Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Qupperneq 50

Eimreiðin - 01.05.1904, Qupperneq 50
130 8. Pú mátt ekki stugga við mér fyrir það, að ég er óséleg i útliti og óþokkalega til fara; viðlíkt vóru þeir á sig komnir, frægðarmaðurinn Feidías1, þegar hann bjó Sevs til, og Polýk- leitos, þegar hann myndaði Heru; upp úr slíku standi og lífs- kjörum hlotnaðist Mýroni hrós og Praxítelesi aðdáun; menn heiðra þessa menn jafnframt guðunum. Ef þú nú yrðir þeirra líki, mundir þú þá ekki verða frægur meðal allra manna og gera föður þinn öfundsverðan, en ættborg þína nafntogaða um víða veröld?« Slíkt og annað fleira sagði nú Steinhöggvaralistin og var mál- hölt í tungutaki og bögumælt, enda bar hún óðan á, er hún vildi fá mig á sitt band. Eg man það nú ekki lengur, og flest af því er mér úr minni liðið; en þegar hún hafði úttalað, tók hin konan þannig til máls: 9. »Kæra barn mitt! ég er Lærdómslistin, sem þú hefur þegar kynst við og þekkir, þó ekki hafi þér enn orðið þess auðið, að þekkja mig til hlítar. Konan þarna hefur nú talið upp þau gæði, sem þú munir hljóta þegar þú ert orðinn steinsmiður. Pú verður sem sé ekkert annað en handverksmaður, sem vinnur með líkamanum og byggir alla sína lífsvon á honum, maður ófrægur, sem fær lítið kaup og lélegt, auðvirðilegur í hugsunarhætti og óburðugur í ytri háttum, hvorki mikilsvirður vinum né ægilegur óvinum og ekki heldur öfundsverður í augum samborgara þinna, það er með öðrum orðum ekkert annað en handverksmaður, einn af múgnum, einn slíkur, sem buktar fyrir öllum þeim, er hærra eru settir; maður sem lifir eins og héri og verður hinum yfirsterk- ara að bráð. Og þó þú yrðir slíkur myndasmiður sem Feidías og skapaði mörg aðdáanleg listaverk, þá mundu reyndar allir lofa list þína, en enginn heilvita maður mundi óska sér að vera jafningi þinn, því hvað snjallur sem þú yrðir í list þinni, þá yrðirðu samt aldrei metinn öðruvisi en handverksmaður, sem lifir á handafla sínum. 10. En ef þú þar á mót vilt hlýða mér, þá skal ég fyrst og fremst sýna þér margt og mikið, sem eftir fornmenn liggur; ég skal gera þér kunnug aðdáunarverk þeirra og orð, og fræða þig 1 Feidías, myndasmiðurinn frægi, vinur Períklesar (500—430 f. Kr.). Af myndum hans vóru frægastar Aþenulíkneskjan í Parþenon og Sevs líkneskjan í Ólympíu. Polýkleitos, ágætur myndasmiður, honum samtíða; Mýron (um 450 f. Kr.), frægur fyrir eirlíkneskjur sínar; Praxíteles (á 4. öld f. Kr,), einnig fyrirtaks mynda- smiður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.