Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Page 60

Eimreiðin - 01.05.1904, Page 60
140 Enginn lætur upp í sig nema einn bita í einu. Eitt verður að gera og hitt annað má ekki undan fella Fyrri er þungt en á sjálfum liggi. Fégjöfull eyðir, en fédrögull seiðir. Fátt er bæði fljótgert og velgert. Feitar hænur verpa fáum eggjum. Fleira verður að súpa en sætt þykir. Fátækir verða frestskuldum fegnir. Fátt er verra en vera heimskur. Fljótt upp þotið, fljótt hjaðnað. Fáir taka svo á tjörunni, að hún tolli ekki við góman. Farðu Guði í vald og grábrókar hald. Fyr er bati en albati. Gott upphaf hefur góðan enda. Pað er geymt, en ekki gleymt. Gott er vin að vara. Gott orð hittir góðan stað. Gott er af góðum að hljóta. Guð láti gott á vita; eða: Guð láti að góðu verða. Guð gerir alt oss til bezta. Hákarlinn er ekki hörundsár. Hann hafði hlaup, en engin kaup. Hann lýgur svo bitarnir bogna. »Hefði það verið, sem aldrei var«, sagði kerlingin. Hverjum tekur sárt til sinna. Hann lepur sultinn og dauðann úr bláskel. Hér er ekki nema hálfsótt hafið. Hinn ríkari verður ráð að segja. Hér er keyrið, sem kvendinu heyrir. Heldur vil ég einn bita lifandi en tvo bita dauður. Hann er allur þar sem hann er séður, eins og Golíat. Hann situr sem aða í leiru. Hann kallar ekki alt ömmu sína. Hann sækir ekki gull í greipar honum. Hann greip í skottið á skugganum. Hlífir hangandi tötur. Hundur veit húsbóndans vilja. Hvað er betra en sjálfum líkar? Hann varð Sigmundur seint í ver.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.