Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 47

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 47
49 »Verið þjer sælir«. Hún ætlaði að segja meira, ætlaði að bjóða honum »gleðileg jól«, en var í vafa um, hvort það ætti við, þá er hann hafði trúað henni fyrir, hvernig ástæður hans væru, — það varð þó úr á endanum. — »Þakk’ yður fyrir«. Hann leit ekki upp. »Þjer þurfið ekki að slökkva á lömpunum, jeg verð hjer eptir dálitla stund«. »Eruð þjer ekki boðinn til einhvers í kvöld?« „Boðinn?" Hann leit upp, ekki til hennar, það var eins' og augun hvörfluðu eitthvað langt út í geiminn. „Boðinn til einhvers í kvöld. Jeg á hvorki ættingja eða vini í þessum bæ“. „Gleðileg jól!“ Hún fór leiðar sinnar, en í þetta sinn var hún ekki eins kát og hún var vön, þegar hurð- in luktist á eptir henni. Skyldi vera eins á- statt fyrir mörgum eins og þessum manni, sem hún var nýskilin við, og átti að horfa fram á hin hátíðlegu jól, einmana og gleðisnauður ? Hún átti í rauninni mikið guði að þakka, að eiga snoturt heimili og svo hana mömmu sína blessaða, sem beið hennar í hlýrri stofu, og hún fann til þess, að hún hafði ekki verið eins þakklát og hún hefði átt að vera. Himin- inn var heiður og blár, tunglið lýsti í skýjum og bar meiri birtu yfir hinn snjóuga bæ, heldur en gasljósin með sínum rauðlitu, hálfdottandi 4

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.