Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1989, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1989, Blaðsíða 17
16 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989. FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989. 33 ísland spilar í úrslitum: Hollendingar engin hindrun - léttur sigur á Holiendingum Iþróttir Kurt Wadmark: Er ég enn óyinsæll á íslandi? SteSn Kris^ánason, DV, Strasbourg: „Er ég vlrkilega ennþá á meðal óvinsæJustu manna á Islandi? Ég vU, þó að svo sé ef til vill enn, nota tækifærið og óska íslending- um til hamingju með frábæran árangur landsliðsins hér í Frakklandi. Þetta var góður dag- ur fyrir íslenskan handknatt- leik,“ sagði Svíinn Kurt Wad- mark en hann er ef til vill fræg- astur fyrir það þegar hann stóð fyrir þvi að Víkingur var dæmdur úr leik í Evrópukeppninni um árið. Wadmark, sem á sæti í tækni- nefnd alþjóða handknattleiks- sambandsins, er ekki allur þar sem hann er séður. Á fundi hjá IHF á dögunum á hann að hafa sagt að hann vlldi aö íslendingar féllu í C-keppni ásmt Sviss, það myndi gera C-keppnina svo skemmtilega. Wadmark sagöi í samtali við DV í gærkvöldi aö hann heföi ekki átt von á þessum árangri íslenska liðsins. Harrn hefði reiknaö með að keppnin í milli- riölinum myndi standa á milli Vestur-Þýskalands, Rúmeníu og íslands. En aö Island myndi vinna riðilinn, þaö hefði komiö honum gífurlega á óvart. Wadmark sagði ennfremur í gærköldi við DV: „Þessi úrslit í leik Sviss og Rúmenlu voru reið- arslag fyrir vestur-þýskan hand- knattleik. Það er nú Ijóst að Vest- ur-Þjóöverjar eiga að ieika gegn Dönum í leik ura 7.-8. sætið í Pads á sunnudag og ég er ekki búinn að sjá vestur-þýska liðiö vinna þann leik. Liðið sem tapar hrapar niður í C-keppni. Ég vona að þaö verði ekki Danir,“ sagði Wadmark. IHF-maflan svokall- aða hefur reynt allt mögulegt til að Vestur-Þjóðverjum tækist að komast upp í A-keppnina og varla getur Wadmark, sem hluti af IHF, vonað að Vestur-Þjóðverjar falli í C-keppnina. 1. riðill Pólland-Frakkland.......27-24 Spánn-Kúba..............28-20 Danmörk-ísrael..........32-17 Lokastaða Pólland...5 5 0 0 136-109 10 Spánn.....5 4 0 1 119-106 8 Frakkland ...5 3 0 2 113-99 6 Danmörk.....5 2 0 3 126-117 4 Kúba........5 1 0 4 111-121 2 ísrael......5 0 0 5 88-141 0 2. riðill Ísland-Holland............31-17 Rúmenía-Sviss.............16-16 V-Þýskaland-Búlgaría......25-13 Lokastaða 1. ísland...5 4 0 1 114-91 8 2. Rúmenía...5 3 1 1 120-103 7 3.Sviss.....5 3 1 1 98-98 7 4. V-Þýskal...5 3 0 2 112-89 6 5. Búlgaría....5 1 0 4 99-119 2 6. Holland...5 0 0 5 95-148 0 SteSn Kristjánsson, DV, Strasbourg: Bogdan Kowalczyk landshðsþjálf- ari hefur örugglega ekki getað hugs- að sér betri andstæöinga en Pólverja í lokaleik sínum með íslenska lands- liðið. Eftir stóran og skemmtilegan sigur á Hollendingum, 31-17, er Ijóst að ísland leikur til úrshta gegn Pól- landi í B-keppninni á sunnudag. Bogdan, sem er Pólverji, hefur náð einstökum árangri með íslenska landsUðið og það yrði vægast sagt stórkostlegur endir hjá þessum snjaUa þjálfara ef hann myndi stýra íslenska liðinu til guUverðlauna í París. Leikur íslendinga gegn HoUandi var góður og þá séstaklega fyrri hálf- leikurinn. í síðari hálfleik gerði Uðið nokkur mistök. Engu að síður lék Uðið af miklum krafti og það var aðdáunarvert að sjá hve mikU bar- átta var í íslenska Uðinu og vanmat var ekki fyrir hendi. Leikurinn var mikUvægur fyrir okkar menn vegna markatölu en þrátt fyrir að Uðið þyrfti á stórum sigri að halda,,eins og staðan var fyrir leik Sviss og Rúmeníu, þá léku leikmenn Uðsins af festu og öryggi og unnu glæsflegan sigur eftir að hafa haft yfir í leik- hléi, 18-10. Einar og Jakob góðir Eins og áður sagði átti allt íslenska Uðið frábæran leik en vert er þó að geta frammistööu þeirra Einars Þor- varðarsonar og Jakobs Sigurðsson- ar. Einarvarði 21 skot í leiknum, þar af eitt víti, og Jakob var öryggið upp- málað í sóknarleiknum. Þá má einn- ig geta stórglæsUegra marka Héðins GUssonar sem hefur komið manna mest á óvart í íslenska Uðinu í þess- ari keppni. í heUd áttu allir íslensku leikmennirnir ágætan leik. Mörk íslands: Jakob Sigurðsson 8, ÞorgUs Óttar Mathiesen 6, Héöinn GUsson 5, Kristján Arason 4, Sigurð- ur Sveinsson 3/3, Valdimar Grímsson 2, Alfreð Gíslason 2 og Sigurður Gunnarsson 1. Leikinn dæmdu franskir dómarar, þeir sömu og dæmdu leikinn eftir- minnUega gegn Vestur-Þjóðveijum áður í keppninni. Að þessu sinni dæmdu þeir vel enda hefði hver með- alskussi getað dæmt þennan leik, svo auðdæmdur var hann. Jakob Sigurðsson, hornamaðurinn snjalli, átti stórkostlegan leik gegn Hol- lendingum I gær. Hann skoraði átta mörk úr jafnmörgum tilraunum. Hann fór sem stormsveipur um völiinn f hraðaupphlaupum og var hreinlega með hollenska markvörðinn í vasanum, eins og stundum er sagt. Raunar gilti það sama um varnarmenn hollenska liðsins sem réðu ekki við hraða Jakobs. Símamynd EPA/Simon Stúfar frá Strasbourg Stefán Kristjánssan, DV, Strasbourcp Leikmenn föðmuðust Leikmenn íslenska landsliðsins söfn- uðust saman í íþróttahöllinni í Stras- bourg í gærkvöldi eftir leik Sviss og Rúmeníu. Leikmenn svissneska liðs- ins urðu á vegi þeirra er þeir fóru til búningsherbergis síns og það urðu miklir fagnaðarfundir eins og gefur að skilja. íslensku leikmennimir og þeir svissnesku fóðmuðust innilega og óskuðu hvorir öðrum til hamingju með árangurinn. Vestur-Þjóðverjinn felldi sína menn Þjálfari Sviss í handknattleik heitir áúno Ehret og þykir mjög snjall þjálfari. Hann hefur náð mjög góðum árangri með svissneska liðið á und- anfómum árum. Ehret er Vestur- Þjóðveiji og því var það Vestur- Þjóðveiji sem í raun gerði drauma Vestur-Þjóðveija að engu í gær- kvöldi. Svo getur farið að Vestur- Þjóðveijar falh niður í C-keppni ef þeir tapa fyrir Dönum á sunnudag. íslendingum boðið á Super Cup Eftir því sem áreiðanlegar heimildir DV herma þá hafa Vestur-Þjóðverjar boðið íslendingum á Super-Cup, sem er stórmót í handknattleik háð með vissum fresti. Á Super-Cup er boðið þeim þjóðum sem orðið hafa heims- eða ólympíumeistarar og einni þjóð er að auki boðin þátttaka sem þykir hafa skarað fram úr á alþjóðlegum vettvangi. Þetta boð Vestur-Þjóðveija sýnir glöggt þann sess sem íslenskur hand- knattleikur hefur í dag en íslenska landshðið á nú framundan úrshta- leik í heimsmeistarakeppni B-þjóða sem segir meira en mörg orð um styrk íslenska hðsins. Silfursætið er öugglega í höfn íslensku leikmennimir, aðstandenur hðsins og þeir fjölmörgu íslendingar sem hér fylgjast með gangi mála, réðu sér ekki fyrir kæti í gær þegar rétturinn th að leika í úrshtum og í það minnsta silfursæti var tryggt. Miklu var fagnað í Sviss á sínum tíma en það verður að segjast eins og er að enn meiri ástæða var til að fagna í gærkvöldi en á HM í Sviss 1986. íslendingamir stóðu í faðmlög- um eftir leik Sviss og Rúmeníu og fólk flykktist að leikmönnum ís- lenska hðsins og óskaði þeim th ham- ingju með efsta sætið í mihiriðlinum og úrslitaleikinn. Það hefur oft verið stórkostlegt aö vera íslendingur í útlöndum en aldrei sem í gær. Það hreinlega rigndi upp í nefið á manni af monti. hálfleiknum og skömmu síðar lá knötturinn i netinu eftir að hafa haft viðkomu Simamynd EPA/Simon Kristján Arason stóð fyrir sínu í gær sem endranær. Hér hefur hann brotist í gegn í fyrri í gólfinu. Kristján Arason og félagar hans leika í úrslitum b-keppninnar á sunnudag. Bogdan áfram með landsliðið? - þolinmæði HSÍ-manna eftir svari frá Tiedemann á þrotum Stefin Kristjánsson, DV, Strasbourg: íþróttamála ráðherra Austur-Þýska- lands hefur ekki enn gefiö Handknatt- leikssambandinu svar þess efnis hvort austur-þýski þjálfarinn Paul Tiede- mann verði næsti landsliðsþjálfari ís- lands í handknattleik. Eins og kom fram í DV á dögunum sagði vestur-þýska handboltatímaritið Handbah Woche frá því að Tiedemann hefði þegar skrifað undir samning við HSÍ. Það hefur nú fengist staðfest að þessi frétt tímaritsins er ekki á rökum reist. Þolinmæði HSÍ-manna er á þrotum Forráðamenn HSÍ eru orðnir mjög óþreyjufullir eftir endanlegu svari við thboði sem þeim var sent. Einn af forr- áðamönnum HSÍ sagði í samtali við DV í gærkvöldi að HSÍ gæti ekki beðið nema í nokkra daga í viðbót eftir svari frá austur-þýska íþróttamálaráðherranum. Formaður austur-þýska handknatt- leikssambandsins er staddur hér á B- keppninni í Frakklandi og hann sagði í samtali við DV í gær að Paul Tiedemann hefði ekki enn skrifað undir samning við HSÍ. Hann sagði ennfremur að mál- iö væri óútkljáð. Bogdan áfram landsliðsþjálfari? DV hefur fyrir því öruggar heimhdir að ef ekki verður af komu Paul Tiedem- anns th íslands þá verði aht gert th að fá Bogdan Kowalczyk th að hald áfram með hðiö. Ekki er vitað hvort Bogdan hefur áhuga á áframhaldandi þjálfun íslenska hðsins. Hann er með mýmörg thboð frá fjölmörgum hðum og landshð- um. Það er hins vegar ljóst að ef Tiedem- ann kemur ekki þá munu forráðamenn HSÍ setjast niður og reyna að fá Bogdan th þess að þjálfa hið frábæra hð okkar áfram. Staön KriBtjánason, DV, Straabourg: „Þetta var ágætisleikur þjá okkur gegn Hohandi og nú er bara að eínbeita sér að úrshtaleiknum gegn Pólveijum á sunnudagixm,“ sagði Krislján Arason í samtah við DV í gærkvöldi. , JÉg vhdi frekar fa Pólveijana sem andstæðinga í úrslitaMknum en Frakka. Mér skhst að höllin í Paris taki 12 þúsund áhorfendur og þaö hefði oröið rosalegt að leika gegn Frökkum á heimavehi með 12 þús- und áhoifendur á sínu bandi Pólveijar verða mjög,erfiðir en við ger- um okkar besta sem hingað til»“ sagði Kristján. Alfreð Gíslason „Það var engjn spurning um það að betra var fyrir okkur að fá Pói- veija sem andstæðinga i úrshtaleiknum en Frakka á heimavelli," sagði Alfreö Gíslason í gærkvöldi. Menn biðu óþreyjufullir í gær- kvöldi eftír lokatöium í leik Póhands og Frakklands en úrshtin í leikn- urn skáru úr um það hvort hðiö raætti íslandi í úrshtunum. Jakob frábær - var með 100% skotnýtingu Steián Kristjánsson, DV, Strasbourg: íslenska hðið fékk 47 sóknir í leiknum gegn Hohandi í gærkvöldi og skoraði 31 mark sem gerir sóknamýtingu upp á 65,9% sem er frábær árangur. Lið Hollands fékk 48 sóknir og skoraði 17 mörk sem gerir 35,4% nýtingu. Hér fer á eftir frammistaða einstakra leikmanna: Jakob Sigurðsson skaut 8 skotum og skor- aði 8 mörk, 100% nýting. Jakob vann einn bolta og tapaði öðrum. Þorghs Óttar Mathiesen skaut 7 skotum og skoraði 6 mörk, eitt skotanna var varið. Þorghs Óttar vann einn bolta ög fiskaði víti að auki. Héöinn Ghsson skaut 7 skotum og skor- aði 5 mörk, 2 skot voru varin. Héðinn fiskaði eitt vítakast. Kristján Arason skaut 7 skotum og skor- aði 4 mök, 3 skot voru varin. Kristjn tapaði bolta einu sinni, átti 3 línusendingar og fiskaði eitt vítakast. Sigurður Sveinsson tók 3 vítaköst í leikn- um og skoraði úr þeim öhum. Valdimar Grímsson skaut 4 skotum og skoraði 2 mörk, eitt skotanna var varið og eitt fór framhjá. Valdimar tapaði bolta einu sinni. • Alfreð Gíslason skaut 6 skotum og skor- aði 2 mörk, 3 skot voru varin og eitt fór framhjá. Alfreð átti 2 Unusendingar og fiskaði eitt vítakast. Sigurður Gunnarsson skaut 2 skotum og skoraði eitt mark, hitt skotið var varið. Sigurður tapaði bolta einu sinni og átti eina línusendingu. Guðmunur Guðmundsson skaut einu skoti og það var varið. Geir Sveinsson lék að venju í vöminni og vann boltann einu sinni. Einar Þorvarðarson stóð í markinu ahan leikinn og varði frábærlega vel. AUs varði hann 21 skot og þar af eitt vítakast. Hohendingar voru einum leikmanni færri í 4 mínútur en enginn íslenskur leik- maður var rekinn af vehi í leiknum. Landsliðið slær í gegn: Stjáni og Alli vaða í tilboðum - flölmörg lið vilja fá íslendingana Stefán Kristjánsson, DV, Strasbourg: Forráðamenn fiölmargra hand- knattleiksliða í heiminum eru stadd- ir hér í Strasbourg th að reyna að krækja í góða leikmenn. íslensku landsUðsmennimir hafa ekki farið varhluta af vem þessara manna hér. Eftir síðasta leikinn í mihiriðlinum hér í Strasbourg í gær á miUi Sviss og Rúmeníu komu forráðamenn frá frönsku 1. deildar félagi að máh við Kristján Arason og buðu honum að koma th félagins. „Þeir vhdu fá mig th sín og við ræddum máhn vítt og breytt. Við ákváðum að hafa sam- band aftur þegr ég væri kominn til Spánar. Þýska hðið Dormagen vildi einnig fá mig th sín og líkur vora á því að svissneski landshðsþjálfarinn, Arno Ehret, tæki við hðinu. Þá leit það dæmi nokkuö vel út en nú tel ég engar líkur á því að Ehret taki við Dormagen eftir að Svisslendingar unnu sér þátttökurétt í a-keppninni í Tékkóslóvakíu árið 1990.“ - Ef við htum á stöðu mála í dag. Hvað er líklegast að þú gerir þegar keppnistímabihnu á Spáni lýkur. „Ég er með eins árs samning við Teka á Spáni og ef ég á að meta stöð- una eins og hún er í dag þá reikna ég með því að leika annað hvort áfram á Spáni eða koma heim til ís- lands,“ sagði Kristján Arason. Alfreð með mörg tilboð Forráðamenn vestur-þýska hand- knattleikshðsins Essen era hér í Strasbourg og þeir höfðu samband við Alfreð Gíslason, sem lék með lið- inu í langan tíma, og vhdu ólmir fá hann á ný til félagins. „Ég var ánægður með veru mína hjá Essen og Essen er og verður topp- lið í vestur-þýskum handknattleik. Ég er hins vegar í mjög góðri vinnu og verð því að athuga máhn gaum- gæfilega þegar ég kem aftur heim th Islands," sagði Alfreð Gíslason í sam- tali við DV í gærkvöldi. Alfreð getur vahð úr mörgum th- boðum. Hann er með thboð frá fimm vestur-þýskum félögum og tveimur félögum á Spáni. „Ég er nú að verða þrítugur og ef af því verður að maður fari utan á ný þá get ég sagt að Spánn heillar mig meira. Það yrði rólegra líf þar,“ sagði Alfreð Gíslason. StaSn Kristjánsson, DV, Sttasboung: Kjöldráttur fyrir lítið V-Þjóðveijar unnu stórsigur gegn Búlgörum í leik þjóðanna hér í Strasbourg í gær, 25-13. Ekki dugði þessi sigur Þjóðveija þeim th að komast í a-keppnina og þeir munu leika um 7.-8. sætið. Þjóðveijar höfðu mikla yfir- buröi i leiknum en geta fyrst og fremst þakkaö markveröi sínum, Andreas Thiel, hve sigurinn varð stór. Hann varði frábærlega enda skoruðu Búlgarir ekki nema fjög- ur mörk í fyrri hálfleik og ekki það fyrsta í síðari hálfleik fyrr en eftir 9 mínútur. Forleikurinn Það kemur í hlut Dana og V- Þjóðverja að leika „forleik" að úrshtaleik íslendinga og Pólveija í Bercy-höhinni í París á sunnu- dag. Liðin leika um 7.-8. sætið klukkan 11.15 að íslenskum tíma. Leikur íslands og Póhands hefst síðan klukkan 13.15 að íslenskum tíma. Á laugardag leika Rúmenía og Spánn um 3.-4. sætið, Sviss og Frakkland um 5.-6. sætiö, Búlg- aría og Kuba um 9.-10. sætiö og loks Hohand og ísrael um 11.-12. sætið. Norðmenn hafa þegar hafnaö í 13. sæti, Austurríkis- menn í 14. sæti, Egyptaland í 15. sæti og Kuwait fékk þann vafa- sama heiöur að verma ,júmbó- sætiö", það er aö segja 16. sætið. Ósigur mafíunnar Jafntefli Sviss og Rúmeníu ígær var af flestum túlkað sem mikih ósigur fyrir IHF-mafluna og Rúmena sem taldir eru hafa átt hlut i því að þyggja mútur frá V-Þjóðverjum. Rumenar féllu á eigin bragöi og voru allt annað en upplitsdjarfir i gær. Hafa efiaust vhjað hafa stigin tvö sem þeir töpuöu gegn V-Þjóðveijum eftir ósigurmn gegn Sviss. Sá besti meiddur Það ætti að færast landsliði okkar til tekna á sunnudaginn, þegar leikið verður um 1. sætið gegn Póhandi. að einn besti leikmaður póiska liösins, Waskiewich, er meiddur og leikur ekki hand- knattleik næstu vikurnar. Waskiewich meiddist iha á fæti í leik Póhands og Spánar og var skorinn upp í gær. Kappinn er einn leikreyudasti handknatt- leiksraaður Pólveija og hefur verið tahnn einn besti handknatt- leiksmaður heims í áraraöir, Sviss náði markinu Stemmningin hér .í íþróttahöh- inni í Strasbourg var ólýsanleg þegar Svisslendingar léku gegn Rúmenum. Sviss varð að ná stigi til að komast í a-keppnina en að öðrum kosti var möguleiki fyrir hendi á c-keppni. Ef Svislending- ar myndu vinna stig þá voru V- Þjóðveijar dottnir í það minnsta í b-keppnina. Leik Sviss og Rúmeniu lauk með jafntefli, 16-16, eftir æsi- spennandi ieik. Svisslendingar höfðu lengst af frumkvæðið og forystu í leikhléi, 9-6. í síöari hálfleik var barist th síöasta blóð- dropaog Rúmenar jöfnuöu, 12-12, þegar um 10 mínútur voru tíl leiksloka. Ekki heyrðist manns- ins mál í Höllinni á lokamínútun- um. V-Þjóðveijar biðu lika agn- dofa. Og vonbrigði þeirra þegar jafhtefliö var staðreynd voru óskapleg. Svisslendingar stigu vhltan striðsdans um aha hölhna og margir þeirra eru eflaust dans- andi enn. Árekstrar Margir útsendarar erlendra hða eru hér í Strasbourg og flestir ft-á V-Þýskalandi. Nú kann þessutn mönnum að geta reynst erfitt að ná i leikmenn sem leika með landshöum sínura i a-keppni. V- Þjóðveijar verðaib-eða c-keppni og þegar undirbúningurinn fyrir a-keppnina raun standa sera hæst þá er deildakeppnin í Þýskalandi í fullum gangi. Mjög margir forráðamenn lið- anna sem leika í Strasbourg hafa líst yfir undrun sinni á því að Bogdan Kowalczyk skuli vera að hætta með íslenska lanshðið. Bogdan er meö mörg tilboð í vasnum en eins og fram kemur amiar staöar á síðunni er ekki aiveg útilokað að Bogdan stjórai islenska landshðinu áfram. íþróttir Bergþór Magnússon. Knattspyma: Bergþór ferí Víkverja Áreiðanlegar heimhdir DV herma aC Bergþór Magnússon, knattspyrnumaður úr Val, hafi ákveðið að skipta í Víkveija sem leikur í þriöju dehdinni. Bergþór er fæddur árið 1962 og hefur sphað 46 leiki í fyrstu dehd- inni og skorað í þeim 5 mörk. Hann spilaði tvo leiki með Val í fyrstu deild á síðasta sumri. Ekki þarf aö íara mörgum orð- um um hver styrkur Bergþór verður Víkverjahðinu. Þess má geta að Vilhjálmur Sig- urhjartarson verður áfram þjálf- ari Víkveija. Liðið varö í 5. sæti í suövesturriðli þriðju dehdar í fyrra undir hans sijóm. Var það fyrsta ár Reykjavíkur- hðsins í þriöju deildinni. JÖG Körftíknattleikur: UMFN og ÍR íúrslit Ægir Máx Káiaaon, DV, Suðumesjum: Njarövikingar leika til úrshta í •bikarkeppni KKÍ i körfUknatt- leik. Þetta varð þóst eftir að Njarðvikhigar sigraðu KR, 95-90, í síðari ieik Mðanna í Njarðvík í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var, 52-42, fyrir Njarövík. Stigahæstir Njarðvíkinga: Teit- ur Örlygsson 28, Helgi Rafnsson 23, Kristinn Einarsson 14. Stigahæstir KR: Jóhannes Kristbjömsson 24, Guðni Guöna- son 21, Gauti Gunnarsson 13. AuöveithiáÍR ÍR-ingar áttu ekki í miklum erf- iöleikum með b-hð Niarðvíklnga í 4-höa úrshtum bikarkeppni KKÍ. ÍR sigraði, 99-77, eftir að staðan í hálfleik var, 62-38. ÍR mæta þvi Njarðvikingum i úr- shtaleik. Stigahæstir ÍR: Jón Om Guð- mundsson 20, Sturia Örlygsson 19, Björa Steffens 16. Stigahæstur UMFN-b: Þor- steinn Bjarnason 21. -JKS ÍBK vann á Akureyri C3ylfi Kristjáiis soa, DV, Ataaieyri: ÍBK sigraði Þór, 85-122, i leik hðanna í Flugleiðadehdinni á Akureyri í gærkvöldi. í hálfleik var staöan 34-55. Stig Þórs: Kristján Rafnsson 20, Björa Sveinsson 19, Guðmundur BjÖrasson 16, Eirikur Sigurðsson 16, Einar Karlsson 6, Jóhann Sig- urðsson 6, Einar Viðarsson 2. Stig ÍBK: Guðjón Skúlason 30, Sigurður Ingimundarson 18, Jón Kr. 15, Axel Nikulásson 15, AJbert Óskarsson 15, Nökkvi Sveinsson 9, Egill Viðarsson 9, Falur Harð- arson 6, Einar Einarsson 5.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.