Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1989, Blaðsíða 28
44 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989. + Innilegar þakkir færum við þeim er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, dóttur okkar, móður, ömmu, dótturdóttur og systur, Áróru Sjafnar Ásgeirsdóttur hjúkrunarfræóings. Helgi Grétar Lára Herbjörnsdóttir Kjartan Sveinsson Hanna Lára Sveinsdóttir óskíró Gunnarsdóttir Ásgerður Ásgeirsdóttir Árný S. Ásgeirsdóttir Kristinsson Ásgeir Ármannsson Ásgeir Sveinsson Þórhildur Sif Jónsdóttir Guðbjörg Jónsdóttir Guðbjörn Ásgeirsson Einar Ásgeirsson Andlát Gunnar Þorsteinsson, Reykjalundi, lést í Borgarspítalanum 22. febrúar. Emilía Albertsdóttir frá Sléttu, Sléttuhrauni, Hraunbraut 14, Kópa- vogi, er látin. Jarðarfarir Steinar Þórhallsson frá Ánastöðum, Framnesvegi 10, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 14. Þórarinn Jónasson, Hróarsdal, verð- ur jarösunginn frá Sauðárkróks- kirkju laugardaginn 25. febrúar kl. i5. Brynhildur Björgvinsdóttir frá Ás- laugarstöðum, Lónabraut 23, Vopna- firði, verður jarðsungin frá Vopna- fjarðarkirkju laugardaginn 25. febrú- ar kl. 14. Hrefna Sigríður Bjarnadóttir, Skál- holti 15, Ólafsvík, verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 14. Rútuferð verður frá BSÍ á laugardagsmorgun kl. 8. .Elísabet Einarsdóttir lést 14. febrúar. Hún var fædd 3. nóvember 1898 í Hafnarfirði, dóttir hjónanna Einars Ólafssonar og Sigríðar Jónsdóttur. Hún giftist Guðmundi Ágústi Jóns- syni en hann lést árið 1982. Þau hjón- in eignuðust sex börn. Útfór Elísabet- ar verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag kl. 15. Fundir ítalsk-íslenska félagið mun halda aðalfund sinn sunnudaginn 26. febrúar nk. kl. 16.30 í Djúpinu, kjall- ara veitingahússins Hornsins við Hafnar- stræti í Reykjavik. Á dagskrá verða venjuleg aðalfúndarstörf. Aðalfundur Félags ísl. kjötiðnaðarmanna verður haldinn laugardaginn 25. febrúar kl. 13.30 að hótel Holiday Inn. Dagskrá fundarins: venjuleg aðalfundarstörf. Kvenfélag Neskirkju Áður boðaður aðalfundur kvenfélags Neskirkju verður haldin nk. mánudags- kvöld kl. 20.30 í safnaðarheimili kirkj- unnar. Ítalsk-íslenska félagið mun halda aðalfund sinn sunnudaginn 26. febrúar nk. kl. 16.30 í Djúpinu, kjallara veitingahússins Hornsins við Hafnar- stræti í Reykjavik. Venjuleg aðalfundar- störf. Stjóm félagsins skipa: PYiðrik Ás- mimdsson Brekkan formaður, Júlíus Víf- ill Ingvarsson, Karl Steingrímsson, Soffia Gísladóttir, Björgvin Pálsson, Magnús Skúlason og Sigurður Demetz Franson. Meiming I einu orði sagt frábært Olivier Messiaen er ekki mikið tónskáld af því að hann er trúaður kaþólikki. Og það er ekki trúarleg upphafning hans sem hrífur okkur. Messiaen er mikiö tónskáld vegna þess að hstgáfa hans er á háu stigi. Hann er snillingur. Hann er einnig eihlægur sem listamaður, reynir ekki að semja annað en það sem hann heyrir í sáhnni. Þess vegna hrífur hann okkur. En það myndi hann líka gera ef hann væri „trú- laus“ í venjulegum skiiningi, tryði t.d. bara á „hið góða, fagra og sanna" eða aðra eins fjarstæðu. Það er sniUd og heilindi listamann- anna sem nær til okkar en ekki persónuieg trú þeirra eða trúleysi. Eða kommúnismi! Og þess vegna getur jafnvel tón- listargagnrýnandi DV, sem trúir á trunt trunt og trölhn í fjöllunum, notið hstar Messiaen í botn. Gagn- rýnandinn getur varla lýst þeim Oliver Messiaen. Tónlist Sigurður Þ. Guðjónsson áhrifum sem músík þessa djúpa og mikla manns hefur á hann. En fmnur þó að þau bæta einhverju mikilvægu við tilfmninguna fyrir að vera til. Gagnrýnandinn verður því ofurlítið meira til. Lífið verður dýrmætara. En alls ekki skiljan- legra. Bara betra. I gærkvöldi gerðist það undur í Langholtskirkju að Kammersveit Reykjavíkur flutti tónverkið Frá gljúfrunum til stjarnanna eftir Messiaen. Stjórnandi var Paul Zukovsky. Einleikarar voru Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó, Joseph Ognibene á horn, Eggert Pálsson á klukkusph og Maarten van der Valk á xylorimba. Þetta er dýrlegt tónverk. Dýrlegt tónverk. Og flutningur hljómsveitar og einleikara var í einu orði sagt: Frá- bær. Tilkyimingar J. Þorláksson & Norðmann í nýtt húsnæði J. Þorláksson & Norðmann hf. hafa ný- verið fest kaup á húsnæði Kristins Guðnasonar hf. við Suðm-landsbraut 20 þar sem áður var aðsetur BMW bílaum- boðsins. í brunanum mikla að Réttar- hálsi 2, þann 4. jan. sl., skemmdist hús- næði J. Þorláksson & Norðmann hf. veru- lega og hefur starfsemin síðan verið í bráðabirgðahúsnæði við þröngan kost. Viðgerð og endurbygging hússins að Réttarhálsi 2 mun fyrirsjáanlega taka það langan tíma, að nauðsynlegt var að koma rekstrinum fyrir í nýju og hentugu hús- næði sem fyrst. Á nýja staðnum verður innréttaður sýningarsalur fyrir bað- herbergi, þar sem sýnd verða fullbúin baðherbergi frá öllum helstu framleið- endum í Evrópu með svipuðu sniði og var á gamla staðnum. Gert er ráð fyrir að vinna við innréttingar taki u.þ.b. tvo mánuði. Fyrirlestrar Aldamótakonur í íslenskri myndlist Hrafnhildur Schram listfræðingur mun flytja fyrirlestur í Hafnarborg mánudag- inn 27. febrúar nk. kl. 20.30. Erindi Hrafn- hildar hallar um aldamótakonur í ís- lenskri myndlist. í fyrirlestri sínum mun Hrafnhildur rekja sögu nokkurra þess- ara kvenna og sýna litskyggnur af verk- um þeirra. Heyrum hvorki né sjáum Einn daginn á milli jóla og nýárs sat ég hér við skrifborðið mitt. Fyr- ir framan mig lá blað sem hafði borist inn í korta- og bréfaflóðinu. Þetta blað bar yfirskriftina Fengur. Blað JC Húnabyggöar í A-Húna- vatnssýslu, 2. tölublað 1. árg. í ramma fyrir neðan stóð „Kveðjur til Húnvetninga frá Vigdísi Finn- bogadóttur, forseta íslands." Eg las þama góða og þarfa hug- vekju sem snerti mig. Eina máls- grein ætla ég að taka hér upp sem er mér einkar hugstæð. „Við megum ekki gleyma því nokkra stund aö það erum við full- orðna fólkið sem berum ábyrgð á því að kenna æskunni tungumálið. Bömin hafa eftir það sem fyrir þeim er haft.“ Mér hefur oft dottið í hug að þeg- ar samtökin Vímulaus æska vom stofnuð hefðu þau heldur átt að heita vímulausir foreldrar, vímu- laus æska því að við getum verið viss um að foreldrum í vímu tekst aldrei að ala upp vímulausa æsku. Ég fletti nú blaðinu og stoppaði við fyrirsögn um hugmynd að stofnun samtaka um sorg og sorgarvið- brögð, síðan sneri ég blaðinu við og leit á baksíðuna. Hér blasti við önnur rammafyrirsögn og ég hrökk við. Hvað var nú þetta? „Blönduósingar vilja áfengisút- sölu“. Að velja rétt Eins og kom fram í fjölmiðlum í sumar, þegar Blönduós varð bær, hefur með því skapast forsenda fyrir áfengisútsölu á staðnum. Við skulum hta á þessa frægu heimild í áfengislögum nr. 82 frá 1969, 10. grein. í þessari lagaheimild segir að ef 'A hluti kjósenda eða meiri- hluti bæjarstjómar krefst þess skuli fara fram atkvæðagreiðsla og síðan dugir meirihluti greiddra at- KjaUarinn Snorri Bjarnason ökukennari Blönduósi kvæða. Síðan er sagt frá könnun sem JC Húnabyggð gerði á vilja kosningabærra bæjarbúa, 18 ára og eldri, um þetta málefni. Eftir þennan lestur dró ég þá ályktun að hér væri verið að und- irbúa jarðveginn að opnun áfengis- útsölu og bjórstofu, sem aftur varð til þess að ég tók pennann og fór aö hripa niður hugleiðingar sem sóttu á mig. Jæja, þetta birtist svo sem grein í Morgunblaðinu 3. jan- úar. Mér til gleði og uppörvunar hafa margir hitt mig og hringt til mín til að þakka mér fyrir og meira að segja fólk sem notar mikið áfengi hefur sagt mér að það sé mér alveg sammála og við höfum ekkert með þetta aö gera. Nokkrir hafa þó talað til mín á öðrum nót- um, sagt sem svo að þeir vilji hafa rétt til að velja og hafna. Síðastur manna vildi ég hafna þeim rétti en honum fylgir bara sú skylda að reyna að velja rétt, velja það sem er okkur fyrir bestu. Aðrir hafa sagt að notkun vímuefna hafi fylgt mannkyninu frá fyrstu tíð og það verði svo áfram. En hefur ekki tæknibylting síðustu ára fært okk- ur heim sanninn um það að ekkert er óumbreytanlegt? Einn góður vinur minn og athafnamaður hér á Blönduósi, sem með fleiru rekur söluskála, hefur sótt um leyfi fyrir bjórsölu í skálanum. Hann sagöi við mig að í hjarta sínu hefði hann megnustu skömm á þessu en úr því að þetta ætti að koma sæi hann ekki ástæðu til annars en hann fengi þetta leyfi og það gæti kannski bjargað rekstrinum. Já, það góða sem ég vil, það geri ég ekki, það vonda sem ég vil ekki, það geri ég. Einn góður og greindur maður sagði við mig: „Þú veist ekk- ert hvað þú ert að tala um því þú hefur aldrei drukkið." Ég svaraði því til: „Þú hefur heldur aldrei drukknað en þó myndir þú reyna að bjarga manni frá drukknun eða forða honum frá því að detta út- byrðis.“ Aðstandendur Fengs, þessa blaðs sem varð þess valdandi að ég fór að skrifa niður þessar hugleiðing- ar, áttu við mig mjög elskulegt sam- tal. Þeir hörmuðu að ég hefði dreg- ið af skrifum þeirra rangar álykt- anir. Meiningin með könnuninni hefði aöeins verið að komast að því hvað máhð ætti mikið fylgi og fá umræður. Mér þykir leitt að hafa haft þetta fólk fyrir rangri sök en það er þá bót í máh að umræður komust af stað og ég varð fyrstur á mælendaskrá. Það koma vonandi fleiri á eftir. Orðið er laust. Af því að það virðast ekki allir hafa skihð hvað ég var að reyna að segja í Morgunblaðinu þá ætla ég að gera tilraun tíl að draga það örlítið skýrari línum. Með orðum okkar og athöfnum erum við alltaf að gefa öðrum fordæmi sem verður til hls eða góðs eftir því hvemig okkur tekst th. Þess vegna fer það eftir okkur, hverju og einu, hvernig þjóðfélagi við búum í. Ég vísa th orða forseta íslands hér að framan. Við höfum sýnt það, íslendingar, að við getum stillt liugina saman og með samstihtu átaki getum við og höfum unnið stórvirki. Lítið bæjarfélag eins og Blönduós getur sthlt strengi sína þannig að jafn- framt því að fegra umhverfið fegr- um við líka mannlífið og gefum öörum landsmönnum svo gott for- dæmi að úr verði virkilega fagurt þjóðlíf. Það rifjast upp fyrir mér ein af perlum Bólu-Hjálmars og læt ég hana fylgja hér meö. Víða th þess vott ég fann, þó venjist tíðar hinu, að guö á margan gimstein þann sem glóir í mannsorpinu. Ekki eftirprentun stórþjóða Hver veit nema guð æth íslensku þjóðinni að verða sá gimsteinn sem skærast glóir í mannsorpinu. Eða á það kannski eftir að verða hlut- skipti þessarar þjóðar að hafa að eigin vali týnst inni í þeim mikla sorphaug sem heimurinn virðist vera að verða. Það er hlálegt að í sömu blöðunum sem við lesum um það að þjóðin bíði spennt eftir bjór- deginum, eins og börn sem bíða spennt eftir því að stundin renni upp sem þau mega opna jólapakk- ana sína, lesum við líka um aukna eiturlyíjanotkun og stórfelldara eiturlyíjasmygl, auk frásagna af unglingum sem ógna fólki með hnífum og fullorðnu fólki sem stingur hvað annað th ólífis. Getum við látið sem við hvorki sjáum né heyrum? Getur ein tekjuhæsta og menntaðasta þjóð í heimi haldið áfram að ana yfir á rauðu ljósi og láta það sannast á sjálfri sér að það er meiri vandi að gæta fengins fjár en að afla þess? Nei, við getum það ekki og gerum það ekki. Það er að fara af stað þjóðarátak með þaö markmið aö stööva uppblástur landsins og græða það upp að nýju. Það þarf að friða nýgræðinginn og verja fyrir ágangi. Við þurfum líka aö stöðva uppblásturinn í mannhf- inu og græða sárin og við þurfum að friða dýrmætasta nýgræðing- inn, börnin okkar, og verja hann fyrir ágangi heimskulegrar drykkjutísku. Við skulum hætta öllum thraunum til að vera ein- hvers konar eftirprentun af stór- þjóðunum. Þorum bara að vera ei- lítið öðruvísi því það aflar okkur virðingar meðal annarra þjóða. Hópar af besta fólki þjóðanna munu þá fyha hótelin okkar og vilja kynnast okkur og okkar stór- brotna landi og það mun komast að því að guð á margan gimstein þann sem glóir í mannsorpinu. Snorri Bjarnason „Getur ein tekjuhæsta og menntaðasta þjóð í heimi haldið áfram að ana yfir á rauðu ljósi?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.