Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Page 78

Eimreiðin - 01.05.1904, Page 78
158 Eddu nokkur kvæði frá 13. öld innan um hin, sem öll eru miklu eldri. Hann álítur, að 23.—24. kap. í Völsungasögu byggist ekki á neinu fornkvæði, heldur sé beint tekin upp úr ffiðrikssögu. Aftur á móti aðhyllist hann fremur þá skoðun, að 25. kap. kunni að byggjast á Eddukvæði; 26.—29. kap. álítur hann að byggist á fyrri hluta Sigurðarkviðu, sem hann kallar ena meiri, en Heusler vill álíta, að þeir kapí- tular séu samdir eftir tveim kviðum. Próf. Finnur hyggur að vanti um 150 vísur af Sigurðarkviðu enni meiri, er hér hafi staðið, og hún því verið um 170 vísur öll. Nafnið Sigurðarkviða en skamma á hinni Sigurðarkviðunni, sem er 71 vísa, bendir á, að til hafi verið mjög löng Sigurðarkviða. Auk niðurlags Sigurdrífumála, kvæðis þess, er 25. kap. í Völsungasögu er bygður á, og þess, er vantar af Sigurðarkviðu enni meiri, ætlar próf. Finnur svo, að verið hafi kaflar í óbundnu máli. — »Hvat mælti Oðinn, áðr á bál stigi, sjálfr í eyra syni?« M. P. UM RANNSÓKNIR Á SUÐURSTRÖND FAXAFLÓA bæði landfræðislegar og jarðfræðislegar (»Geografiske og geologiske Undersögelser ved den sydlige Del af Faxaflói paa Island«) hefur prófessor Porv. Thoroddsen ritað langa ritgerð í »Geo- grafisk Tidsskriftc 1903, og er efni hennar að mestu hið sama og í ritgerð hans í »Andvara« X: »Ferðir á Suðurlandi sumarið 1883«, en þó einnig skýrt frá ýmsum nýrri athugunum, er höf. hefur gert síðar. V, G’ UM ÍSLENZKA FISKA OG SÆDÝR (>Zoologiske Meddelelser fra Island«) hefur adjunkt Bjami Sœmundsson enn (sbr. Eimr. IX, 141) ritað í »Vidensk. Meddel. fra den naturh. Foren. i/ Kbh.« 1903, þar sem hann skýrir frá 6 nýjum fiskitegund- um, er ekki hafi fundist fyr við strendur íslands. Jafnframt er þar og skýrt frá 5 sjaldgætum fiskitegundum, er áður voru kunnar, og að lokum er kafli um trékrabba og trémaðk, er éta bæði bryggjur og skip til stórskemda. V. G. UM ÍSLENZKA GALDRASTAFI OG GALDRABÆKUR (»Islándische Zauber- zeichen und Zauberbiicher«) hefur Olafur heitinn Davíðsson ritað allanga og fróðlega grein í »Zeitschrift des Vereins f. Volksk. in Berlin« (1903) og eru í henni 59 myndir af íslenzkum galdrastöfum og galdramyndum eða »fígúrum« ásamt leiðbeining um, til hvers og hvernig stafi þessa skuli nota, og er þetta alt ekki lítilsvirði fyrir sögu hjátrúarinnar hér á landi. Fröken M. Lehviann Filhés hefur þýtt ritgerðina á þýzku eftir handriti Olafs, og gert það svo vel, að furðu gegnir, jafnerfitt og það hlýtur að hafa verið; því þar koma fyrir mörg sjaldgæt og vandasöm orð og orð- tæki. í>ó hefur hún ekki skilið orðið heimakona, sem hún þýðir með »Heimfrau«, en það er afbökun úr heimakoma (= erysipelas), og er ekki von, að hún hafi varast það. Hún virðist og ekki hafa skilið setninguna: en Salómon brást bogalistin (»aber den Salomo liess die Bogenkunst im Stich«), sem ekki þýðir annað en að honum skjátlaðist, brást bragð sitt eða varð ekki kápan úr því klæð- inu, sem menn segja. V. G. UM MÓBERGSMYNDUNINA Á ÍSLANDI hefur cand. mag. Helgi Pjetursson ritað grein í »The Quarterly Journal of the Geological Society« (ág. 1903) með svo hljóðandi fyrirsögn: »On a Shelly Boulder-Clay in the so-called »Palagonite-For- mation« of Iceland«. Eru þar til skýringar myndir, er sýna jarðlögin í Mávahlíð og Búlandshöfða. Um sama efni hefur prófessor Porv. Thoroddsen skrifað grein í sænska tíma-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.