Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Qupperneq 58

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Qupperneq 58
6o ur í skrifborðið, slökkti á gaslömpunum og gekk út úr skrifstofunni. Það var hvasst úti og vindurinn lamdi snjó- inn framan í hann, en honum þótti bara vænt um það. Hann hafði í mörgu að snúast og þurfti víða að koma : til bakarans og taka jólaköku, til vín- sölumannsins og fá vín, í ýmsar búðir, og að síðustu til blómstursalans. Þegar hann kom heirn, gat hann ekki snú- ið lyklinum í hurðinni hjá sjer, svo fullt hafði hann í fangi af allskonar bögglum; hann varð að hringja. Fótatak heyrðist fyrir innan, og hurðinni var lokið upp í snatri. Það var ekki gamla hrukkótta kerhngin, heldur ung og ást- úðleg kona, sem fagnaði honum við dyrnar. »En það veður! við manna vorum að vor- kenna þjer að vera úti í þessum ósköpum«. »Jeg læt læt það vera, Nanna litla. Það hefði verið lítill vegur, ef jeg hefði verið út á hafi í kvöld, en hjerna á götunum finnst mjer ekki ástæða til þess«. Hann lagði bögglana frá sjer, tók af sjer hattinn, fór úr yfirfrakkan- um, laut niður að konu sinni og heilsaði henni. »Þráir þú enn þá hafið og brimið. Það fer hryllingur um mig, þegar jeg hugsa til þess í öðru eins veðri og í kvöld«! »Þú hefur bjargað mínu litla fleyi inn á rólega, óhulta höfn, hjartað mitt«, »Jeg hef

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.