Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Qupperneq 60

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Qupperneq 60
Skýrsla yfir aðgjörðir Reykjavíkurdeildar hins íslenzka kvennfjelags 1896—97. Á þessu tímabili hafa verið haldnir 11 fundir. Á sumum þeirra voru fluttir fyrirlestr- ar, sumir voru umræðufundir og sumir skemmti- fundir. 1896 hjelt fjelagið tombólu og framhald af henni 1897, til ágóða fyrir stofnun sjúkrasjóðs. Að frádregnum kostnaði varð ágóðinn rúmar 1000 kr. sem geymdar eru í sparisjóði. Fastar ákvarðanir hafa enn ekki verið teknar viðvíkj- andi sjóði þessum, og er ætlazt til að það bíði þangað til hann hefur vaxið nokkuð til muna. Enn fremur hjelt fjelagið áfram útsölu þeirri á handiðnaði, sem það áður hafði byrjað, og sömuleiðis hjelt það áfram að kosta akstur á laugaþvotti um nokkurn tíma. Fjelagið tók þátt í »Þjóðminningardegi« þeim, er haldin var í Reykjavík sumarið 1897, og í því skyni kom það sjer upp sjerstöku merki, bláu að lit með hvítum krossi. Árið

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.