Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Page 56

Eimreiðin - 01.05.1904, Page 56
!36 Pá hrakti af leið. En hjá liðsmannasveit var leiður kurr, þótt hann færi hljótt: og hver og einn yfir hástokkinn ieit, en hvergi sást annað en rok og nótt. Og innan rifja þá engum var rótt. l’á hrópaði Örlygur: Heyri menn, að hver, sem nú dugar, skal umbun fá! Eg eygi fjöll, það er frelsisvon enn; því fjörður, sein Patrekur benti mér á, hann hlýtur að liggja ei langt héðan frá. Á vörina höfðinginn hljóður beit, í hvörmunum lýsti sem flugelda glóð, hann hnyklaði brýr, er á hafið hann leit — hver hrönn eftir aðra á knörrinn óð, og annarhver maður í austri stóð. Pá hvarflar hugur hans suður um sjó; mörg sjóferðin var þar til frægðar gerð. Pá oft til sigurs með hreysti’ hann hóf — þegar hættan var mest — sitt bjarta sverð. En enga hann mundi jafn-ferlega ferð. Því hvað metur sjórinn þor og þróttf Hvað þekkir hann víkingsins hreystiorðf Og hver getur barist gegn blekdimmri nótt og beljandi roki svo langt frá storð, þá dauðinn glottir á bæði borð? Hann heyrt hafði messur og mannblót séð og margt við heiðna og kristna átt, en hvorugt það féll honum framar í geð og fóstra síns orðum hann skeytti smátt. Hann var skírður — en trúði’ á sinn meginn og mátt. En nú, þegar ólgar íslands haf og einungis dauðann hann fyrir sér og skip hans og fólk er að færast í kaf, hann fóstra síns ráð hefur upp fyrir sér: Nefn þú minn guð, ef í nauðirnar ber.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.