Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Side 52

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Side 52
S4 „Má jeg biðja yður, frú að kalla mig ekki skrifstofustjóra heldur blátt áfram Palmer, því það er mitt rjetta nafn, þegar jeg er ekki á skrifstofunni. Starf mitt er mjer ekki svo kært, að jeg v>9 hátíðleg tækifæri ekki sjeð af því nafni, sem í hvert sinn og jeg heyri það nefnt minnir mig á stöðu mína í lífinu“, Þjer horfið forviða á mig, fröken; nú gefst yður kostur á að sjá, hversu ókunnug við erum, þó við höfum nú samfleytt í 5 ár setið á hverj- um degi fá fet hvort frá öðru. Það var satt, hún horfði hissa á hann. Hún átti bágt með að trúa því, að þessi mað- ur, sem gat hlýtt með athygli á sögu móður hennar og gefið lipur og hlýleg svör, væri sá hinn sami, sem hatði setið andspænis henni á skrifstofunni í 5 ár, orðfár að fyrra bragði og stuttur í spuna, ef við hann var talað. Að lokinni máltíð var kaffikannan borin á borð. Nanna sýslaði við kaffibollana og Palmer fjekkleyfi til að kveykja sjer í vindli, og svo fór hann að segja þeim æfiferil sinn. „Framan af æfinni var jeg sjómaður og sjóinn þrái jeg meðan jeg lifi. Þegar jeg sit þungbúinn og utan við mig við skrifborðið, þá er hugur minn langt burtu úti á hafi, þar sem bylgjurnar rísa og stormurinn æðir, mjer finnst jeg sjái bylgjurnar og storminn; frá fornu farj

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.