Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Síða 28

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Síða 28
3ö vora daga konur, sem taka þátt í og jafnvel gerast fyrirliðar í öllum stjórnmálalegum, trúar- legum og félagslegum hreyfingum. Þær ganga með mestu rósemi til höggstokksins eða afplána hina fjarstæðu frelsisdrauma sína í námum eða dýflizum Siberíu. A fyrri tímum gerði hin rúss- neska kona hugsjónir frelsisins að því meira kappsmáli, sem æfikjör hennar voru óblíðari og gerðu henni örðugra að ná andlegum þroska. Takmörkin fyrir starfsemi og sálarþroska kon- unnar voru gerð mjög þröng, einkum hjá hefð- arfólkinu, og átti það rót sína að rekja til byz- antiskra og tartariskra hleypidóma. Hinir byzantisku meinlætamenn fyrirlitu konuna sem óhreina veru. Tartarinn, sem var Múhameds- trúar, lokaði hana inni í kvennaskemmu, og hin rússneska kona, sem var fórn beggja þessara hleypidóma, varð að ala aldur sinn í ófrelsi, enda þótt hún fyndi, að hún væri frjálsborin og mjög frjáls í anda. Æfikjör alþýðukvenna voru jafnan hörð og enn eru þær undir þungu oki. Nekrasoff, sem orti um þrautir þjóðarinnar, kemst svo að orði um þrælkunarlff þeirra: „Þrennt er hörmulegast í heiminum: hið fyrsta er að vera þrælborinn, hið annað er að hljó.ta alla æfi að hlýða þræl og hið þriðja er að fæða af sér þræl“. Og þessi þrefalt þungu örlög urðu hlutskipti rússnesku konunnar“. En samt sem áður á alþýðukonan miklii

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.