Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1989, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1989, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989. ViðskiptL Sala spariskírtema léleg: Ríkið hefur misst milljarð í spariskírteinum í burtu Eigendur spariskírteina ríkissjóðs hafa innleyst spariskírteini fyrir rúma 1,4 milljarða króna frá áramót- um. Á sama tíma hefur ríkissjóður selt ný spariskírteini fyrir rúmar 500 milljónir króna. Þetta þýðir að 900 miRjónir í spariskírteinum hafa horfið frá ríkissjóði og leitað eitt- hvert annað á peningamarkaðinn. Ríkisstjómin ráðgerir að selja spariskírteini ríkissjóðs fyrir um 5,3 mfiljarða á þessu ári. Upphaflega var ætlunin að selja 4,7 milljarða á árinu. Það var sú upphæð sem rætt var um að bankar og verðbréfasjóðir myndu tryggja sölu á árinu. Upp úr þessum viðræðum shtnaði og ríkissjóður á- kvað sjálfur að koma inn á markað- inn og selja spariskírteinin. Öfluga sölukerfið ekki komið Már Guðmundsson, efnahagsráðu- nautur Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra segir að þaö sem hafi tafið fyrir sölu skírteinanna sé skortur á öflugu sölukerfi. „Það kröftuga sölukerfi sem við ætlum að koma á er enn ekki komið tíl sögunn- ar. Á meðan reka verðbréfasjóðimir og bankarnir mjög harða sölu- mennsku." Bankamir og verðbréfasjóðimir sátu uppi með um 1.700 miUjónir króna í óseldum spariskírteinum í lok síðastUðins árs. Þetta vom skír- teini sem þessir aðUar vom búnir að tryggja sölu á gagnvart ríkissjóði. Forráðamenn bankanna og verð- bréfasjóðanna segja að ástæðan fyrir sölutregðu skírteinanna sé sú vaxta- lækkun sem ríkissjóður ákvað í októ- ber síðasthðnum. Þá vom vextir af 3ja ára bréfum lækkaðir úr 8 pró- sentum í 7,3 prósent. Skömmu áður, í ágúst, höfðu vextirnir á þessum spariskírteinum veriö lækkaðir úr 8,5 prósentum í 8 prósent. Á skömm- um tíma lækkuðu vextimir þvi um 1,2 prósent. Þetta virðist hafa riðið baggamuninn. Sala skírteinanna snarminnkaði. Samdráttur í tekjum fólks Fleira hefur samt komið til. MikiU samdráttur varð í þjóðfélaginu seinni hluta síðasta árs. Tekjur fyrir- tækja og einstakUnga drógust sam- an. Þetta hafði líka áhrif á sölu skír- teinanna. Flestir telja þó að vaxta- áhrifin hafi haft meira að segja en tekjuáhrifin. Að meira samband sé á miUi vaxta og sölu skírteinanna. Bankamir og veröbréfasjóðimir hafa selt jafnt og þétt úr 1.700 miUj- óna spariskírteina-pakkanum frá áramótum. Þessi sala hefur átt sér stað á Verðbréfaþingi íslands og inn- an bankanna og verðbréfasjóðanna sjálfra. Upphæðin nemur hundmð- um miUjóna króna. Bankanir og veröbréfasjóðimir eiga þó ennþá óseld spariskírteini að andvirði vel yfir miUjarði, að því er menn á verð- bréfamarkaðnum áætla. Dágóð sala á Verðbréfaþinginu Það er athygUsvert að bankarnir og verðbréfasjóðimir hafa selt skír- teinin á Verðbréfaþingi íslands með hærri vöxtum en ríkissjóður hefur boðið á nýjum skírteinum. Þeir hafa jafnvel teygt sig í 8 prósent vexti til að geta selt skírteinin, Skírteini til lengri tíma hafa þeir selt með 7,3 til 7.5 prósent vöxtum. Á sama tíma hefur ríkið boðið 7 prósent vexti á 5 ára skírteinum og 6,8 prósent vexti á 8 ára skírteinum. En verðbréfamarkaðurinn er ekki bara sala spariskírteina ríkissjóðs. Bankatryggð skuldabréf bjóðast núna á um 8,5 til 9 prósent vöxtum, skuldabréf traustra fyrirtækja á um 10.5 tU 11 prósent vöxtum og skulda- bréf verðbréfasjóðanna bjóðast á aUt Fréttaljós Jón G. Hauksson að 12,5 prósent vöxtum. Áhættu- mestu bréfin, sem em veðskuldabréf fyrirtækja og einstakUnga, bjóðast á aUt að 14 til 15 prósent vöxtum. Yfirlýsingar þýddu óvissu MikU óvissa greip um sig á verð- bréfamarkaðnum síðastUðið haust þegar þessi ríkisstjóm tók við völd- um. Yfirlýsingar flugu um krukk í lánskjaravísitöluna og jafnvel afnám hennar. Einnig að vextir á spariskír- teinum ættu eftir að lækka og til við- bótar yrði fóUc hugsanlega að greiða skatta af vaxtatekjum. Þessar yfir- lýsingar sköpuöu óvissu. Væntingar hafa mikU áhrif á pen- ingamörkuðum. Ef sparifjáreigandi telur að ríkisstjóm nái ekki þeim markmiöum sínum að lækka vextina heldur neyðist tíl að hækka þá aftur er mjög líklegt að hann haldi að sér höndum og kaupi ekki skírteini. Trúi hann að vextir eigi eftir að lækka ennþá meira er líklegt að hann rjúki strax tU og kaupi skírteini með þeim vöxtum sem í boði em þá stundina. Leitað á náðir hærri vaxta Sala spariskírteina ríkissjóðs í jan- úar og febrúar bendir tíl þess að þeir sem innleystu spariskírteinin, og hefðu undir venjulegum kringum- stæðum keypt ný, hafi að þessu sinni farið annað og keypt bankabréf eða skuldabréf hjá verðbréfasjóðunum. Með öðrrnn orðum að þeir hafi leitað á náðir hærri vaxta. í stjómarsáttmálamun stendur að markmið ríkisstjómarinnar sé að koma vöxtunum niður um 3 prósent, að vextir lækki úr 8 prósentum í 5 prósent á nýjum spariskírteinum ríkissjóðs. Það verður mjög spennandi að sjá hvort þaö gengur eftir. Ljóst er að Vextir á spariskírteinum til skemmri tíma I I V ■ i,5% ^CD 1 7 n°/ . . /yVJ /O ÉIÉI! K ^ 7,0% ■ : I ! I 2 ár 2 ár 3 ár 3 ár 5 ár íís f. J MMMN 5,0% jan.87 sept.87 jan.88 ág.88 okt.88 jan.89 vor89 Vextir á spariskírteinum til lengri tíma jan.87 sept.87 jan.88 ág.88 okt.88 jan.89 vor89 Markaðsstjóri Marels, Þórólfur Árnason, sýnir norrænu tæknifulltrúunum nýjustu tækni og vfsindf hjá Marel. DV-mynd GVA Tæknikarlar til Marels Fjórir tæknifuUtrúar frá Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Danmörku funduðu hér á landi í síðustu viku og kynntu jafnframt notkun tölvu- gagnagrunna til boðmiðlunar á upp- lýsingum um tækni. Koma tæknifull- trúanna hingað er í tengslum við verkefnið: Hvemig auka megi al- þjóðleg samskipti íslenskra fyrir- tækja. Tæknifulltrúamir sóttu nokkur ís- lensk iönfyrirtæki heim. Þeir skoð- uðu fyrirtækið Marel síðastliðinn fostudag en Marel er þekkt fyrir framleiðslu og útflutning á tölvuvog- um fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi. Öll Norðurlöndin nema ísland era með skrifstofur tæknifulltrúa í þeim löndum heims þar sem tækniþróun er hvað örust. Þetta era lönd eins og Japan, d ndarikin, Þýskaland og Bretland -JGH vextir á öllum verðbréfum á mark- aðnum verða þá að fylgja eftir og lækka. Ekki þýðir fyrir ríkisstjóm- ina að lækka einungis vexti á spari- skírteinum ríkissjóðs enda leita þá peningarnir einfaldlega annað. Þess vegna er í framvörpum ríkisstjóm- arinnar á Alþingi að finna ákvæði um handafl að tökum verði náð á bankakerfinu og verðbréfasjóðunum með setningu hámarksvaxta. Það verður fróðlegt að sjá hvernig sparifjáreigendur bregðast við. Við- skiptin ganga einfaldlega út á þaö hvort sá hópur fólks sem á peninga, og vill lána þá, er tilbúinn að lána á því verði sem skuldarinn óskar. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 8-10 Bb.Sb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 8-11 Vb.Sb 6 mán. uppsögn 8-13 Vb.Sp 12mán. uppsögn 8-9,5 Ab 18mán. uppsögn 20 lb Tékkareikningar, alm. 2-4 Ib.Sp,- Vb.Lb Sértékkareikningar 3-10 Bb.Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Vb 6mán. uppsögn - 2-3,5 Sp.Ab,- Vb.Bb Innlánmeðsérkjörum 18 Sb Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 8,25-8,5 Bb.Vb,- Sb,Ab Sterlingspund 11,5-12,25 Ab Vestur-þýsk mörk 5-5,6 Bb.lb,- Vb.Sb,- Sp Danskar krónur 6,75-8 Vb.Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 14-20 Lb Viöskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 14,5-20,5 Lb Víöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) 17,5-25 Lb Utlán verðtryggð , Skuldabréf 7,75-9,25 Lb Utlán tilframleiðslu Isl. krónur 14,5-20,5 Lb SDR 10 Allir Bandaríkjadalir 11,25 Allir Sterlingspund 14,5 Allir Vestur-þýsk mörk 8-8,25 3,5 Úb Húsnæðislán Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 21,6 MEÐALVEXTIR Óverðtr. feb. 89 13,2 Verðtr. feb. 89 8,1 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala feb. 2317 stig Byggingavísitala feb. 414stig Byggingavísitala feb. 125.4stig Húsaleiguvisitala Engin hækkun Verð- stöðvun VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 3,562 Einingabréf 2 1,994 Einingabréf 3 2,329 Skammtímabréf 1,236 Lífeyrisbréf 1,791 Gengisbréf 1,641 Kjarabréf 3,538 Markbréf 1,876 Tekjubréf 1,597 Skyndibréf 1,080 Fjölþjóðabréf 1,268 Sjóðsbréf 1 1,703 Sjóðsbréf 2 1,435 Sjóðsbréf 3 1,211 Sjóðsbréf 4 1,009 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnu m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 274 kr. Eimskip 380 kr. Flugleiðir 292 kr. Hampiðjan 157 kr. Hlutabréfasjóður 151 kr. Iðnaðarbankinn 177 kr. Skagstrendingur hf. 205 kr. Útvegsbankinn hf. 137 kr. Verslunarbankinn 148 kr. Tollvörugeymslan hf. 128 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaupa viðskiptavixla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánarl upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV ð fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.