Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Page 46

Eimreiðin - 01.05.1904, Page 46
I2Ó Í*ví miður kemur nií einhvern tíma að því, að ísland þarf að gráta Björn Jónsson (ekki verk hans, en missi hans sjálfs), en vonandi er, að þess verði sem lengst að bíða. RITSTJ. íslenzkur söngkennari vestan hafs. Hann heitir STEINGRÍMUR K. HALL og er fæddur í Maní- toba í Kanada árið 1877. Faðir hans er Jónas Hall, friðdómari að Garðar í N. Dakota. .Jónas er Hallgrímsson, (frá Fremstafelli í Kinn í Pingeyjarsýslu), Ólafssonar, bónda að Svertingsstöðum i Kaup- angsveit, Gottskálksson- ar bónda í Eyjafirði. — Móðir Steingríms er Sigríður dóttir Kristjáns, bónda að Finnstöðum í Kinn, Kristjánssonar bónda að Hóli, og Bót- hildar Grímsdóttur frá Krossi í Kinn. Prófessor Stein- grímur byrjaði söng- fræðis-nám sitt árið 1895; kom í Gustavus Adolphus skólann í Minnesota árið 1897; og útskrifaðist úr söngfræð- isdeild þess skóla vorið 1899, og hlaut hinn ágætasta vitnisburð, sem nokkur hefur enn hlotið, er stundað hefur söng- fræði og hljóðfæraslátt við þann skóla. Síðar var hann við nám hjá ágætustu söngfræðingum i Minneapolis og Chicago. Haustið 1902 varð hann kennari við Gústavus Adolphus skólann og heldur Prófessar STEINGRÍMUR K. HALI..

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.