Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 49

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 49
»Ef hann ekki vill þiggja gott bo3, getur hann sagt nei við því, styggzt getur hann með engu móti«. Nanna rjálaði við hnappana á yfirhöfninni sinni alveg ráðalaus. »Það er ekld langur vegur hjeðan á skrif- stofuna, jeg hleyp þangað sem fljótast«. Móðir hennar taldi saman hvað hún hafði á boðstólum. »Graut á jeg nógan og öndin verður meira en nóg. Mjer finnst þú ættir að fara ofan eptir. Eplakökur höfum við nógar, og svo bæti jeg við einum disk á borðið. Nanna flýtti sjer á stað, en eptir því sem hún nálgaðist skrifstofuna kom meira og meira hik á hana. Etverju skyldi hann svara henni, maðurinn, sem aldrei mælti orð frá munni, og sem enginn á skrifstofunni þorði að yrða á að fyrra bragði. -— Þegar hún loksins var komin að skrifstofuhurðinni, þorði hún ekki að gera vart við sig, Henni heyrðist hún þekkja fótatakið hans, það var óliðlegt og þunglamalegt, líkast því sem hann ætti bágt með að ganga. Verra en allt annað var þó, ef hann kæmi að henni þarna á tröppunum. Hún barði að dyrum hiklaust og greinilega. Eptir fá augnablik var lokið upp, og hún sá hraustlegan, saman rekinn mann standa við hurð- ina að innanverðu.

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.