Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Qupperneq 27

Eimreiðin - 01.05.1904, Qupperneq 27
107 lindum. Hún grét, svo að líkami hennar nötraði, og tilfinningalíf hennar varð á svipstundu eins og tilíinningalíf fullorðinnar konu. Pað hafði þó ekki komið oft fyrir, að faðir hennar mælti henni bót. En því oftar hafði hann sýnt viðleitni til að létta undir með henni á ýmsan hátt. Hann hafði kent henni að lesa, og var það ekki mikil þraut, því hún var bæði viljug og næm. Hann hafði aflað henni bóka, þar sem hann gat eg þegar hann gat; hann hafði tekið við börnunum af henni, þegar hann kom því við; og hann hafði sýnt henni ýmiskonar smávegis nærgætni í óteljandi myndum. Svona hafði hún vaxið upp: Strítt við barnfóstur hvíldar- lítið, liðlangan daginn, dag eftir dag, ár eftir ár; gripið svo hverja stund, sem hún náði, til að lesa bækur, einkum næturnar, þegar daginn lengdi á vorin — þangað til svefninn og þreytan sigraði hana; hún hafði jafnvel bjargast við tunglsljós í fyllingu. það, sem hún las, voru einkum »íslendingasögur«, »Noregskohunga- sögur«, »Fornaldarsögur« og »Riddarasögur«. Alt, sem hún hafði lesið einu sinni, mundi hún að efninu til. Hún vandist á að lifa í sögunum og draumum sínum; sögumennirnir urðu henni að lifandi, nákomnum verum; suma elskaði hún, suma hataði hún. En ástin á föður hennar yfirgnæfði þó hverja aðra tilfinning og hver sögu- hetja varð honum lík í sjón og raun.----------- Sigríður gekk fram, þegar hún hafði fært föður sínum plögg- in, en hann sat eftir hugsi. Hlýleikatilfinningarnar, sem vaknað höfðu, þegar Sigríður kom inn, hurfu aftur, og í hann lagðist þung- ur, vonlaus kvíði. — Skuldin í kaupstaðnum var ekki fullborguð enn, bærinn bjargarlítill og skepnurnar altaf að fækka — líklegast að meiri hlutinn af þeim dræpist nú úti í hríðinni.---------- þegar þórður hafði borðað morgunverðinn, fór hann út að svipast að kindunum. — Guðrún gekk á eftir honum fram í dyrnar og hugði út. Hún varð skyndilega hrædd um manninn. þórður var vanur við hríðar og viss að rata, en þetta var ekki líkt neinni vanalegri hríð; hún sá ekkert annað en hvítgráa snjófjúksiðu, og heyrði ekki annað en niðandi, hvínandi hríðardyn. Hún gekk inn í baðstofuna. Sigríður var að klæða þuru litlu, yngsta barnið, sem hrein, brauzt um og sparkaði af öllum mætti; Grímur kjökraði og bað um mat; Sigurður og þóra veltustírúm- inu og spörkuðu hvort í annað, brostu annað slagið, en vóru þó
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.