Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 56

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 56
5« heyri klukkurnar boða komu jólanna, heyri jeg þyt vindanna, sje skipið kljúfa öldurnar, og finnst jeg vera illa fjarri góðu gamni«. Hann dreypti á kaffinu og kveykti í vindl- inum. Það hafði slokknað í honum meðan hann sagði frá, og honum þótti sem aldrei hefði bet- ur farið um sig í öll þau mörgu ár, sem liðin voru síðan saga hans gerðist. Það hjálpaðist allt að. Alúðleg hluttekn- ing frú Bang, hin snotra og viðkunnanlega stofa, látlaus og einlægleg háttsemi hinnar ungu stúlku og ekki hvað minnst jólatrjeð og jólarósin, sem leiptruðu í speglinum andspænis honum. Þegar Nanna settist við hljóðfærið og spil- aði og söng jólasálm, þá varð hinn þrekvaxni maður barni líkur og ungur aptur, og í fyrsta sinni í herrans langa tíð drupu tár af augum hans. Ár er liðið og aptur mjakast vísirinn á skrifstofuklukkunni hægt og hægt áfram, enn þá færist penni skrifslofustjórans hægt og reglu- lega eptir pappírnum og dagurinn læðist af loptinu — hinn 24. dagur desembermánaðar. Gasljósið leiptraði undan lampahjálmun- unum og bar birtu yfir hin fjögur skrifborð. Við öll borðin sátu menn, sem kepptust við sitt verk til þess að vera búnir í tæka tíð. I hvert sinn, sem skrifstofustjórinn leit yfir

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.