Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Qupperneq 41

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Qupperneq 41
43 ur í mannlegu eðli, er það skiljanlegt, að börn- in hermi mest eptir móðurinni, sem er þeim bezt og hefur mest saman við þau að sælda, og að fortölur hennar hafi mest áhrif á þau. Þetta á hún að hagnýta sjer, bæði til þess að venja þau sem bezt og eins til þess að miðla þeim því bezta, sem til er í hennar eigin sál. Hún á að gróðursetja hjá þeim guðshugmynd- ina og gera sjer far um að glæða hjá þeim til- finninguna fyrir hinu góða, fagra og sanna, með því að vekja athygli þeirra á því, þar sem það birtist í lífinu; jafnframt ber henni að kenna þeim miskunsemi við menn og dýr og að breyta eins við aðra og þau vilja, að þeir breyti við sig. Hún á að beina huga þeirra að háu marki, ekki sízt siðferðislega, og hinum verstu eiturnöðr- um í mannlegu félagi: lygi, slægð og hræsni, á hún ekki að leyfa að gægjast hið minnstainn fyrir dyra- stafinn í hjörtum barnanna sinna. Öll breytni hennar verður að vera í fullu samræmi við tal hennar, svo að engin blekking geti átt sjer stað hjá börnunum, þegar skynjanin þroskast og þau fara að athuga það, semfyrirþauber. Viðmót henn- ar á að vera þýtt og aðlaðandi og jafnástúðlegt við þau öll; og svo á samband hennar við börn- in að vera innilegt, að þau treysti henni bezt í raun- um sínum og trúi henni fyrir öllu, er þeim ber að höndum.enda þótt þau sép sek við hana og hafi brot- ið boðhennar,enþess verður húnvandlegaað gæta,

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.