Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Side 40

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Side 40
42 ir geta verið fegri en þær, sem ástrík hönd vef- ur inn í sjálft mannlífið. En hverjum ætti að vera Ijúfara að vefa þær en móðurinni inn í líf barnanna sinna? Það ætti að vera hið mesta yndi hennar að gróðursetja ótal fögur og ilmandi blóm í hinum kæra blómreit sínum, barnshjartanu. Móðurinni ber auðvitað að aga börnin sín, en hún á œtíð að sýna þeim velvild og kurt- eisi, þegar þau eru hlýðin og vilja vera góð; hún á að sýna þeim, að hún virði það sem gott er í fari þeirra og alla viðleitni þeirra til að betrast. Hún á að vera bezti vinurinn þeirra og taka innilegan þátt í gleði þeirra og sorg, vera blíð við þau og láta þau jafnan finna, að hún elski þau. Réttlæti og lipurð eru ómissandi kostir í sambúðinni við mörg börn, en móðirin á af ítrasta megni að leitast við að koma börnunum til að elska hvert annað, og takist henni það, fyrirgefa þau oftast, þótt rjettlætið komi óvart ekki alvegjafnt niður hjá móðurinni, eða saka hana alls ekki um það. Sé hún börnun- umviðmótsgóð og ástrík, verðaþau einnig góð við hana, því þeim er svo tamt að gjalda líku líkt. Móðirin ervanalega svo óviðjafnanlega hátt sett í huga barnanna, að þeim finnst allt eiga að vera eins og hún vill og allt gott og rétt, sem hún gerir og segir, nema þegar hún sneypir þau. Þar eð hermifýsnin hefur mjög djúpar ræt-

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.