Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Síða 71

Eimreiðin - 01.05.1904, Síða 71
mætti segja um Almanak þetta. Fyrsti árg. þess (hinn eini, sem vér höfum séð af hinum eldri árg.) var nauða lélega úr garði gerður bæði að efni og öllum frágangi. f’egar þessi (5.) árg. er borinn sam- an við hann, er framförin eigi alllítil, og er það góðra gjalda vert, jafnvel þó almanaki þessu sé enn í mörgu ábótavant. Hinn ytri frágangur er nú hinn sæmilegasti, prentið gott og kápan smekkleg með litprentaðri umgjörð og mösurblaði framan á, og eftir því hefur almanakið fengið nafn sitt. f’að virðist ekki óheppilega til- fundið, að kenna íslenzkt almanak, sem gefið er út í Amerlku, einmitt við mösurtréð, þegar miðað er við Vínlands-sagnirnar fornu og hvílíkur dýrindisviður mösurinn var talinn af fornmönnum, sem meðal annars má sjá af frásögunni um húsasnotruna, sem forfinnur karlsefni seldi í Noregi fyrir hálfa mörk gulls (um 1280 kr.); en hún var úr mösurtré frá Vínlandi. En hvað útgefandanum hefur gengið til að hafa nafnið á ensku, er oss óskiljanlegt. Með því eyðilegst alveg sambandið við Vínlandssöguna og þýðing nafnsins að því leyti, þar sem mjög vel hefði farið á nafninu »Mösurtrés-Almanak« eða »Mösurblaðs-Alma- nakið«. Að því er til efnisins kemur, þá er það að vísu fremur þynningskent, en þó nokkurn veginn frambærilegt. Er það auk tímatalsins ritdómar um nýútkomin rit vestan hafs (»Bókmentaheimur Vestur-íslendinga«), fjórar þýddar smásögur, nokkur ljóðmæli, skrítlur og fleira smávegis. í tíma- talinu er í stað dýrðlinga getið merkisviðburða og fæðingardaga og dánar- dægra merkra manna. En helzt til fárra Islendinga er þar getið. Sumt er þar og annaðhvort rangt eða villandi. fannig stendur við 31. júlí: »Jón Eiríksson f. 1802«. Hver íslendingur, sem les þetta, hlýtur að ætla, að hér sé átt við hinn þjóðkunna Ianda þeirra og ættjarðarvin, en hann fæddist 1/28 og dó 1787. En líklega er hér átt við Svíann John Ericsson, sem reyndar var fæddur 1803 (en Nils Ericsson bróðir hans var fæddtir 1802). Ritdóma-yfirlitið er rösklega skrifað, og sumt í því rétt einkent, en óhæfilega gorgeirskent og hlutdrægt. Er einkum árásin á ritstjóra »Aldamóta< frámunalega óbilgjöm og óréttlát, enda ber öll ritgerðin vott um, að höf. hennar sé þrunginn af prestahatri (sbr. »hinn er nú bara prestur«). Sögurnar eru alllaglegar og þýðingin viðunandi, einkum á því, sem frú M. J. Benedictsson hefur þýtt, því hún þýðir betur en maður hennar Kvæðin eru mesta léttmeti og ómerkileg (að undantekinni einni smávísu, sem rekur lestina). Prent- villur eru nokkrar, en ekki mjög margar, en stafsetning stundum ábóta- vant (t. d. hinns, annann, tenæring f. hins, annan, teinæring o. s. frv.) og sumstaðar koma fyrir dönskuslettur, t. d. »skattar mig« bls. 55, »ókvennlegheit« bls. 68, »lifibrauð« bls. 70) og málvillur eða ambögu- mæli (t. d. »og kom inn að því að hún var að gráta« (bls 69) f. og kom inn að henni grátandi) Langt er því enn í land, svo að vel sé; en viðleitnin og viljinn á að bæta sig er til staðar, og hver veit, hve langt hann kann að komast. V G.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.