Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1989, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989. 9 Útlönd :|s : : Verðir keisarans bera kistu Hirohitos að við útförina i morgun. Simamynd Reuter Himinninn grét líka Japanir kvöddu í dag sinn síðasta mannlega guö með athöfn þar sem viðstaddir voru vinir og fyrrum óvinir alls staðar að úr heiminum. Athöfnin hófst skömmu eftir dög- un í morgun og hélt áfram með þriggja klukkustunda útfararat- höfn fyrir alla helstu þjóðarleið- toga heims. Á meðan á þeirri at- höfh stóð var ísköld rigning. Atöfn- inni lýkur í kvöld með því að keis- arinn verður lagður til hinstu hvílu á kirkjugarði í vesturhluta Tokýo. „Það voru hjörtu okkar sem feng- u okkur hingaö til að sjá keisarann. Þetta er í síðasta skipti sem hann fer fram hjá fyrir framan augu okkar,“ sagði sjötíu og flögurra ára gamall syrgjandi. Annar syrgjandi, fyrrum sfjóm- arerindreki, hafði skýringar á regninu á reiðum höndum, „Hi- minninn er líka að gráta," sagði hann. Hirohito, sem var keisari í sextíu og tvö ár, er fyrsti keisarinn í tvö- þúsund ár sem er grafinn sem maður en ekki sem guð. Hann af- salaði sér guðstign eftir ósigur Jap- ana í seinni heimsstyijöldinni. Verðir keisarans báru kistu keis- arans, sem vegur um fjögur hundr- uð og fimmtíu kíló, til garðhýsis í Shinjuku garði í Tokýo, þar sem aðalathöfnin fór fram. Viðstaddir voru leiðtogar rúmlega eitt hundr- að og fimmtíu ríkja. Mörg þeirra börðust gegn Japan í seinni heims- styijöldinni. Akihito keisari, sonur Hirohitos, byijaði daginn með bænarstund í höllinni. Hann fylgdi síðan kistu fóður síns í garðinn. Nagao, ekkja Hirohitos, sem er áttatíu og fimm ára gömul, var sögð of veikburða tii að vera viðstödd útfórina. Við athöfnina voru fimmtíu og fimm þjóðhöfðingjar, fjórtán með- hmir konungsfjölskyldna og ellefu forsætisráðherrar auk um það bil tíu þúsund annarra boðsgesta. Meðal þeirra sem voru viðstaddir voru George Bush, forseti Banda- ríkjanna, Filippus prins frá Bret- landi, Mitterrand Frakklandsfor- seti, Weizsaecker, forseti Vestur- Þýskalands, Baldvin Belgíukon- ungur, Benazir Bhutto, forsætis- ráðherra Pakistan, og að sjálfsögöu frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands. Filippus prjns hneigði sig ekki fyrir kistu Hirohitos en hann hneigði sig fyrir Akihito. Margir fyrrum hermenn í Bretlandi höfðu krafist þess að Bretar sniðgengju útförina vegna þeirra ódæðisverka sem framin voru í nafni Hirohitos í síðari heimsstyijöld. Reuter Takeshita, forsætisráðherra Jap- ans, vísar hér Benazir Bhutto, for- sætisráðherra Pakistans, til sætis síns í morgun við upphaf útfararat- hafnarinnar. Simamynd Reuier Það var aðallega eldra fólk sem fylgdi gamla keisaranum til grafar. Simamynd Reuter Búddamunkar biðjast fyrir í regn- inu i morgun. Þúsundir borgara létu sig hafa það aö standa úti í ískaldri rigningu til að votta keisar- anum virðingu sína. Símamynd Reuter Barbara Cili, systir stúlkunnar sem skotin var til bana í Soweto í gær, hlaut brunasár af völ.dum bensínsprengju sem byssumennirnir köstuðu inn á heimili þeirra. Simamynd Reuter Morð í Soweto Suður-afríska meþódistakirkjan hefur sakað Winnie Mandela, eigin- konu blökkumannaleiðtogans, um lygar til verndar lífvörðum sínum. Kirkjan hafnar uppástungum um að hún hafi tekið þátt í samsæri ásamt suður-afrísku lögreglunni til aö koma sök á lífverði Mandela. Enn eitt morð var framið í gær sem tahð er að tengja megi fyrri morðum sem lífverðir Mandela eru sagðir við- riðnir. Unglingsstúlka var skotin til bana er ráðist var inn á heimili henn- ar í Soweto. Bensínsprengju var einnig kastaö inn í húsið. Lögreglan rannsakar nú hvort um hefndarað- gerðir hafi verið að ræða. Húsið til- heyrði konú sem handtekin var í sambandi við morðið á einum líf- varða Mandela, Maxwell Madondo. Reuter Electrolux útlitsgallaða kæli- og frystiskápa með verulegum afslætti! Vörumarkaðurinn KRINGLUNNI SÍMI 685440

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.