Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Síða 17

Eimreiðin - 01.05.1904, Síða 17
97 KIRKJA Hvert leiddir þú mig ljúfa þrá Svo langt á árstíð kærri? Sjá, vorsins kirkja hér er há Með hvelfing öllum skærri. Hið helga ljós er heiðsól ein, Um hana’ er ljómar alla Og logar fögur, hlý og hrein Á háaltari fjalla. Hér elfan þreytir orgelslátt, Svo óma klettagöngin. Og fuglar láta úr allri átt Svo inndælt hljóma sönginn. VORSINS. Og þettað á nú við mig vel, Það Vorið er, sem messar Og hljóðri ræðu hrífur þel Og helgar stundir þessar. Og hér er alt svo fult af frið Og fult af helgum dómum, Og gullna sólargeisla við Eg guðspjöll les í blómum. Og gróðrarblær um grundir fer, Sem gerir alt að hressa; Þá finn ég vel, að Vorið er, í víðri kirkju’ að blessa. FRIÐARBOGINN. Tveir herir höfðu barist á sléttu flærni fróns Og fólkorusta staðið frá dagmálum til nóns. Og ent var nú málmhríð og móðan reykjar blá Á morðvengi dreyrgu sem þokuslæða lá. Um sigurinn er alsagt, að hvorugur hann hlaut Á heillar mílu svæði í blóði jörðin flaut. Með skúrum gekk þann daginn og skein með köflum sól Á skelfingar manndráp, en aðra stund sig fól. Þá regnbogi hóf sig í himins skýja sal Og hvelfdist í dýrð yfir þann hinn mikla val. Og stóð nú svo lengi og stöðuglega þar, Að starsýnt varð á sumum, hvað lengi það var. Svo ljótnandi stóð það, hið forna friðarteikn, Yfir foldinni blóðgri af styrjar óra feikn, Þá herma réð einhver: »Nú hvað mun þýða slíkt? Mun himinn sjálfur spotta, hvað stríð á jörð er ríkt?« 7

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.