Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Síða 50

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Síða 50
Hann átti ekki von á að sjá hana þar, og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, þegar hún tók að afsaka, að hún gerði honum ónæði svo seint á degi. —• Svo bar hún upp erindi móður sinnar, rjóð og feimin, og þá sá hann í fyrsta sinni, að þessi kona var annað og meira en andasnauð skrif- stofusál. Það var vingjarnlega og fallega gert aí henni, og hann var viss um að henni þætti leið- inlegt, ef hann neitaði að koma. Hann hafði gert sjer að reglu að hafa engin frekari mök við undirmenn sína á skrifstofunni, en það voru ekki mikil líkindi til, að þessi siðprúða og mennt- aða stúlka myndi misbrúka kunningsskap hans. — Hann þakkaði henni vingjarnlega fyrir, og bað hana að bera móður^sinni kveðju og þakk- læti og biðja hana að fyrirgefa, að hann gæti ekki komið fyr en eptir einn klukkutíma, því hann þyrfti nauðsynlega að fara heim til sín fyrst. Nanna lagði sig í líma það kvöld, að koma öllu sem haganlegast fyrir heima í stofunni sinni og á borðinu. Allt, sem þær mæðgur höfðu handa á milli, var snoturt og þokkalegt, og það var alls ekki tómlegt inni hjá þeim, því allt bar enn þá merki þess tíma, þegar faðir hennar lifði og þau höfðu nóg af öllu. Hann dó snögglega frá konu og ungu barni, og ekkj-

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.