Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Qupperneq 33

Eimreiðin - 01.05.1904, Qupperneq 33
113 og Kristur höfðu orðið að rata í, og að hve litlu þeir hefðu orðið að lúta. Einhverju sinni, þegar svo þröngt hafði verið í búi hjá þeim, að honum þótti sem hann gæti eigi afborið slíkt lengur, hafði Kristur tekið hann með sér og lagt af stað upp á hátt fjall, án þess að segja honum, hvaða erindi hann ætti þangað upp. Þeir höfðu gengið fram hjá þorpunum, sem lágu við rætur fjallsins og höllunum, sem stóðu ögn hærra. Þeir höfðu farið lengra en að bændabýlunum og seljunum og höfðu farið fram hjá síðasta skóghöggvarakofanum. Loks höfðu þeir komið þangað, sem fjallið var bert, skóg- laust og graslaust, og þar hafði einsetumaður bygt sér kofa, til að geta hjálpað bágstöddum ferðamönnum. Því næst höfðu þeir gengið yfir snjóflákana, þar sem múrmel- dýrin liggja í dvala, og komið að ógurlegum, samanbörðum jökul- klungrum, fullum af gjám og sprungum, sem tæpast voru stein- geitinni fær. Þar uppi hafði Kristur fundið ofurlítinn þröst, sem lá helfros- inn á klakanum og hann hafði tekið litla fuglinn upp og stungið honum á sig. Og sankti Pétur mundi eftir, að hann var að hugsa um, hvort fuglinn sá arna ætti að vera miðdagsverður þeirra. Þeir höfðu gengið góðan spöl á hinum hálu jökulbrotum og sankti Pétri hafði þótt sem aldrei hefði hann verið nær dauðans ríki, því nákaldur vindur og niðdimt myrkur umkringdi þá, og hann gat ekki betur séð, en að þar þrifist ekkert kvikt. Og þó voru þeir ekki nema hálfnaðir upp á fjallið. Þá hafði hann beðið Krist að lofa sér að snúa aftur. sEkki strax«, svaraði Kristur. »Eg ætla að sýna þér dálítið, sem getur gefið þér þrek til að bera alla harma«. Þess vegna höfðu þeir haldið áffam gegnum myrkur og kulda, þangað til þeir komu að ákaflega háum múr, sem hefti för þeirra svo þeir komust ekki lengra. »Þessi múr er kringum alt fjallið«, sagði þá Frelsarinn, »og þú getur hvergi komist yfir hann. Ekki heldur getur nokkurt mannsbarn séð neitt af því, sem er þar inni fyrir, því einmitt hérna er Paradís og hér búa hinir útvöldu alla leið upp á efsta fjallstind*. En sankti Pétur hafði ekki getað annað en verið efablandinn. 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.