Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Síða 38

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Síða 38
40 og móðirin og því er ábyrgð hennar afarmikil, þareð hún leggur grundvöllinn áð hugsunarhætti barnsins, er að vísu getur talsvert breytzt síðar, þá er það verður fyrir öðrum áhrifum, en þó naumast svo, að ekki verði eitthvað eptir af góðum tilfinningum, hafi hún vakið þær og göfugum hugsunum, hafi hún gróðursett þær. »Þegar vjer blöðum í fornsögum vorum, verðum vér einnig skjótt varar við áhrif mæðr- anna á börnin sín. Þar lítum vér tápmiklar og stórhuga konur, er hvöttu sonu sína til stórræða; þær bátu djarft hjarta í brjósti og höfðu mætur á drengskap og hreysti. Mörg verk, er þá voru unnin og afreksverk talin, hafa eflaust átt rót sína að rekja til eggjandi orða þeirra. Vér sjáum af Egilssögu, að móðir Egils hefur dregið upp með skrautlegum litum glæsilega mynd af víkingalífinu í huga hins unga sveins, því ella mundi Egil! ekki hafa kveðið: „Það mælti mín móðir, að mér skyldi kaupa fley og fagrar árar, fara á hring með víkingum, standa upp í stafni stýra dýrum knerri, halda svo til hafnar, höggva mann og annan“. Þetta var nú ort í anda fornaldarinnar, En

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.