Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Side 3

Eimreiðin - 01.05.1904, Side 3
83 þannig, að þegar t. d. er sagt að dauði barna innan eins árs sé ioo °/oo og barna innan fimm ára 200°/oo yfir víst tiltekiö tímabil, þá er þar með átt við, að af hverjum iooolifandi fæddum börnum hafi ioo og — 200 dáið. Andvana börn eru eigi talin með, því aðallega vill maður vita, hvernig þjóðunum tekst að koma hinum lifandi fæddu börnum á legg. Andvana fæðingar eru spursmál fyrir sig, sem hefur sérstaka þýðingu. Til þess að fá rétta hugmynd um barnadauðann á ísl., verður að athuga langt tímabil. Eg hef tekið fyrir 60 árin frá 1841— 1900. Á þessu tímabili er dauði barna innan eins árs 2i5 °/oo. Ef vér aðgætum þessi 6 tíu ára tímabil hvert fyrir sig, þá er hlutfallið þetta: Af hverjum 1000 lifandi fæddum börnum deyja á fyrsta ári: 1841 — 1850 ... 313,3 1871—1880 ... 188,8 1851—1860 ... 237,9 1881—1890 ... 194,7 1861—1870 ... 252,0 1891 — 1900 ... 119,2 Af þessu sést, hve barnadauðinn hefur farið drjúgum mink- andi, en mjög ójafnt. Pessar ójöfnur koma þó enn betur í ljós, ef vér fylgjum barnadauðanum ár frá ári og sést þá glögglega, að þær stafa því nær eingöngu af því, hvort landfarsóttir ganga að mun eða ekki,. eins og eftirfylgjandi tafla sýnir: 6*

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.