Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Qupperneq 46

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Qupperneq 46
4§ Eptir litla stund rauf hann þögnina og sagði stillilega. »Mín bíður enginn«. Hún vissi ekki hverju hún átti að svara svo kunnuglegu ávarpi manns, sem aldrei áður hafði talað við hana eitt orð fram yfir það allra nauðsynlegasta. Eptir nokkra bið sagði hún: „Búið þjer einn út af fyrir yður?“ »Það má heita svo; jeg bý að sönnu með konu, sem »tekur til« í herbergjunum mínum, en henni líkar lífið bezt, þegar jeg er hvergi nærri«. Hún vorkenndi honum, og hann sáþað um leið og hún leit til hans. »0 jæja, svo má illu venjast að þolandi þyki, og það á heima hjá mjer. En fyrst að mömmu yðar leiðist eptir yður, er yður vel- komið að fara strax«. Hún þakkaði honum fyrir með látlausum orðum, eins og henni var eiginlegt, strauk erma- hlífarnar gætilega fram af handleggjunum — henni fannst synd að láta hann sjá, að hún vildi flýta sjer, — og braut svuntuna vandlega saman. Verzlunarbækurnar ljet hún í lokaðan skáp, dró vasaspegil upp úr vasa sínum, lag- aði á sjer hattinn, hneppti hlýju vetraryfirhöfn- inni sinni niður úr gegn, læsti „púltinu" og fjekk skrifstofustjóranum lykilinn.

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.