Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Side 53

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Side 53
55 þekki jeg baráttuna á sjónum og sakna henn- ar sárt. „En hvers vegna sögðuð þjer skilið við hafið?" spurði frú Bang. „Jeg varð fyrir áverka, slasaði mig í mjöðm- inni og lá lengi á sjúkrahúsi, án þess að geta fengið fulla bót meina minna. Þegar mjer var batnað eins og framast var auðið, var jeg ó- hæfur til sjómennsku alla mína æfi“. „Þá hafið þjer fengið heiðurspening fyrir að bjarga mannslífi". „I kvöld eru rjett 15 ár síðan“. „Segið þjer okkur, hvernig það atvikaðist", sagði Nanna og rjetti honum kaffibolla. Það var auðsætt, að hugur hans var langt í burtu úti á hinu æðandi hafi. „Við vorum á heimleið frá Englandi með hleðslu. Blæjalogn var allan daginn og við þóttumst eiga von á góðri ferð. Skipstjórinn lofaði okkur skipsmönnum að gera okkur glatt jólakvöld með nógu „púnsi“, og allt ljek í lyndi fyrir okkur. Jeg var yfirstýrimaður á þessu skipi og stóð á þilfarinu hjá undirstýri- manni, sem var að tala um, að ástvinir okkar heima myndu samfagna okkur að fá svona blítt og hagstætt veður á heimsiglingunni. Þá gekk vindurinn snögglega til, þjetthvessti á norðaustan og setti þungbúinn bakka til hafs- ins. »Sannaðu til«, sagði undirstýrimaður, »það

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.