Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 55

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 55
57 en áður en nokkurn varði renndi undirstýri- maðurinn sjer út á þilfarið og yfir það, jafn- snarlega og hann hefði verið á skautum. »Rösk- ur strákur«, heyrði jeg skipstjóra muldra í barm sinn, áður en jeg lagði af stað til þess að hjálpa undirstýrimanni. I sömu svipan sem mig bar þar að, var allt draslið laust við skip- ið og fór leiðar sinnar, en það fór meira en það, því undirstýrimaðurinn hvarf um leið. Mjer datt í hug unnusta hans, sem sat heima og beið eptir honum. Mín beið enginn, min saknaði einginn. Jeg batt mjóan kaðal um mittið og stökk fyrir borð. Það var svo bjart, að jeg hlaut að koma auga á hann, þegar hon- urn skyti upp; hið hættulegasta var að siglu- trjeð kynni að rota hann. Loksins kom jeg auga á hann og náði honum til allrar hamingju. Hásetarnir voru viðbúnir og drógu okkur upp á skip heila og haldna. Jeg hafði þó um leið og okkur bar að skipinu komist við einhvers- staðar, Jdví jeg leið í öngvit jafnskjótt og jeg var kominn upp á þilfarið, og gat ekki staðið hjálparlaust í annan fótinn, þegar jeg raknaði við aptur. En það var meira um vert, að jeg bjargaði lífi manns á bezta aldri, sem hefði verið sárt tregaður af mörgum. Konungurinn sæmdi mig þessum heiðurspeningi, og jeg fjekk þá stöðu á skrifstofunni, sem jeg hef í dag, en þegar jeg

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.