Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Qupperneq 27

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Qupperneq 27
29 borgarastéttinni, sem voru lokaðar inni í kvenna- skemmum, en þó einkum hjá alþýðukonunum, því að þær hafa bezt varðveitt einstaklingseðli sitt og sérkenni í byltingum tímans. III. Margar konur hafa orðið nafnfrægar í sogu Rússlands, þar á meðal furstafrú Olga, hin kristna eiginkona hins heiðna höfðingja Igors. Hún starfaði með brennandi trúarákefð fyrir kristnina og gat jafnframt með hyggni og kænsku séð við vélum hinnar byzantisku hirðar. I sögu Rússlands er mesti sægur af metnaðargjörnum, gáfuðum konum, er hafa tekið þátt í stjórn- málum, og það hafa ekki ætíð verið keisarafrúr og furstafrúr; þar hafa ávallt verið konur, er skarað hafa fram úr á öllum stjórnarbyltingartím- um. Marfa Pozadniza var markverð kona, sem vert er um að geta í þessu sambandi. Hún var sönn lýðveldiskona á háifskrælingjalegri öld, fimmtándu öldinni, og réði fyrir ríkinu Novgorod, er hún verndaði fyrir árásum Moskovita. Enn fremur má nefna Sofiu, systur Péturs mikla, er með einbeittum vilja kom því til leiðar, að kvennaskemman (Serrem) var lögð niður. Þar í landi eru einnig kvennhetjur annarar tegundar, nefnilega trúarofstækiskonur, eins og Bojarakon- an Morosoíf, er dó píslardauða fyrir kreddur trúarflokks síns, og yfirleitt finnast allt fram á

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.