Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Side 58

Eimreiðin - 01.05.1904, Side 58
138 Og Örlygur sér þá, að fer hann inn fjörð og finst sem sig leitt hafi óséö hönd. I'ar hjúpast úr skýjunum hnúkar og skörð og hlíðarnar brosa og sefgræn lönd. Hann kennir af fóstra síns frásögn þá strönd. Hann reisir þar kross, er hann kemur á land, og kallar bygðina Patreksfjörð. Pá leika þar öldurnar létt við sand og lyftist sól yfir fjallanna börð. — En Patrekur helgi þar heldur vörð. G. M. íslenzkir málshættir og talshættir1. Alt kemst, þó hægt fari. »Alt ber að varast nema orð og gjörðir*, sagði kerlingin. Alt (flest) er hey í harðindum. Af litlum er til lítils að ætla. Alt skaðar, sem er um of. Alt er það eins, liðið hans Sveins; eða: Alt er það eins í kotinu hans Sveins. Afslept er lánsglysið. Af tvennu illu skal taka það skárra. Allir vilja heldur hag en halla. Alt er betra en bert. Auður órétt fenginn, eins á hver og enginn. Á því ríður lífið mitt, kattarins og allra músanna. Bráðaþörfina er mest að meta. Hörnin geta búið í eyjunum. 1 f'etta málsháttasafn hefur einn hinna helztu rithöfunda á íslandi sent Eimr. til prentunar með svo látandi athugasemd; »Pessi samtíningur af málsháttum er svo til kominn, að ég hefi jafnaðarlega um langan tíma skrifað upp ])að, sem ég hefi rekið mig á af því tægi og sem ekki er prentað áður, mér vitanlega, eða þá öðru- vísi. Sumt er áreiðanlega ekki áður prentað«. Safnandinn vill þó ekki láta nafns síns getið. RITSTJ.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.