Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 36

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 36
Nokkrar hugleiðingar um móðurást og móðurskyldur. Ollum hefur komið saman um, að móður- ástin sje einhver hin bezta tilfinning mannlegr- ar sálar. Listamennirnir hafa leitazt við að sýna hana með málverkum og úthöggnum mynd- um, skáldin hafa vegsamað hana og hjá öllum þjóðum eru til sögur um hana. Þjóðskáldið Matthias Jochumsson kveður um hana: „Móðir! hjartahreina, himinblíða ást, lífsins elskan eina, aldrei sem að brást." Með þessum fögru orðum er móðurástinni lýst á hæsta stigi og þeir munu margir, sem geta heimfært þau til mæðra sinna. Ast móðurinnar til afkvæmisins er innrætt bæði mönuum og dýrum, en á mjög misháu stigi. Sjálfselskan er svo rík hjá mönn- unum, að til eru þær mæður, sem, þótt þær að vísu unni börum sínum, elska þau hvergi nærri eins heitt og sig, en þær munu þó flest- ar, er elska börnin sín eins og lífið í brjósti sjer eða jafnvel miklu heitar, Að vísu má segja, að eigingirni felist í allri ást og þá líka í

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.