Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Page 30

Eimreiðin - 01.05.1904, Page 30
IIO þær heim í næsta húsið; hin þriðja hvarf út í myrkrið, undan hríðinni. Pórður lagði enn af stað í þriðja sinn, til að leita, og fór þá lengst; en hann hafði ekkert upp úr þeirri ferð. — Um miðjan daginn kom hann heim í bæinn, allur fannbarinn og klakaður í framan; líkamlega þreyttur af baráttunni við hríðarveðrið og and- lega þjakaður af örvona sálarstríði, sem ólgaði niðri í djúpinu, á takmörkum meðvitundarleysis og hugsunar. — Guðrún kom á móti honum í eldhúsdyrnar; hún fann til sterkrar löngunar til að kasta sér um hálsinn á honum og faðma hann, kaldan og snjóugan. En rík tilfinning fyrir því, að honum mundi ekki um það gefið, hélt henni aftur. Hún staðnæmdist frammi fyrir honum; hana langaði til að verka af honum snjóinn, langaði til að sýna í einhverju hvað henni þætti vænt um hann. — Svo vaknaði gremjan skyndilega, eins og af svefni. Þarna stóð hann eins og staur, kaldur, tilfinningarlaus. — Hún sneri við og gekk inn eftir eldhúsinu, þangað sem kaffikannan stóð, á glóðinni, í hlóðunum. »Ég hélt að þér þætti gott að fá kaffidropa, þegar þú kæmir inn«, sagði hún. »En þér finst líklega ekki mikið til um það, frekar en annað, sem ég geri«. — þórður blés andanum mæðilega. Érátt fyrir alt stríðið elskaði hún hann enn; en því miður var það úthverfa ástarinnar, sem hún sýndi, oftast nær. — En hans ást var dauð, fyrir löngu. í hon- um var alt gott visnað og dáið — fyrir löngu. — Guðrún helti kaffinu á bolla og færði honum. Hann tók við og drakk. Hann hafði óbeit á kaffinu, fékk hana ætíð, þegar hjartveikin sótti að honum; en hann fann, að það var illa gert, að þiggja ekki kaffið í þetta sinn. Svo kysti hann hana fyrir. — Ú-hú; hvílík óbeit, sem hann hafði þá á henni. Hann var eins og í leiðslu meðan hann verkaði af sér snjó- inn. En þegar hann var seztur að inni í baðstofunni, fékk hugs- unin um hjónabandið og hans eigið líf algerlega vald yfir honum. í rauninni hafði hann aldrei elskað Guðrúnu — ekki eins og hann gat elskað, vilt og hugsunarlaust. Éetta var að elska: að kasta sínum eigin hagsmunahvötum mótspyrnulaust fyrir fætur þess, er unnað var; svona hafði hann elskað móður sína; svona hafði hann elskað guð. — Víst hafði hann elskað Guðrúnu; en

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.