Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Page 39

Eimreiðin - 01.05.1904, Page 39
Þá hrópaði sankti Pétur og sárbændi móður sína að auðsýna miskunsemi, en hún lét alls ekki skipast við það, heldur hélt áfram uppteknum hætti. Og sankti Pétur sá, hversu engillinn flaug hægar og hægar, eftir því sem byrðin léttist. Pá varð sankti Pétur lémagna af angist, svo hann gat ekki staðið á fótunum, heldur féll á hnén. Loks var aðeins einn einasti fordæmdur eftir, sem hélt sér við móður sankti Péturs. Hann hélt utan um hálsinn á henni, og hrópaði og bað fast við eyra henni, að lofa sér að fylgjast með inn í hina blessuðu Paradís. Pá var engillinn með byrði sína kominn svo langt, að sankti Pétur rétti fram hendurnar til að taka á móti móður sinni. Hon- um virtist sem engillinn mundi ekki þurfa að blakta vængjunum nema einusinni eða tvisvar, til að komast upp á fjallið. En þá stöðvaði engillinn skyndilega vængina til fulls og and- lit hans varð eins og svartnætti. Pví nú hafði gamla konan teygt hendurnar aítur fyrir sig og tekið utan um handleggina á þessum vesaling, sem hékk um háls henni, og hún reif og sleit, þangað til henni tókst að losa hand- krækjurnar sundur, svo að hún losnaði líka við þessa síðustu manneskju. Pegar þessi glataða sál datt, sökk engillinn marga faðma nið- ur á við, og svo virtist, sem hann megnaði ekki lengur að bæra vængina. Hann leit á gömlu konuna með harmþrungnum augum. Tök hans á henni losnuðu smámsaman og loks misti hann hana alveg, eins og hún væri of þung byrði fyrir hann nú, eftir að hún var orðin ein. Svo sveiflaði hann sér í einu einasta vængjataki upp í Paradís. En sankti Pétur lá lengi kyr á sama stað og grét hástöfum og Kristur stóð rólegur hjá honum. »Sankti Pétur«, sagði Kristur að lokum, »aldrei hefði ég trúað því, að þú mundir gráta svona, eftir að þú varst kominn til Para- dísar«. Pá hóf hinn gamli guðsþjónn upp höfuð sitt og sagði: »Á þetta að heita Paradís, þar sem ég heyri kveinstafi þeirra, sem ég elska heitast, og sé eymd meðbræðra minnal« En á ásjónu Krists lýsti sér hin megnasta sorg. »Hvers æski ég fremur, en að búa ykkur öllum Paradís, þar sem sé einskær

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.