Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Qupperneq 48

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Qupperneq 48
50 ljósblossum. Það var heilnæmt og fagurt jóla- veður. Margir menn og konur urðu á vegi henn- ar, allir voru glaðir og á flugi og ferð. Til bak- arans þurfti hún að koma og taka jólakökuna, sem hún hafði pantað, en þar komst hún ekki að fyrir ös fyr en seint og síðar meir. Krydd- mangarann þurfti hún að finna og taka rauð- vínsflösku, sem þær mæðgur voru vanar að að gæða sjer á þetta kvöld, og svo voru jóla- kertin í grenitrjeð eylitla, sem stóð í urtapotti á borðinu, og svo—já — svo var engu gleymt. „Gott kvöld mamma mín!“. „Gott kvöld barnið mitt! En hvað þú kemur snemma. Jeg bjóst ekki við þjer fyr en eptir hálftíma". — „Skrifstofustjórinn leyfði mjer að fara fyr en vant er“. Svo sagði hún mömmu sinni frá, hvað þau hefðu talazt við, og það var því merkilegra sem hann naumast yrti á nokkurn mann á skrifstof- unni. Dóttirin sagði frá á meðan hún var að ná hattinum af sjer, og gamla konan hlýddi á. — »Veiztu hvað mjer dettur í hug Nanna?« Það vissi hún ekki. »Þú hefðir átt að bjóða honum að koma til okkar í kvöld«. »Það finnst mjer ógjörningur«.

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.