óein- ingu um kerfið því fulltrúi Fram- sóknarflokksins, Guðmundur Gylfi Guðnundsson, og Ásmundur Stef- ánsson, formaður ASÍ, skfluðu sérálití. þar sem þeir lýstu yfir and- stöðu sinni. Innan þingflokks Framsóknar er hörð andstaöa nú. „Það vex stuðningur við þetta mál með hverjum deginum sem líð- ur og eftir þvi sem fólk kynnir sér þetta betur. Ég hef haft fjölmarga fundi um málið meö fólki úr verka- lýðshreyfingu og hef alls staðar fengið mjög góðar undirtektir. Mér er persónulega ómögulegt að skflja menn sem vilja viðhalda núverandi kerfi vegna þess að það er algerlega úr sér gengið.“ - Nú hefur formaður ASÍ mælt gegn húsbréfakerfinu. „Hugmyndir Ásmundar Stefáns- sonar ganga út á það að viðhalda núverandi kerfi og þrengja þar lánareglur og lánskjör. Þá á að gera þá kröfu gagnvart ríkisvaldinu að setja tvo, þrjá milljarða strax inn í húsnæðiskerfið. Ég tel að þeir pen- ingar séu ekki fyrir hendi og ef þeir væru tfl staðar þá væri ekki skynsamlegt að setja þá inn í nú- verandi húsnæðiskerfi. Þeir ættu frekar að nýtast í félagslega kerf- inu.“ - Þú hefur lagt ráðherradóm þinn að veði fyrir framgangi máls- ins? „Það hljóta allir að skilja það sem hafa kynnt sér núverandi kerfi að það er útflokað annað en að ná fram endurskipulagningu á þessu þingi. Það hlýtur hver og einn að skilja það að þegar maður er með betri tfllögur á borðinu þá vill mað- ur ekki bera ábyrð á kerfi sem er komið í þrot.“ - En munt þú segja af þér ef frumvarpið verður ekki lagt fram á þessu þingi?. „Ég hef ekki sagt annað en það að ég ber ekki ábyrgð á þessu kerfi öllu lengur. Ég hef unnið að því í eitt og hálft ár að ná fram breytingu á þessu kerfi. Ég tel að það hafi verið unniö mjög vel í þessu máli og vandað vel tfl verka. Ég tel mig því hafa góða lausn á borðinu og vil vinna henni fylgi. Ég hef ekki heilt kjörtímabil til þess að ná nið- urstöðu um þetta mál.“ - Finnst þér eðlflegt að setja pressu á samstarfsaðila í ríkis- stjórn með því að leggja ráðherra- embættið undir? „Það á enginn að vera lengur í ráðherrastarfi en henn hefur sann- færingu fyrir og ef ég hef ekki fylgi við þær hugmyndir sem ég tel lausn á málinu þá hljóta aðrir að taka við.“ - Þú hefur verið ásökuð fyrir að leggja of mikla áherslu á húsnæðis- máhn í ríkisstjórnarsamstarfinu. Hvað finnst þér vera hæft í því? „Sá maður sem spyr slíkrar spumingar þekkir bara ekki stöð- una í máhnu og ástandið eins og það er og þá neyð sem margir hverjir búa við í húsnæðismálum. Þrír af hverjum fjórum sem til mín koma í heimsókn koma út af hús- næðismálum. Við mokum í þetta peningum. Það þarf í þessa sjálf- virku hít um 12 mihjarða á hveiju einasta ári en samt er staðan eins og hún er. Hver heldur þú að vilji búa við þetta? Það fara að minnsta kosti 600 mflljónir út á hveijum einasta mánuði, langt fram í tím- ann, en ég hugsa að það sé ekki nema helmingurinn af þessu sem fer til fólks sem þarf virkilega á þessum peningum að halda," sagði félagsmálaráðherra. -SMJ Athugasemd frá Emmess Vegna fréttar i blaðinu í fyrra- dag vfll Emmessísgerðin taka fram eftirfarandi Það er ekki rétt sem fram kem- ur í fyrirsögn fréttarinnar að bandaríski herinn hafi hafnað Emmessís af heilbrigðisástæð- um. Fyrir tveimur árum setti herinn fram nýjar kröftir um all- an heim til þeirra sem selja mat- væh tfl herstööva Bandarílda- hers um annars konar búnað en notaöur hefur veriö á hönum' árum. Viö þessari kröfu teljum viö okkur tæplega geta orðið á þessu stígi vegna aðstæöna og kostnaöar. Ástáeðan fyrir þessu er einfold, um mjög lítil viöskipti er þama aö ræöa þar sem bandarískur is er seldur á Vellinum á banda- rísku hefldsöluverði sem getur verið allt að hehningi lægra en okkar útsöluverð. Þetta er að Sjálfsögðu engin samkeppnis- staöa enda hafa þessi viðskipti verið u.þ.b. 0,2% af viðskiptum ísgeröarinnar. Þó svo aö þetta sé tílfelhö höfum viö aldrei gert at- hugasemd við þessi verölagsmál. Það er líka rótt aö fram komi aö HeilbrigðiseförUtið hefúr aldr- ei gert athugasemd viö ísinn og telur þaö öll tæki ísgerðarinnar fullnægja íslenskum reglugerö- um og ýtrustu kröfum. Póstur og sími: Blaöafulltrúi Pósts og síma sendi DV eftirfárandi athuga- semd: „Varöandi frétt f DV þríðjud. 21. febrúar um afgreiöslu 120 kr„ skal tekið frara að þarna urðu því miöur misti )k í þjónustu. Eins og fram kemur 1 fréttinni er undir Ölium kringumstæöum gert ráð fyrir aö sendandinn greiöi sendingarkostnaðinn. lendis frá. I þeim tilvikum er nú 120 kr„ fyrir fýrstu síðu og 80 kr. fyrir hveija viðbótarsíöu.“ Ungur drengur skoðar áhugaverðar bækur á markaðnum Félag íslenskra bókaútgefenda: Yfir 3 þúsund titlar á bókamarkaðinum Hinn árlegi bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda var opnað- ur í gær á 3. hæð í Kringlunni. Að þessu sinni eru yfir 3 þúsund bóka- titlar á markaðnum sem verður op- inn fram til 5. mars. „Menn eru sammála um aö verðið á bókunum hafi sjaldan veriö hag- stæðara en það er frá 50 krónum og upp úr. Mjög mikið er af bókum á verðbflinu 300 til 500 krónur,“ sagði Ævar Breiðfjörð í samtali við DV í gær. Markaðurinn vei ður opinn mánu- daga tfl fimmtudaga frá klukkan 10.00 tfl 19.00, fostudaga frá klukkan 10.00 tfl 20.00, laugardaga frá klukkan 10.00 til 18.00 og á sunnudögum frá klukkan 12.00 tfl 18.00. -S.dór 7 ráðherrar bregða sér til Stokkhólms Þing Norðurlandaráðs hefst í Stokkhólmi næsta mánudag ,og stendur fram á fostudag. Fyrir ráð- inu hggja 10 ráðherratiUögur, 42 til- lögur frá þingmannanefndum og auk þess fjöldi fyrirspuma. Að sögn Ólafs G. Einarssonar, formanns íslensku sendinefndarinnar, þá má gera ráð fyrir því að höfuömálefnin verði efnahagsmál og samstarf Norður- landa á erlendum vettvangi. Þá má gera ráð fyrir því að selveipar og hvalveiðar beri á góma, ekki hvað síst vegna þess að Norðmenn og Svíar eiga nú í hatrömmum deilum vegna selveiða. Frá íslandi fara sjö þingmenn og sjö ráðherrar. Það eru aðeins heil- brigðisráðherra og utanríkisráð- herra sem ekki verða þar viðstaddir. Ljóst er þó að ekki verða allir ráð- herramir þarna samtímis. 13 starfs- menn ráðuneyta fara utan, tveir starfsmenn íslensku þingmanna- nefndarinnar og sjö fulltrúar úr ung- liðahreyfmgum. Eins og áður segir liggja margar tillögur fyrir þinginu en athygh vek- ur tillaga um að Eystrasaltslöndin verði tekin inn í Norðurlandaráð. Að sögn Eiðs Guðnasonar, formanns laganefndar, þá er þessi tfllaga frem- ur tfl að skerða samskiptin við þessi lönd og átti hann ekki von á sam- þykkt hennar. Þá verður einnig af- greidd tillaga um samræmingu á þjóðskrá landanna sem mun vera komin frá Guðrúnu Helgadóttur. -SMJ Alþýðubankinn veitir Olís bankaábyrgð - fógetaúrskuröur í dag Alþýðubankinn hefur ákveðið að veita Olís hf. bankaábyrgð vegna ol- íufarms sem mun vera á leiðinni tfl landsins frá Sovétríkjunum. Hefur Landsbankinn neitað Óhs um banka- ábyrgðir og því leitaði fyritækið tfl Aiþýðubankans. „Þessi ábyrgð nær einungis tfl þeirrar olíu sem er á leiðinni tfl landsins. Það liggur ekkert frekar fyrir um viðskipti bankans og 01ís,“ sagði Björn Björnsson, bankastjóri Alþýðubankans, við DV í morgun. Olís mun því ekki hafa fengið bankaábyrgð vegna olíufarms þess er fyrirtækið fékk frá olíufyrirtæk- inu Texaco í síðustu viku og hefur þurft að fá í smáskömmtum gegn staðgreiðslu eða tryggingum. í dag mun verða úr því skorið hvort innsetningarbeiðni Landsbankans gegn Olís verður samþykkt. Fer bankinn fram á að fá viðskiptakröfur Ohs, upp á um 470 milljónir, í sínar hendur. -hlh Mál Magnúsar Thoroddsen: llpplýsiitgar um áfengis kaup embættismanna Jón Steinar Gunnlaugsson, lög- maður Magnúsar Thoroddsen, fýrrum forseta Hæstaréttar, ætlar aö óska eftir upplýsingum um áfengiskaup embættismanna, þar á meðal ráðhen-a, mörg ár aftur í timann. Jón Steinar sagði, í samtah við DV, að hann ætti ekki von á ööru en hann fengi skjót og góð svör. Hann sagöí þessar upplýsingar vera óhjákvæmilegar til aö hægt væri aö dæma réttflega i máli Magnúsar. Upplýsingar um livem- ig áfengiskaupum hefur verið hátt- aö verða að liggja fýrir - að mati Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Máf dómsmálaráðherra gegn Magnúsi var þingfest í borgardómi í gær. Jón Steinar hefur frest tfl 30. mars tfl að skila inn greinargerð. Hann sagöi aö ef hann fengi fljót og góð svör við sínum fyiirspura- um þá ætti sá frestur að duga. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.