Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 57

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 57
59 á borðið, sem var andspænis honum, varð fyr ir honum óþekkt andlit- Hvað var orðið af hinni þolinmóðu og þreyjugóðu Nönnu, sem þetta sama kvöld árið áður var á skrifstofunni með honum. Hafði hamingjan slegið sinni vernd yfir hana og tekið hana burt frá verzlunarbók- unum og hinum hvimleiðu hlífarermum, eða hafði sýki og söknuður sótt heimili þeirra mæðgna heim. Það var ekki gott að segja, en vinnan gekk sinn vanagang jafnt og rykkjalaust, og hennar sæti var skipað öðrum; pennarnir skirptu á pappírinn, það var eina hljóðið sem heyrðist, annars var allt hljótt og kyrrt. — Loks heyrð- ist greinilega ómur af kirkjuklukkum inn í hið rúmgóða herbergi- — „Nú hættum við“, sagði skrifstofustjórinn og lagði pennann frá sjer. Það var óvanalega mikill styrkur í rödd hans þetta kvöld, líkt og hann skipaði háset- unum til verka. Skápum var læst og lokað, stólum ýtt fram og aptur, bókum skellt og mik- ið um að vera fyrir öllum. — Það leið ekki á löngu áður en menn voru ferðbúnir. „Gleðileg jól“, — „gleðileg jól“. Hann var einn eptir á skrifstofunni; stutta stund stóð hann kyr og laut yfir skrifborðið; svo spratt hann upp, strauk hárið aptur með hendinni, brosti glaðlega og læsti bækurnar nið-

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.